Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 18.07.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Mi&vikudagur 18. júli 1979. Ensk rigning. „VIL HAFA LJÚBW NIEB f MVNDINNI” - seglr Feter Schmldt. myndllstsrmehur islenskt sjðnvarpslelkrlt í undirbúningi: UNGU STÚLKURNAR FLYKKJAST AD „Þaö hefur verið geysileg aö- sókn. Yfir 80 unglingsstúlkur hafa þegar sótt um hlutverkiö,” sagöi Gu&laugur Arason höf- undur sjónvarpsmyndar, sem nú er I undirbúningi, en sjón- varpiö augiýsti eftir 13 ára stúlku til aö leika eitt hlutverk myndarinnar. Guðlaugur sagði, að vinnu- heiti leikritsins væri „Heima- höfn” en endanlegt nafn væri enn ekki ákveðið. Þetta er eitt þeirra leikrita, sem varð fyrir valinu að loknu námskeiði sem sjónvarpið hélt I vetur fyrir höf- unda. 6 verk voru valin til sýn- inga, og verða þrjú þeirra tekin upp i haust. „Heimahöfn” er fyrstþeirra,en siðan verða unn- in verk eftir Steinunni Sigurðar- dóttur og Davið Oddsson. Sjómannslif og annað lif Leikritið fjallar um hjónin Olgu og Hannes, sem standa i skilnaði. Hannes er tæplega fertugur togarasjómaður, en Olga er fáum árum yngri barn- fóstra. Þau eiga tvö börn, Elsu 13 ára og Helga 10 ára. i mynd- inni verður lýsing á sjómanns- lifi og borgarllfi og hvernig þessir tveir heimar verða til þess að skilja að viðhorf hjón- anna og lifsmunstur. Hannes rýkur á dyr eftir ó- venju hatrammt rifrildi, en siö- ar gerast óvæntir atburðir sem hafa ýmsar breytingar i för með sér. Myndin mun væntanlega taka um klukkustund i flutningi og verður hún tekin upp að hluta til um boð i togara á hafi úti. Guð- laugursagðiað þetta yrði fýrsta sjónvarpsleikritið sem gert yrði hér i lit, þar sem blandað væri saman kvikmynd og upptöku i stúdiói. Þetta hefði verið gert i svarthvitu, en tækjakostur hefði ekki leyft það hingað til í lit. Eitt hlutverk ákveðið Þráinn Karlsson mun fara með hlutverk Hannesar, en önn- ur hlutverkaskipan er enn ekki ákveðin. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og mun hann næstu dagana ræða við umsækj- endur um hlutverk Elsu. Æfingar eiga að hefjast fljót- lega upp úr næstu mánaðamót- um og kvikmyndun fer fram i ágúst og september. Fyrsta leikritið Guðlaugur Arason hefur skrifað þrjár skáldsögur: Vind- ur, vindur, vinur minn: Vikur- samfélagið og Eldhúsmellur. „Heimahöfn” verður fyrsta leikritið, sem sýnt er eftir hann, en þó segist hann hafa skrifað nokkur leikrit áður, „bara svona fyrir sjálfan mig.” „Það er mjög skemmtilegt og fróðlegt að vinna við þetta,” sagði hann. „Þetta verkefni er auðvitað mjög ólikt þvl sem ég hef áður verið að fást við og ýmislegt sem þarf að taka tillit til. En það er gaman að kynnast þessum miðli á þennan hátt og ég er búinn að semja við leik- stjórann um að fá að fylgjast með áfram, þótt handritið sé til- búið, og sjá hvernig þetta þró- ast.” — SJ Gu&laugur Arason er höfundur fyrsta sjónvarpsleikritsins sem tek- iö veröur upp i sumar. VIsismynd:GVA „Égbráméri ferðalagtil Túnis fyrir fáeinum árum, og keypti þar i rælni vatnslitakassa til að gefa sjálfum mér. Litirnir lágu svo ósnertir I marga mánuði, en einhvern tlmadatt imig að stinga penslinum i þá, og siðan hef ég varla snert á öðru.” Þannig fórust myndlistar- manninum Peter Schmidt orð, þegar við hittum hann niöri I Galleri Suðurgötu 7 eftir opnun sýningar þar á vatnslitamyndum hans. „Aður en ég sneri mér að vatnslitunum hafði ég fengist við listsköpun af ýmsu ööru tagi, hreyfiskúlptúra, kvikmyndagerð, óhlutbundna list, teikningu og svo framvegis. Nú hef ég snúið mér að mestu að hlutbundinni mynd- list. 1 raun er ekki svo mikill munur á hlutbundinni og óhlut- bundinnilist. Hlutbundin mynder I mlnum augum óhlutbundin mynd i dulbúningi landslags, eða annars, sem við könnumst við úr umhverfinu. Óhlutbundin mynd er eins oglag án ljóðs. Ég vil hins vegar hafa ljóðið, orðin, með.” Flúði frá Þýskalandi fyrir strið Þetta er i annað sinn sem Scmidtheldursýninguá Islandi. I fyrra sáu forráðamenn Galleri Suðurgötu sýningu á myndum hans iLondon, og buðu honum að koma með hana hingað. Myndirn- ar, sem nú eru sýndar, hafa verið gerðar eftir að fýrri sýningin var haldin, og eru þær allar til sölu. Peter Scmidt fæddist i Þýska- landi, en flúði þaðan rétt aður en Heimsstyrjöldiri siðari hófst. Hann lagði leið sina til Englands, og stundaöi nám við Slade-lista- háskólann þar. „Þrátt fyrirnafn- ið tel ég mig frekar Englending en Þjóðverja” sagði hann. Starfar með hljóm- listarmanninum Brian Eno Schmidt hefur starfað talsvert með tónlistarmanninum Brian Eno, enda verið í vinfengi við hann i sex ár. Eno hefur til dæmis notað vatnslitamyndir hans á plötuumslög, meðal ann- ars á umslagið sem er utan um nýjustu plötu Enos. Einnig var Schmidt með I Galleriinu samsafn af spjöldum, sem hann og Eno gáfu út til leið- beiningar fyrir listamenn. A einu þessara spjalda stendur: „Vertu samkvæmari sjálfum þér.” A öðru: „Vertu ósamkvæmari sjálfum þér.” „Þetta gætu virst mótsagnakenndar leiðbeiningar, og eru það lika, en það skiptir engu máli þvi að báðar geta þær verið hjálplegar listamanni, „sagði Schmidt „Báðar eiga rétt á sér — eða hvorug, ef manni býð- ur svo við að horfa.” „Mála eftir minni” „Ég horfi aldrei á fyrirmynd- ina þegar ég er að mála.” sagöi Scmidt þegar hann fylgdi okkur meðfram veggjum i Suður- götunni. „Ef ég sé eitthvað, sem mig langar til aö breyta I mynd, bið ég með að mála. þangað til ég er kominn burt.Þá kalla ég fram myndina, og vinn svo eftir minni, „Ég mála alltaf eftir minni, þvi a& annars þvælast of mörg smáatriöi fyrir,” segir myndlistarma&urinn Peter Schmidt, sem nú heldur sýn- ingu I Galleri Suöurgötu 7. Þessá mynd ger&i Schmidt eftir aö hann fór til Akureyrar i fyrra. Myndir GVA aö öðrum kosti þvælast of mörg smáatriði fyrir. Það er mjög erfitt tæknilega að mála með vatnslitum. Yfirleitt bætist lag á lag ofan áður en myndin er full- kláruð, og er þvi nauösynlegt aö skipuleggja hana fyrirfram i hug- anum. Þrátt fyrir alla skipulagn- ingu litur myndin svo auðvitaö öðruvisi út en hugmyndin, en um það þýðir vist litið aö fást.” — AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.