Vísir - 21.07.1979, Page 2

Vísir - 21.07.1979, Page 2
Rætt við Katrinu Axelsdóttur og Kára Marisson, en hann hefur um ára- bil verið einn af okkar bestu körfuboltamönnum Oft heyrist talað um að búsetuskipti innanlands séu öll i þá átt að fólkið f lýi sveitirnar og setjist að í þéttbýlinu. Þetta er i höfuðdráttum rétt og þeim mun forvitnilegra verður það að teljast, þegar dæmigerð borgarbörn taka sig upp af mölinni og hefja hænsnarækt norður í Skagafirði. I eyrum þeirra sem fylgst hafa með íþróttum síð- ustu árin, ætti nafnið Kári Marísson að hljóma kunnuglega/ en hann hefur um árabil verið einn af okkar bestu körf uboltamönnum og hefur f jölmarga landsleiki að baki. Nú hefur Kári kvatt bæði landslið og möl, en ræktar þess í stað hænsni á búi sínu að Sólheimum í Akrahreppi. Vlsismenn voru á ferö fyrir noröan nýlega og kvöddu þá dyra hjá Kára og konu hans Katrinu Axelsdóttur. Þegar okkur haföi veriö boöiö til sætis i stofu, sem átti fátt sameiginlegt meö dæmigeröum skagfirskum sveitastofum, upphófust sam- ræöur um hvaö heföi oröiö þess valdandi aö þau hjónin heföu ákveöiö aö gerast búandfólk I Skagafiröi. Þaö kom 1 ljós aö bæöi höföu þau veriö mikiö i sveit sem unglingar, Kári rétt fyrir utan Akranes og Katrin i Húnavatns- sýslu. Kári sagöist hafa fariö aö hugsa alvarlega um aö hefja bú- skap fyrir 7 árum, en þaö heföi ekki veriö fyrr en i júni i fyrra sem þau létu slag standa og fluttust hingaö noröur. — Þaö var Kári sem átti frumkvæöiö aö þessu, en ég var hvergi smeyk og hreyföi engum mótmælum, bætti Katrin viö og vildi greinilega ekki láta blaöa- mann halda aö hún heföi látiö eiginmanninn draga sig nauö- uga viljuga út i sveit. Kárl og Katrln viö maskinuna, þar sem púturnar mega dúsa öilum stundum. i sveitinni gefst oft betri timi til aö sinna börnunum. Betra að vera f sveitinni en að kúldast í þéttbýlinu Þeim hjónum kom saman um aö betra væri aö búa i sveitinni heldur en aö kúldast inni i þétt- býlinu. — Ég hef alltaf kunnaö illa viö mig i Reykjavik og var þeirri stundu fegnastur sem strákur, þegar voriö kom og ég fékk aö fara i sveitina. Þaö besta viö þetta er útiveran og umgengnin viö dýrin og mér finnst ég vera miklu frjálsari hér en i þéttbýl- inu, sagöi Kári. Þegar hér var komiö sögu var 2ja ára sonur þeirra hjóna, Arnar Snær.búinn aö ata sig all- an út i skyri og nærliggjandi stólar höföu einnig fengiö sinn skammt. — Börnunum likar mjög vel hérna og ég heid aö þaö sé miklu hollara fyrir þau aö alast upp i sveitinni en apnarstaöar. Mér finnst bara galli aö börn- in af bæjunum hérna i kring, skuli ekki vera látin koma meira saman og leika sér, sagöi Katrin. Þegar blaöamaöur spuröi hvaö þaö heföi veriö sem dró þau alla leiö noröur i Skaga- fjörö, af hverju þau heföu ekki frekar sest aö i einhverri blóm- legri sveit á Suöurlandi, þar sem þau væru nú bæöi úr þeim landshluta, kom f ljós aö Kára er fleira til lista lagt en körfu- bolti og hænsnarækt. — Mér bauöst skólastjóra- staöa á Stóru-ökrum og þóttist viss um aö þaö yröi góö tilbreyt- ing frá búskapnum, enda hefur veriö mjög gaman aö fást viö skólann og ég hef kynnst mörgu fólki i sambandi viö hann. Þar fyrir utan eru jaröir helmingi dýrari á Suöurlandi en hér fyrir noröan og viö heföum ekki haft efni á þvi aö kaupa jörö þar, sagöi Kári. Vélvædd hænsnarækt Þau hjónin ætla aöallega aö ieggja stund á hænsnarækt og eru nú i óöaönn aö koma sér upp myndarlegum stofni. Meiningin er aö vera meö kjúklinga og egg jöfnum höndum. Þegar þau keyptu jöröina fengu þau i kaupbæti þrjár mer- ar, sem nú eru orönar aö sex hrossum, en ekki sögöust þau - Katrin og Kári vera miklir hestamenn, miöaö viö kollega sina i Skagafiröinum og þetta væri allt ótamiö. Einnig eru nokkrir kálfar á bænum, en þaö er mest vegna

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.