Vísir - 21.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 21.07.1979, Blaðsíða 9
r .*..*.•:**.■*.* m », * ■» ’ •Vfc V»«.» 332&I. VÍSIR Laugardagur 21. júli 1979. < //Ég er mjög óánægður með þróun ferðamála að undanförnu og þessi óeðlilegu vinnubrögð sem þessi viðskipti byggjast nú á. Ég er líka satt að seg ja oröinn þreyttur á áralangri baráttu við kerf ið sem hefur allt að því kostað mig æruna og tel því að rétti tíminn sé kominn til að draga sig í hlé. Ég lít á starf mitt sem brautryðjendastarf á sviði ferðamála enda búinn að starfa að þessum málum á þriðja áratug. Mest allan þann tima hef ég rekið Sunnu sem stærstu ferðaskrifstofu landsins og full- yrði/ að Sunna hefur með brautryðjendastarfi sínu gefið þúsundum islendinga kost á að ferðast til útlanda sem þeir annars hefðu ekki haft möguleika á. En á meðan Freddie Laker var aðlaður af Breta- drottningu var ég ofsóttur af yfírvöldum hér á landi." Þanig komst Guðni í Sunnu að orði er Helgarblað- ið hafði samband við hann vegna hinnar óvæntu ákvörðunar hans að draga sig út úr öllum viðskipt- um á sviði ferðamála. Guðni hefur vissulega verið umdeildur maður á umliðnum árum og á undan- förnum vikum hafa mörg spjót beinst beinst að honum úr ýmsum áttum. Guðni hefur að vonum ýmislegt við þróun þessara mála að athuga eins og fram kemur í viðtalinu. //Árangur almenningi til góðs" „Ég get ekki látið hjá liða, svona i upphafi að minnast aöeins á brautryðjendastarf Sunnu á sviði ferðamála, — sagði Guðni þegar við hittumst siðasta daginn sem hann sat i stól framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. — „Fyrsta beina flugið frá Islandi til Spánar var á minum vegum árið 1957 og fyrsta þotuflugið til Spánar var á vegum Sunnu árið 1968. Með þvi að stofna til leiguflugs beint til sólarlanda fyrir meira en tveimur áratugum lagði Sunna grundvöll að þvi að sólarferöir urðu almenningseign. Auk þess rak Sunna um langt árabil leiguflug til Norðurlanda og Englands og gerði þannig þessar ferðir, sem voru dýrar, einnig að almenningseign. Fyrir fáum árum lögðu stjórnvöld þröskuld í veg fyrir þessa starfsemi og komu í veg fyrir að áframhald yrði á þessari þróun. Árangurinn varð samt almenníngi til góðs að minu viti, þvi að upp á síðkastið hafa komið til alls konar sérfar- gjöld á þessum flugleiðum sem hafa auðveldað almenningi ferðalög þangað.” ,/Allt flug á einni hendi" „Nú er allt flug á milli Islands og útlanda á einni hendi og það hefur sina kosti og sfna galla. Eins og nú er komiö á feröa- markaðinum tel ég heppi- legast að Flugleiðir annist sjálfar á einu bretti allt sólar- landaflug og selji siðan ferða- skrifstofunum ákveðið sæta- magn I flugið. Samkeppni ferðaskrifstofanna lægi þá aðal- lega i hinum mismunandi hót- elum og þjónustu við farþegana á erlendri grund. Með svoleiðis skipulagi tel ég að hægt sé að nýta betur leiguflugiö til hags- bóta fyrir alla og komá i veg fyrir óeðlileg undirboö og óraunhæf kjör á sólarlanda- ferðum. Ég tel það siðferðislegt réttlætismál, að allir farþegar • ,,Er oröinn þreyttur á baráttunni við kerfiö...” • ,,Ég lít á starf mitt sem brautryðjendastarf” • ,,Á meðan Laker var aðlaður var ég ofsóttur99 „Baráttan hefur allt ad þvi kostad mig æruna” — Helgarblaöiö ræöir viö Guöna í Sunnu sem sitja i sömu flugvél og fái sömu" ferð á sama gististað borgi eitt og sama verð. „Nýir aðilar „kaupa" sig inn á markaðinn" Fjársterkir aðilar eru nú að ryðjast inn á ferðaskrifstofu- markaðinn. Þeir ráða yfir gildum sjóöum almennings- samtaka, sem núna eru óspart notaðir til þess að borga milljónatugi eða jafnvel hundruð milljóna með sölu og „gjöfum” á sólarlandaferðum sem eins konar herkostnaður þessara aðila sem eru að brjót- ast inn á markaðinn á þennan hátt.Min stefna hefur verið sú, að taka ekki þátt I þessum leik, hvorki með óeðlilegum undir- boðum eða „gjöfum” né öðru sliku. Ég hef enda ekkert fjár- hagslegt bolmagn né vilja til slikra hernaðarútgjalda. Ég tel þvi að fyrir Sunnu sé ekki um annað að ræða en að endurskipuleggja starfsemina og draga saman seglin meöan þetta markaðsástand varir og efnahagsástæður almennings þannig að lftið er til skiptanna umfram brýnustu lifsnauð- synjar.” „Mín barátta hefur oft verið hörð" „Nú tel ég, aö þróun ferða- mála hafi tekið svo örum og snöggum breytingum siðustu mánuðina að timamót séu I þessum efnum. Þess vegna held ég að rétti timinn sé til þess kominn fyrir mig að hætta. Er það hvort tveggja að ég erfitt með að aðlaga mig að þessum breytingum og þeim nýju við- horfum sem nauðsynlegt er að tileinka sér til að geta haldið áfram i slagnum. Auk þess tel ég, að þeir sem að koma til með að halda starfseminni áfram i breyttri mynd með nýjum við- horfum hafi þá meiri möguleika til að starfa með þeim aðilum sem koma til með að gera þær breytingar sem ég spái að almennt verði gerðar i ferða- málum á næstunni. Min barátta hefur oft verið hörð eins og alþjóö veit og fá vopn verið spöruð af „kerfinu” i viðureigninni við mig Það ei þvi kominn timi til aö ég yfirgefi þessa ljónagryfju sem ég hef barist i. Og eitt veit ég, aö þótt kerfiskóngarnir hafi eytt miklum kröftum, fyrirhöfn og herkostnaði I þessa baráttu við mig á ferðamálasviðinu, að stór hluti af almenningi á Islándi hefur oft hugsað hlýtt til min i þessari baráttu enda margir notið góðs af henni. Ég þori aö fullyrða að vegna brautryðjendastarfs Sunnu i leiguflugi hafa tugir þúsunda Islendinga á liðnum árum átt þess kost að skreppa til útlanda sér til ánægju og tilbreytingar, sem annars hefðu ekki átt á þvi möguleika. A þessum tima- mótum er ég þakkíátur ótöldum tryggum viðskipta- vinum Sunnu, sem þrátt fyrir ofsóknir opinberra aðila og oft á tiðum skipulagt nið og róg hafa haldið tryggð við fyrir- tækið I gegnum árin, margir hverjir I meira en tvo áratugi. Ég vona að þó ég hætti störfum verði þar ekki breyting á og aö þúsundir ánægðra viðskipta- vina Sunnu verði það áfram um ókomin ár.” „Langar ekki í þessa Ijónagryfju aftur" Við spyrjum nú Guðna hvað hann hyggist taka sér fyrir. hendur eftir að hann yfirgefur ferðamálabransann. „Ég hef ekki ákveðið það þegar til langs tima er litið, en eitt er vist, að mig langar ekki I þessa ljónagryfju aftur. Ég get að visu aldrei endurheimt ær- una, sem reynt hefur verið að reyta af mér af opinberum aöil- um og stofnunum. Ég læt mér það I léttu rúmi liggja, þvi æra sumra þeirra sem reyttu er ekki upp á marga fiska, þótt titlarnir séu finir. Með haustinu mun ég snúa mér að búrekstri á jörö forfeöra minna 1 Borgarfirði. Þar er fallegt stóð — nokkrir tugir gæðinga. Ég held að svona til tilbreytingar sé ágætt að hvila sig um sinn með þvi að um- gangast þær gáfuðu skepnui; hestana. Vonandi verð ég þar ekki fyrir neinum i kerfinu”. Texti: Sveinn Gudjónsson Myndir: Pórir Guðmundss. f ••••••••••••••••••••••••«••••••••••••••••••••••••••••••••••• 1 !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.