Vísir - 21.07.1979, Side 4
4
VISIR
Laugardagur 21. júll 1979.
Landslagiö hefur verið þarna óbreytt síðustu ár-
þúsundin, nema hvað jöklarnir eru alltaf að hörfa
meir og meir og nú er svo komið að yfir hásumarið
eru þeir algjörlega aðskildir. En þótt komið væri
fram i miðjan júní hafði snjóa ekki alveg leyst af
Fimmvörðuhálsinum.
Fimmvörðuháls er mikið farin gönguleið og er þá
oftast lagt upp frá Þórsmörk og komið niður að
Skógnm undir Eyjaf jöllum. Við félagarnir ætluðum
þó að hafa hinn háttinn á, leggja upp frá Skógum og
halda þaðan yfir. Ekki vegna þess að við þyrftum
að vera eitthvað öðruvísi en allir aðrir, heldur
vegna þess að við höfðum aðsetur f Þórsmörk og hin
leiðin hefði sett okkur knöpp tímatakmörk. Að vísu
er erfitt að ganga þessa leið. Hún er svo mikið á
fótinn og löng að maður þreytist fyrr. Hvað um
það, okkur lá ekkert á.
Farvegur ^kógár
Flestir Islendingar hafa
komið að Skógarfossi, eða séð
myndir af honum, þessu stil-
hreinasta vatnsfalli á gjörvöllu
Islandi og þótt viðar væri
leitað. En Skógarfoss er ekki
eina afkvæmi Skógár. í ánni
eru fjöldinn allur af fossum og
sumum ákaflega fallegum, en
þó sker einn sig úr. Skógá hefur
á kafla grafið sig djúpt niður i
mjúkt berg, snarbratt og viöast
ókleift. Efst I þvi fellur áin
tigulega niður i gljúfrið sem
magnar hávaöann geysilega,
þannig að áhrifin verða ógn-
vekjandi.
Fá sérkenni landsins þarna á
leiðinni hálsinn frá Skógum
bera nokkur nöfn, þangaö til við
komum. Nú má finna á þessum
slóðum klettinn Pétur, fjallið
Benedikt og melinn Sigurð auk
fjölda annarra sérkenna sem
heita i höfuðið á okkur ferða-
löngunum, en meö mér voru
Benedikt Hauksson og Pétur
Hermansson.
Af ferðinni upp á hálsinn er
litið að frétta, — en landslagið
og náttúrusérkennin, maður lif-
andi. Þótt þau hafi verið þarna
siðustu þúsund árin, þá eru þau
fréttaefni út af fyrir sig.
Fimmvörðuháls.
A hálsinum eru tvö sælu-
hús. Hið eldra reistu Fjalla-
menn úr Feröafélagi tslands um
1940, en ég held að hið yngra
hafi Eyfellingar sjálfir reist
árið 1976.
Þegar viö gengum af stað,
laugardaginn 23. júni, i glamp-
andi sól og bliöu, blasti við
okkur hið fegursta útsýni til
noröurs og suðurs. Beggja
vegna við okkur glampaði á
tfgulegan Mýrdalsjökul og
virðulegan Eyjafjallajökul. Að
baki blasti við Atlantshafið,
blátt eins og himinninn fyrir
ofan okkur. Á móti okkur sáust
Tindafjöllin og nær sást i
hvirfilinn áútigönguhöfða, sem
er um 800 metrar á hæð.
Þarna i miðju goöalandinu sá
ég sjón, sem mér hefur fundist
hvað stórkostlegust á minni
stuttu ævi, sjón sem ég mun
örugglega aldrei
gleyma. Glampandi kvöldsólin
varpaði roðagulum geislum
sinum á þetta hrikalega vatns-
og jökulsorfna land. Skugg-
arnir teygðu sig i áttina frá áól-
inni og juku um leið á þau áhrif
sem hið stórbrotna landslag
hafði á okkur.
Allt sameinaðist viö að gera
áhrifin sem stórkostlegust, hiö
dásamlega veður, hinn harðger-
ði gróður, myndræn fegurð
landslagsins, hæð þess og dýpt
og siöast en ekki sist undir-
leikurinn, lækjarniður og fugla-
söngur.
Snertingin við landiö var
algjör.
Leiðarlok.
Við gengum niður i Strákagil,
sérkennilegt, furðulegt og -
skemmtilegt. An þess að hafa
nokkuð sérstakt imyndunarafl
til að bera, þá getur maöur séð
hinar furðulegustu kynja-
myndir út úr landslaginu
þarna. Sjá má náttúrulega
eftirmynd af Sigurboganum
franska og við hliðina munk
meö hettu sina yfir höfð-
inu. Skammt frá mátti sjá risa-
stóra höfuömynd af kind, auk
þess fjöldan allan af mynda-
styttum og likneskjum i hinum
furðulegustu stellingum.
Við gengum eftir annarri hliö
gilsins og yfir okkur slútti, eða
öllu heldur hveifdist, berg-
veggurinn með óteljandi hellum
og skútum.
Niðri á jafnsléttu tekur viö
skóglendi og Krossáraurarnir.
Viö réttum úr bakinu, skálm-
uöum karlmannlega og fundum
vart fyrir þreytu eftir tæplega
tiu tima göngu. Við óðum auö-
vitað Krossá, eins og við hefðum
Hinn stórfenglegi foss, sem frá er sagt I greininni. Hann er nafnlaus eftir þvf sem viO best vitum.
írf
;
Helgarbladid
Krossá er Isköld og sumstaðar getur hún piatað mann og sett mann
upp að mitti I vatni.
aldrei gert annað og þrömm- Skagfjörðsskála, litum manna- barkalega. „Sjáið tindinn,
uðum siöan sem hetjur I hlað lega um öxl og sögðum digur- þarna fór ég.” —SS—
Uppi á háhálsinum tókum við mynd af okkur,auövitað af einskærum hégómaskap.