Vísir - 21.07.1979, Qupperneq 8
vtsm
Laugardagur 21. júli 1979.
Útgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvcmdastjóri: DavfA GuAmundsson
Ritstjórar: Úlafur Ragnarsson
HörAur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra (rétta: Guðmundur G. Pétursson.
BlaAamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigúrðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörn'sson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R, Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
SfAumúla 8. Sfmar 86411 og 82260.
AfgreiAsla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611.
Ritstjórn: SfAumúla 14 sfmi 86611 7 llnur.
Askrift er kr. 3300 á mánuAi
innanlands. VerA I
lausasölu kr. 180 eintakiA.
.Prentun BlaAaprent h/f
FRESTUN VANDA OG FEIODARFLAN
Rfkisstjórnin hefur nú búiö til gálgafrest til 1. október til þess aö finna iausn á oliu-
hækkunarvandanum á meðan verðbóigan nálgast 50%.
Þá hefur nú blessuð ríkis-
stjórnin okkar tekið enn einu
sinni ákvörðun um bráðabirgða-
lausn eins þáttar efnahagsvand-
ans/ sem hún er búin að vera að
reyna að koma sér saman um að
leysa f rá því að hún settist í ráð-
herrastólana.
Að þessu sinni er notuð aðf erð
strútsins, að stinga höfðinu í
sandinn og neita að viðurkenna
staðreyndir eins og þá, að olíu-
verðið er hátt og því verður ekki
breytt. Engu virðist skipta þótt
olíu- og orkumálasérfræðingur
stjórnarinnar, Ingi R. Helgason,
lögfræðingur, sem ómissandi er i
hverri olíunefnd, hafi sent út
boðskap sinn og fullyrt, að olíu-
verðhækkanirnar muni halda
áfram um næstu framtíð.
Ef díselolíuhækkunin, sem nú
þarf að taka tillit til væri
stundarfyrirbrigði og verðið
lækkaði aftur í haust væru að-
gerðir ríkisstjórnarinnar skiljan-
legar. En svo er ekki.
Raunverulegt kostnaðarverð
hvers lítra af díselolíu er nú 156
krónur en í stað þess að láta
það gilda er ákveðið að hækka
verðið aðeins upp í 137 krónur og
olíufélögunum svo sagt að tala
við Seðlabankann, sem muni út-
vega þeim peninga fyrir því sem
á vantar. Og hvar á að taka pen-
ingana? Jú, annað hvort að láta
prenta fleiri verðlausa seðla eða
biðja enn einu sinni um lán í út-
löndum, væntanlega gengis-
tryggt lán, sem hækkar strax á
næstu vikum með gengissiginu,
sem þessi sama ríkisstjórn hef ur
ákveðið.
Ekki kæmi það Vísi á óvart,
þótt leitað yrði eftir láni frá
arabalöndunum, eins og fyrr
hef ur verið gert, og þannig tekið
lán hjá olíuf urstunum til þess að
greiða hækkanirnar, „sem þeir
hafa ákveðið á olíunni.
Þegar gasolíulítrinn fór í 103
krónur gaf ríkisstjórnin út-
gerðarmönnum það fáheyrða
fyrirheit að hún skyldi sjá um að
lítrinn hækkaði ekki til skipanna.
Til þess að standa við þetta lof-
orð er ákveðið að hækka olíugjald
um 8% og F framhaldi af því
hækkar olíuhækkunin laun sjó-
manna um 3%.
Þetta miðar að því að létta út-
gerðinni byrðarnar, en hvers
vegna er ekki eitt látið yfir alla
ganga. Hvað til dæmis um al-
mennan iðnað, sem notar geysi-
legt magn af þessari sömu dísel-
olíu?
Þessar aðgerðir eru jafn mikið
fikt og aðrar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. Vandanum er
frestað í stað þess að leysa hann
og að þessu sinni er fresturinn til
1. október. Þá á að selja olíuna
aftur á raunverði, segir stjórnin,
hvað sem verður, þegar sá dag-
ur rennur upp.
Ráðgjafarstofnun ríkisstjórn-
arinnar, Þjóðhagsstof nun, segir
nú að verðbólgan nálgist nú 50%
og Tíminn skýrir f rá því, að olíu-
hækkanirnar nú muni hækka
vísitöluna um 7-8%, svo að aug-
Ijóst er að sama feigðarflaninu
verður haldiðafram í efnahags-
málunum enn um sinn.
— Aldrei skal rifast i kvik-
myndahúsi, sagði indverski
spekingurinn Amir Mandidadú
eitt sinn, en hann var uppi á
ofanveröri sjöttu öld. Rit hans
fundust fyrir þremur árum i hól
nokkrum 1 héraðinu Diskódeskó
i Indlandi. Spjöldin voru hins
vegar orðin máð og þessi setn-
ing um kvikmyndahúsin var sú
eina sem hægt var aö lesa.
Engu að siður hefur verið
stofnaður sérstakur trúflokkur i
New York sem hefur
Mandidadú fyrir herra sinn og
leiðtoga. Maður nokkur aö nafni
Colvitio kvaöst hafa fengiö vitr-
un frá Mandidadú sem bauð
honum að gerast umboðsmaður
sinn á jörðunni. Hefur Colvitlo
siðan sankað að sér hjörð af
fylgismönnum og eru haldnar
fjölmennar samkomur i New
York og nágrenni.
Ekki haföi ég hugmynd um að
hreyfing þessi heföi teygt anga
sina til íslands fyrr en ég fékk
heimsókn manns og konu hing-
aö á blaðið fyrir nokkrum dög-
um. Maðurinn hafði orö fyrir
þeim og kvaðst vilja koma
nokkrum upplýsingum um
hreyfinguna Mandidadú á
framfæri við þjóðina, enda væri
brýnt að þjóöin þekkti sinn
vitjunartlma.
Konan sat hjá og hlustaði á
manninn meö mikilli andakt en
lagöi ekkert til málanna. Ræða
mannsins, sem kvaðst heita
Stupidus innan hreyfingarinnar,
var eitthvaö á þessa leið:
„Viö konan min og ég vorum
stödd i biói i New York og fórum
aö rffast. Konan sagöi aö aöal-
leikarinn héti Carlo Ponti en ég
vissi að þetta var enginn annar
en Fellini sem lék manninn með
grimuna. En þegar við vorum
að rifast sneri maöur á næsta
bekk fyrir framan sér viö og
sagöi: Aldrei skal rifast I kvik-
myndahúsi.
Við hættum að rifast og eftir
enga peninga. Viö sendum þá til
leiðtogans i New York, hans
Colvitlo.”
Nú dámaði mér ruglið i
manntetrinu en þó mundi ég
eftir að hafa séð myndir fyrir
skömmu af svinfeitum manni
með dökk sólgleraugu,i ame-
riskum blöðum. Undir myndun-
um stóð að Colvitlo hefði sett
eina milljón dollara i tryggingu
fyrir rétti vegna rannsóknar á
meintum skattsvikum hans.
Tekið var fram að fáum tækist
að botna upp eða niður i stefnu
hans og boðun.
Þessi upprifjun hressti mig
talsvert og ég spurði hjúin eins
og þeir gera i útvarpinu, hvort
það væri eitthvaö sem þau vildu
taka fram að lokum.
„Viö viljum óska að allir Is-
lendingar komi i Mandfdadú. Þá
finna þeir allir frið en það er svo
mikill ófriður hér, allir að rifast
meö orðum og i huganum. Viö
sitjum og reykjum á kvöldin og
spilum á gitara og hugsum um
allt fólkið sem á svo bágt, bæði
hér og I Afriku. Með þvi að
hugsa gott til allra veröa allir
betri, en þeir sem koma i
hreyfinguna verða hólpnir.Allir
sem ganga inn i Mandidadú hér
þurfa ekki að borga neitt.bara
að gefa fimmtiu þúsund krónur
á mánuði til Colvitlo svo hann
geti hjálpað þeim sem eiga
bágt. Nú skilur þú um hvað
máliö snýst,” sagði maðurinn
og horfði biöjandi á mig.
Ég átti engin svör við þessari
spakvitru ræðu og hummaði
bara i vandræöum minum. Hjú-
in risu upp og kvöddu. Vonandi
kæmi góð grein i blaðinu um
þetta. Ekki veitti af þvi,alltaf
væru einhverjir á móti friði og
þeir berðust gegn hreyfingunni.
Þvi væri nauösynlegt að sann-
leikurinn kæmi i ljós.
Ég var þeim hjartanlega
sammáía.
— SG
Mandidadú
bióið kom hann til okkar og bauð
okkur á samkomu. Þar kynnt-
umst við fólkinu i Mandidadú og
siðan höfum viö aldrei rifist i
biói. Nú eigum við að útbreiða
trúna hér á landi.”
Ég var svolitla stund að átta
mig eftir aö maðurinn haföi lok-
ið ræðu sinni og sagðist ekki
hafa orðiö mikiö var viö rifrildi i
bióum hér.
„Þaö skiptir ekki máli. Það
eru svo margir sem rifast i
huganum þótt þeir tali ekki upp-
hátt. Skiluröu ekki að þetta er
friður og innri ró sem við boð-
um. Allir sem ganga i hreyfing-
una fá frið og ró, ekki bara I bió
heldur lika i vinnunni og
heima,” svaraði hann og leit
friðelskandi á mig.
Þótt ég væri litlu nær þóttist
ég skilja allt og spuröi hvernig
aö boðun trúarinnar færi fram.
„Við látum prenta litla bækl-
inga. Hér er til dæmis einn sem
heitir „1 biói friðarins”. Þetta
gefum viö fólki ókeypis en biöj-
um það að gefa okkur nokkrar
krónur upp i prentunarkostnað-
inn. Svo ræktum við lika gulræt-
ur og seljum og það er margt
fleira sem við seljum. Það þurfa
allir peninga núna en við viljum
krákustígur
Sæmundur
Guðvinsson
blaðamaður
skrifar