Vísir - 21.07.1979, Qupperneq 20
vtsm
Laugardagur 21. júli 1979.
hœ kidkkar!
20
Umsjón: Anna
Brynjúlfsdóttir
Krakkar í Húsafelli
Þessir strákar eru
þarna í heita kerinu við
sundlaugina í Húsafelli.
Áreiðanlega hafa einhver
ykkar farið þangað í
sumar eða kannske eigið
þið eftir að fara þangað.
Þar er skógur og þar er
gott að tjalda. öllum
krökkum fjnnstgáman að
vera í útilegu í tjaldi.
Strákarnir á myndinni
heita Rúnar Kristinsson
og Gunnar Ágúst Hall-
dórsson og þeir eru báðir
níu ára. Stelpan á litlu
myndinni heitir Ragn-
heiður Lóa Björnsdóttir
og hún var líka í heita
kerinu. Ragnheiður Lóa
er 5 ára. Henni fannst
voða gaman í Húsafelli.
Þegar við erum stödd i
Húsafellslandi erum við
komin all-nálægt Eiríks-
jökli. Eiríksjökull er 1675
m á hæð og hefur fjallið
orðiðtil viðgos undir jökli
á ísöld. Eiríksjökull er
hæsta f jall á vesturhelm-
ingi Islands. í skriðum
Eiríksjökuls að norðan er
klettadrangur þverhnípt-
ur og hár, sem heitir Ei-
ríksgnípa. Sagan segir,
að einn útilegumanna úr
Surtshelli hafi flúið und-
an byggðamönnum og
klifið upp bjargið, en svo
nærri komust þeir hon-
um, að þeir hjuggu undan
honum annan fótinn. Á
jökullinn og gnípan að
draga nafn af Eiríki
þessum. Eiríksjökull er
norðan Langjökuls, en úr
eldvörpum við norðvest-
urjaðar Langjökuls er
Hallmundarhraun komið.
í Hallmundarhrauni eru
stærstu hraunhellar á ls-
JRagnheiður Lóa, fimm ára.
landi, Surtshellir,
Stefánshellir og Víðgelm-
ir. I norðvestanverðu
Hallmundarhrauni er
hraungjóta, sem kölluð er
Eyvindarhola. Þar er
sagt, að Fjalla-Eyvindur
hafi haft fylgsni sitt.
Húsafell er innsti bær í
Borgarf jarðarsýslu og
næstur jöklum. f Húsa-
fellslandi er birkiskógur
allvíðáttumikill. Frá
Húsafelli iiggur vegur
suður um Kaldadal, fyrst
og fremst sumarvegur
fyrir jeppa, en fólksbif-
reiðir komast þar oftast.
í landi Húsafells er
eyðibýlið Reyðarfell, sem
virðist hafa verið stór-
býli, en fór feyði á 15. öld.
Bæjarrústirnar, sem
standa sunnan vegar,um
1 km vestan við Húsa-
fellsbæ, hafa verið
grafnar upp á vegum
Þjóðminjasafns og gefa
góða hugmynd um húsa-
skipan meiri háttar bæja
á 14. og 15. öld.
Rúnar og Gunnar Agúst, báðir nlu ára. Vlsismyndir: AB.
Gleymni töframadurinn
Tóti töframaður gat
alls ekki munað að hvaða
skrá stóri lykillinn gekk.
„ „ Ég verð að spyr ja ein-
hvern", sagði hann og fór
út í sælgætisbúðina.
Hún Sigríður, sem af-
greiddi, sagði. „Því
miður, ég get ekki hjálp-
að þér.
var mjög alvarlegur á
svip og brosti aldrei.
Hann leit þungbrýnn á
Tóta.
„Þessi lykill", sagði
hann. „Reyndu að opna
hausinn á þér. Þá yrði
kannske eitthvert gagn að
þér." Tóti klappaði sam-
an höndunum.
„Allt í lagi", sagði Tóti.
„Ég ætla að spyrja lög-
regluþjón."
„Ég man ekkert að
hvaða skrá þessi lykill
gengur" sagði Tóti.
Lögregluþjónninn svar-
aði: „Þú ert ómögulegur
töframaður. Aldrei
gleymi ég neinu."
Og hann hélt áfram
göngu sinni.
Tóti andvarpaði. Gat
virkilega enginn hjálpað
honum. Þá kom skóla-
stjórinn labbandi. Hann
„Það er rétt. Minnið er
í höfðinu á mér. Ég verð
að opna það."
Hann setti stóra lykil-
inn upp t sig og sneri hon-
um. Allt í einu mundi
hann allt það, sem hann
hafði vitað áður. Hann
hljóp ánægður á eftir
skólastjóranum.
„Þú þarft nú ekki að
vera svona strangur á
svipinn", kallaði hann.
„Ég man nú eftir því,
þegar þú varst strákur,
að þú skrópaðir í skólan-
um og hrekktir hús-
mæðurnar með því að
skipta um tau á snúrun-
um."
Tóti flýtti sér aftur í
sælgætisbúðina.
„Vertu glöð", sagði
hann við frú Sigríði. „Ég
man eftir þér, þegar þú
varst alltaf kát og f jörug.
Þá gafstu krökkunum oft
auka sælgæti. Gefum
þeim gott núna. Hann tók
stóra krukku með sælgæti
og flýtti sér út. Hann
mætti lögregluþjóninum.
„Þú spilaðir einu sinni
svo vel á fiðlu", sagði
hann hlæjandi. Náðu nú í
fiðluna og við skulum öll
dansa.
Og brátt sáu þorpsbúar
skemmtilega sjón. Skóla-
stjórinn og töframaður-
inn voru að dansa á
græna torginu og lög-
regluþjónninn lék á fiðl-
una. Rétt hjá stóð hún frú
Sigríður í sælgætisbúðinni
og rétti öllum börnum,
sem komu, nóg af sæl-
gæti.
Tóti töframaður missti
aldrei minniðaftur. f stað
þess hjálpaði hann öllum
til þess að muna, hvernig
þau hefðu verið þegar
þeir voru ungir og brátt
varð fólkið í þessu þorpi
hamingjusamasta fólkið í
öllu landinu.
Einn hlutur er stakur á
myndinni. Hver?