Vísir - 28.07.1979, Page 8
vlsm
Laugardagur 28. júll 1979.
rzr
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörftur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guómundur G. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson. Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Siftumúla 8. Simar 8MU og 82260.
Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611.
Ritstjórn: Síftumúla 14 simi 86611 7 llnur.
Askrift er kr. 3J00á mánuöi
innanlands. Verft 1
lausasölu kr. 180 eintakift.
.Prentun Blaftaprent li/f
SKrípaieikur viö skipakaup
Þessi tvö skip sem liggja i Hafnarfjarðarhöfn, Sólrún og Guömundur Péturs, eru að
nafninu til komin i eigu sænskrar skipasmiöastöövar, en hafa ekki verið skráö erlendis.
Þaö telst þvi ekki innfiutningur þótt tslendingar kaupi þau af Svium. Þannig er farið i
kringum reglur stjórnvalda.
Vísir hef ur í vikunni birt niður-
stöður könnunar blaðsins á f ram-
kvæmd reglna þeirra er stjórn-
völd settu 1977 varðandi kaup
nýrra fiskiskipa til landsins.
Hefur komið í Ijós, að eitt megin-
atriði þeirra hefur verið þver-
brotið og er ekki að sjá, að yfir-
völd hafi gert neina tilraun til
þess að framfylgja þeim eða
breyta reglunum til þess að setja
undir þennan leka.
Það sem hér um ræðir er
ákvæði um að skilyrði fyrir lán-
veitingu til kaupa á nýju skipi
skuli vera, að i staðinn sé eldra
skip selt úr landi. Þetta skilyrði
átti að tryggja, að fiskiskipaf lot-
inn stækkaði ekki meira en orðið
er, — en skipunum fjölgar jafnt
og þétt. í stað þess að þau séu
seld til útlanda, selja erlendu
skipasmíðastöðvarnar þau milli
hafna hér innanlands.
Sæmundur Guðvinsson, blaða-
maður, sem vann að þessari
könnun á vegum Vísis, segir í
blaðinu á fimmtudaginn, að sex
ný fiskiskip hafi komið til lands-
ins á síðasta ári og hafi kaup
þeirra verið samþykkt á þeirri
forsendu að eldri skip yrðu seld
utan í þeirra stað. Aftur á móti
komi í Ijós, að aðeins eitt skip
hafi farið úr landi í stað skipanna
sex. Hin fimm hafi á pappírnum
komist í hendur erlendra skipa-
smiðastöðva, en þær síðan losað
sig við þau á ný hér innanlands
þannig að þau flytjist aðeins á
milli hafna.
Sæmundur segir í grein sinni,
að flestir álíti að skip sem
erlendar skipasmíðastöðvar taki
upp í kaupverð nýrra skipa, séu
þar með komin úr landi. Sam-
kvæmt reglum siglingamála-
stofnunar séu skipin hins vegar
ekki farin úr landi fyrr en þau
hafi verið skráð erlendis og sala
eriendra aðila á þeim hér innan
lands sé því óháð reglum um inn-
flutning skipa.
(slenskir útgerðarmenn og
erlendar skipasmíðastöðvar
virðast því hafa getað farið í
kringum reglur þær, sem ríkis-
stjórnin taldi hafa verið í gildi
síðustu tvö árin, án þess að gripið
hafi verið í taumana.
Og skrípaleikurinn heldur
áfram. Þessa dagana liggja tvö
rúmlega 20 ára gömul fiskiskip
frá Bolungarvík í Hafnarfjarð-
arhöfn en sænskir eigendur
þeirra eru að reyna að selja þau
hér innan lands. Ástæðan mun
meðal annars vera sú, að mark-
aður fyrir gömul skip er mjög
takmarkaður erlendis og gera
því erlendu skipasmíðastöðvarn-
ar allt sem þær geta til þess að
selja gömlu skipin íslenskum út-
gerðaraðilum þannig að þau fara
aldrei út fyrir landssteinana.
Augljóst er, að ríkisstjórnin
verður að kveða nánar á í reglum
sínum um skipakaup og skipa-
sölu ef hún vill í alvöru koma í
veg fyrir að flotinn stækki. Ein-
faldasta leiðin virðist vera sú, að
setja ný ákvæði um að afhenda
skuli gömlu skipin í erlendri höfn
og skrá þau erlendis. Ef slíkt
væri gert og reglunum framfylgt
væri ekki hægt að selja skipin að
nýju til landsins án vitundar
íslenskra yfirvalda.
vangaveLtur
HAMINGJA I GIGAWATTSTUNDUM
FYRIR hartnær tveimur tug-
um ára leit hér við á förum um
heiminn dánumaöurinn U Thant
framkvæmdastjóri SÞ — og
meö sérkennilegum vitsmunum
sinum fann hann út aö hér var
paradis á jörö.
Engum brá viö þessa fregn
nema Islendingum sem ekki
höföu fundiö neina paradis á
landi slnu og varla annars-
heims, en þó helst I Bandarikj-
unum, einsog siöar mun greint
veröa.
Framkvæmdastjóranum
skjöplaöist hrapallega, enda fá-
kænn búddhisti úr Austurlönd-
um sem iökaði hugleiöingar I
tómstundum. Hann fann hér
engan sult, menntunarskort
ekki umtalsverðan né alvarlegt
misrétti, og konklúderaöi svo I
einfeldni sinni aö svofelld hlyti
aö vera lýsingin á hinni
jarönesku paradis. Þó má fram-
bera honum til málsbóta aö vel
þekkti hann sig þar sem menn
gera sér ab góöu þá hamingju
aö hafa aö éta og mega óáreittir
draga andann, en láðist afturá-
móti aö taka meö i reikninginn
ab i neyslulöndunum (sem telj-
ast öldungis ný afdeiling I sköp-
unarverkinu) þykir ekki nóg aö
hafa allt til alls, ekki einu sinni
miklu meira en allt til alls. Þar-
afleiöandi fekk hann aldrei i
gegnum sinar burmisku höfuö-
skeljar aö þegar mannskepnan
þarf ekki lengur aö vera óánægö
meö of litiö snýr hún sér af fullri
alvöru aö þvi aö vera óánægö
meö aö hafa nóg!
Hér passar aö benda á aö þeg-
ar fór aö veröa hörgull á vanda-
málum hér á landi komst þjóöin
snilldarlega uppá lag meö aö
framleiöa þau sjálf, og um
fjörutiu ára skeið hafa flest
hennar vandamál, ef ekki öll
verið hreinræktaður heimilis-
iönaöur, einsog til aö mynda
hvort péturinn eigi aö hafa einu
prósenti hærra kaup en pállinn
— ellegar pállinn tveimur pró-
sentum meiren téöur pétur.
En nú þegar U Thant hefur
fyrir all-nokkru safnast til feöra
sinna austri heimi rennur ófor-
varandis uppfyrir sjóndeildar-
hringinn allt-annar vandi og
ekki heimafenginn: Tilveruna,
og þó einkum neyslutilveruna,
skortir orku til aö geta haldiö á-
fram aö vera neyslutilvera. Svo
illa getur meirasegja fariö aö
menn verði að spara viö sig bila-
iþróttir!
Nú kemur duggunarlitið um
paradis, þetta sem U Thant
vesalingurinn aldrei gat skilið
sakir reynsluleysis I ofneyslu:
Velsæld er orka. Hagfræö-
ingar, séni númer eitt á þessum
árum, kunna meirasegja aö
reikna út velsæld sem er
nokkurneginn samog
hamingja, og þarmeö uppgötv-
ast formúlan fyrir paradis á
jörö. Velsæld fer eftir orku.
Þeim mun meiri orka, þeim
mun meiri velsæld. Punktur.
Raunar lika: þeim mun meiri
ruslahaugar og mengun og ann-
aö þessháttar góögæti sem sist
má vanta i þessari tegund af
paradis á jörb.
Þeir sem ráöa orkunni þeir
ráöa lika heiminum.
Furstar I þeirri skrælþurru
Arabiu þeir eiga orkuna. Aftur-
ámóti eyöa Bandarikjamenn
orku allra manna mest.
tslendingar kváöu raunar koma
næst, liklega mest afþvi þeir
neyöast til aö hita upp noröan-
garrann En hvurnin stóö á þvi
aö U Thant sá ekki aö paradisin
hlýtur aö vera fremur I Banda-
rikjunum þarsem mestri okru
er eytt?
Vandamálið er þetta: Furst-
arnir skíúfa fyrir, velsældar-
maskinan stöövast og paradisin
flyst yfirá annaö tilverustig.
Þessvegna fór Carter aö hug-
leiöa uppá fjalli!
Orku-furstunum er auövitaö
vorkunn. Þeir vilja eiga sina
paradis sjálfir, enda staðráðnir
i að ná lengra en aðrir i velsæld
— allt þar til fariö verbur aö
nema málma og verömæt efni á
öörum plánetum. Þeir eru þeg-
ar komnir vel á veg, brúka þot-
ur á sama hátt og Islenskir
ráðherrar kádiljáka, ausa kon-
fekti yfir þegna sina þegar vel
liggur á þeim og pissa i gull-
bróderuö klósett aukinheldur
annað!
En á Islandi vitringarnir ekki
lengi búnir að hugleiða orku-
kreppuna •i’aunar bara heima
hjá sér, liklega aðallega uppi
rúmi og undir sæng — þegar sú
fregn barst út itrekað frá hag-
visindunum að tslendingar nýju
orkufurstarnir: Þegar oliuna
þrýtur f hinni skrælþurru
Arabiu og furstarnir neyöast til
að fara aö nota vanaleg klósett,
þá taka Islendingar við! Þeir
eiga sannast sagna ekkert nema
orku, utan nokkra hálfdauða
fiskstofna sem þeir raunar
eignuöust ekki fyrren búið var
að ganga frá þeim.
Þarna kemur náttúrulega
paradisin sem hinn slhugleið-
andi og hálfhelgi búddhisti úr
Austurlöndum þóttist eygja.
Hann hefur séö fyrir orkubylt-
inguna en misskilið allt saman
af þvi hann reyndist svo fávis aö
halda aö i paradis þætti fólki
gaman aö vera til og nennti ekki
aö standa i þrasi um prósentu-
reikning.
Já, þaö er einhver munur að
eiga von á aö veröa nýr orku-
herra og geta pissaö i gullslegið
klósett!
Þá geta menn aö skaölausu
haldiö áfram aö vera óánægöir
meö lifið I nokkra áratugi til
viöbótar — meöan ruslahaug-
arnir stækka og mengunin eykst
á jöröinni. Slikt er eöli þeirrar
velsældar sem mæld er I gíga-
wattstundum.
— 20.7.1979.