Vísir - 28.07.1979, Page 13

Vísir - 28.07.1979, Page 13
Laugardagur 28. júli 1979. Rokkveita ríkisins En hvernig atvikaöist þaö aö hún fór aö leika i kvikmyndum? „Þaö var þannig aö mér og fimm vinkonum minum, okkur þótti asnalegt aö þaö skyldi eng- inn dans vera i Rokkveitu rikis- ins, sem var þá sýnd i sjónvarp- inu. Viö fórum upp i sjónvarp og spuröum hvort viö mættum ekki dansa, og ég var talsmaöur okk- ar. Nú, viö fengum þaö en svo daginn eftir upptökurnar á Rokkveitunni, þá var hringt i mig frá sjónvarpinu og ég beöin aö koma i prufuupptöku i þátt. Ég og ein vinkona min fórum þá niöur i sjónvarp og hittum Hrafn Gunnlaugsson, hann byrjaöi strax og sagöi okkur aö taka fast i hendina á sér, viö ættum aö sýna traust o.s.frv. Svo var ég fengin til aö leika Lillu. Þaö var ofsalega gaman en svolitiö stress. Ég þekkti engan en hinir leikararnir þekktust allir, en þetta var mikiö æft og Hrafn sagöi mér alveg hvernig ég ætti aö vera, svo þetta var allt i lagi.” Hefur þig lengi langaö til aö leika? ,,Já, ég var 8 ára þegar mig fór aö dreyma um aö veröa leik- kona. Svo hef ég leikiö svona smávegis i skólanum, sérstak- lega þegar ég var i tólf ára bekk, þá vorum viö alltaf aö leika.” „Mér kom mest á óvart I sam- bandi viö kvikmyndaleikinn hvaö þetta er mikiö verk, þaö eru fyrst prufur mörgum sinn- um, svo endurtekningar. Þetta er allt gert aftur og aftur.” Finnstér ekkert óþægilegt aö standa fyrir framan myndavél- ar og eiga aö leika? //Ekkert gaman að horfa á sjálfa mig" „Nei, mér finnst þaö ofsalega skemmtilegt. Ég er ekkert feimin svo það er ekkert ofsa- lega óþægilegt. En mér finnst ekkert gaman aö horfa á sjálfa mig i kvikmynd. Mér bara liöur illa, sérstaklega ef ég veit aö mér verður stritt daginn eftir. Eöa þá ég bara hlæ aö sjálfri mér.” Stritt? „Já, mér var mikiö strltt og er enn. Aöallega út af „Undir sama þaki”. Ég var alltaf kölluð Lilla eöa þá þaö var öskraö á eftir mér: „Leikkonan þin!!!” eöa eitthvaö svoleiöis. En ég veit ekkert hvernig ég stend mig. Ég dæmi ekkert um frammistöðuna, ég bara fer þarna og geri þaö sem mér er sagt aö gera.” „Þvælist fyrir" „Óöal feöranna: það er svona týpiskt Island. Þaö er um strák sem lendir I veseni og alls konar i kringum þaö. Ég leik bara smáhlutverk i þvi, dóttur hans Magnúsar (Ólafssonar, útlits- teiknara Visis. Inns. IJ). Ég svona þvælist fyrir og segi öðru hvoru einhverjar setningar. Mér fannst langmest gaman að leika I „Undir sama þaki”, þaö var bara mest skemmtilegt. En þaö tók ofsalega langan tima, bara stutt atriöi þurfti aö taka aftur og aftur. Einsog — Spjaííaö við Þórhöllu Aradóttur, unga en töluvert marg- reynda kvik- myndaleik- konu **Ég þvæíist fyrir og segi öðru hvoru setningar99 „Hún Lilla, sem ég lék í „Undir sama þaki", var svona lítil og ferlega frek stelpa, hún gekk um með derhúfu og öskraði. Svo þegar þættirnir voru sýnd- ir, þá sögðu allir að ég hefði ekkert þurft að leika, ég hefði bara leikið sjálfa mig. En ég vildi nú ekki samþykkja það!" Þórhalla Aradóttir er ung að árum, en engu að siður töluvert margreynd leikkona. Einsog kom fram hér að framan lék hún Lillu í þáttunum hans Hrafns Gunnlaugssonar, Undir sama þaki, síðan hefur hún leikið í „Fálkaþjófunum", sem sýndir voru í Stundinni okkar fyrir nokkru síðan. Og nú tekur Þórhalla þátt í kvikmyndun óðals feðranna. Fálkaþjófarnir, þaö tók ekki nema þrjá daga aö gera þaö, eöa a.m.k. þann hluta sem ég var I, enda var ekkert hljóö i þeim, annars hefði þaö tekiö miklu lengri tima. Óöal feör- anna er tekiö upp viö miklu erfiðari aöstæöur en „Undir sama þaki” og Fálkaþjófarnir, þarna uppi I Borgarfiröi.” Diskó, diskó „Þaö var öskraö: Leikkonan þln!!!” En hver mundu vera þin helstu dundursefni auk leiksins? „Ja, mér finnst ofsalega gam- an aö dansa. Aöallega diskó- dans, ég geri mikiö af því. Svo fer ég á diskótek, aöallega á unglingadansleiki, þvi ég er bara 15, þaö vantar eitthvað meira fyrir krakka aö skemmta sér viö. Ég fer stundum niöur I bæ um helgar, já.stundum á Hallæris- planið en ekki samt alltaf sama rúntinn. Ég fer lika þangaö sem partiin eru, þaö þýöir ekkert „Ég fer þangaö sem partlin eru...” annaö. Einsog um daginn, þá fór ég til Keflavikur.” En hefiröu gaman aö þvi aö horfa á kvikmyndir? „Já, svolitiö. Aðallega hryll- ingsmyndir, annars legg ég varla i aö horfa á þær, annars fer ég svo dálitið á bió. En ekk- ert i óhófi.” Leiklist — er þaö framtföin? „Ja, ég er mikiö aö pæla i þvi aö fara i leikskóla einhvern tim- ann, mig langar ofsalega til þess. En þaö er ekkert pottþétt samt, ég er ekkert búin að ákveöa mig. Ég á nú eftir aö klára gagn- fræöaskólann, svo sé ég til. Ég er lika aö hugsa um aö fara kannski i hjúkrunarbraut viö fjölbrautaskóla. En einsog ég segi, ég er mikiö aö hugsa um leikinn, þaö er svo gaman aö leika. Lika aö iifa sig inn i einhvern annan karakter en mann sjálfan.” „Gaman aö lifa sig inn i annan karakter”. -IJ.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.