Vísir - 31.07.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 31.07.1979, Blaðsíða 14
„Ég hata mánudaga...” -„bess vegna drep éo fðlk” Flmmta aiDýðuding Kínverja vísm Þriftjudagur 31. júli 1979. Irska hljómsveitin Boomtown Rats komst nýlega á topp breska „vinsældalistans” með lag sem heitir „I don’t like Monday s ”. Texti þess fjallar um unga stúlku sem tók sér fyrir hendur að skjóta mann og annan mánudag nokkurn vegna þess að henni var illa við mánudaga. Rifjast nú upp: Brenda Spencer var 16 ára gömul skólastúlka I San Diego 1 Bandarikjunum. Hún var fædd á mánudegi og hataöi eftir þaö mánudaga — þvf hún hataöi lif- iö. Lffsþreytt ung stúlka. Auk þess haföi hún gaman af því aö horfa á sjónvaip og uppáhaldssjónvarpsþátturinn hennar nefndist „SWAT” — þaö er nafn á þeirri deild lögregl- unnar i' Ameríku sem hefur þaö verkefni aö króa af byssubófa og senda þá iöulega til feöra sinna. Þessir þættir enda ávallt meö meiriháttar uppgjöri og skotbardaga milli lögreglunnar og byssubófans. Gegnt heimili hennar var barnaskóli. 29. janúar á þessu ári var mánudagur, þá var mælirinnfullurhjá Brendulitlu. HUn ákvaö aö hefna sin nú aldeilis á heiminum. Eftir aö faöir hennar fór til vinnu tók hún fram stóra riffilinn hans, fór upp á loft og miöaöi á skól- ann þar sem börn voruaö tínast inn. Burton Wragg, 53 ára gamall skólastjóri, var aö koma til vinnu. Brenda skaut — Wragg varö fyrir kUlu i hálsinn og lét snimmhendis lifiö. Brenda hélt áfram aö skjóta. Alls urðu átta börn fyrir kúlum og sífföust mismunandi mikiö. Þau voru á aldrinum 10 til 12 ára. Húsvöröurinn Michael Suchar, 56 ára, varö fyrir milli augnanna, hann liföi þaö náttUr- lega ekki af. Aöur en varöi var lögreglan komin á staöinn — SWAT — deildin. En Bill Kolander lög- reglustjóri var ekki á þvi aö gera árás. Þaö væri máski það sem Brenda vildi helst. Hann Lögreglumenn leiöa Brendu, 16 ára, á brott eftir skotbardaga... labbaöi sér því inn i næsta hUs, hringdi þaöan til Brendu. HUn kom I slmann. „Hvers vegna ég geri þetta? Mig bara langaöi þess...” Svo sagöi hUn honum frá þvi hversu mikið hún hataöi mánudaga. „En Brenda”, spuröi hann, „hvers vegna? Ég á stelpu á þinum aldri og ég er viss um að henni hefur aldrei dottiö þetta i hug!” Þá lagði Brenda á. Eftir klukkustund var faöir hennar mættur. „Brenda, hunangið mitt..” Aftur var skellt á. Löggimann sem Mike Hendersonhét reyndi þá aö tala hana til. „Sko, Brenda. Þetta er ekki einsog I sjónvarpinu. Þetta er alvara. Kannski heldurðu aö ég sé bara gamaldags byssu- lögga. En það er ekki satt!” Brenda svaraði: „Ég hata mánudaga. Ég hata tilfinning- una sem ég fæ á mánudags- morgnum einsog þessum. Heyrðu! Égverö aö hlaupa. Ég er búin aö skjóta fullt af fólki. NUna ætla ég aö reyna aö ná f löggu”. Timinn leiö og ekkert geröist. Lögreglan aöhaföist ekkert en allt nágrennið var rýmt. I einu simtalinu sagöi stUlk- an: „Sko, Henderson. ÞU veist ekkertum mánudaga. Ég ætlaöi bara að hleypa smáfjöri i' þetta allt, og kannski komast I sjón- varpið”. Nú beitti Henderson aldeilis sálfræðinni. „Einhvern daginn, einhvern mánudaginn, mun góö stúlka eins og þú finna þér góðan strák sem fær þig til aö gleyma aö mánudagar hafa nokkru sinni verið til”. Þetta dugði þótt ótrúlegt megi virðast. Brenda var enda oröin svöng og þreytt, búin aö standa i þessu I sex tima samfleytt. „Ökei”, snökti hún, „ég vil bara komast héöan...” NU sitja lögfræöingar á rök- stólum og reyna aö komast aö niöurstööu um þaö hvaö gera eigi við litlu stUlkuna sem hat- aöi mánudaga... í Kina er til þing nokkurt sem heitir svo mikið sem Alþýðuþing- ið. Er það kvatt saman öðru hvoru og ætlað að taka mikilvægar ákvarðanir um hin og þessi mektarmál. Hiöfimmta þeirra var nýlega haldiö og gefnar tölur um hlut- fall ýmissa atvinnugreina meö- al þingfulltrUa. Alls voru þing- fúlltrúar 3497, sagt var að þeir heföu átt aö vera 3500 en komist heföi veriö að þeirri niöurstööu aö 3 þeirra væru ekki nógu staö- fastir i trúnni og þeir sendir heim. Af þessum 3497 voru 935 titl- aöir verkamenn (26.7%), 720 vorubændur (20.6%), 505 komu úr hernum (14.4%), 468 Ur Flokknum (13.4%), 523 voru menntamenn (15%), 311 voru titlaöir „fööurlegir persónuleik- ar” en átt mun viö einhvers konar öldunga, þaö voru 8.9%. 35 eöa 1% voru siðan Ki'nverjar sem snUiö höföu heim frá Ut- löndum. Hvar er Pétur sjómab- ur?? „Ó, þá náö aö eiga Maó...” sandkorn Sigurveig Jónsdóttir skrifar Bitllngar og skattar Þaö eru fleiri en Ellert Schram, sem vilja þreifa á þjóöarpUIsinum meö þvi aö fara á sjóinn I sumarleyfinu. Mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, er um þessar mundir háseti á togaranum Snorra Sturlusyni og þykir þar sæmilega nothæfur til vinnu, eftír því sem Sandkorn hefur fregnaö. Skyldi Jón Baldvin vilja meö þessu sýna, aö fieiri geti stundaö sjóinn en Ihalds- menn? Eöa er feröin hugsuö sem áróöurstæki fyrir næstu kosningar? En ef til vill er engin djúp pólitisk ástæöa fyrir þeirri tilviljun aö báöir mágarnir skuii fara til sjós sama sumariö. Vel má vera, aö hér sé aöeins á feröinni svo- litill fjölskylduleikur. Ellert ÁSJð Eftir Utkomu skattskrárinn- ar i Reykjavlk hefur margur svitadropinn lekiö af skatt- greiöendum. Rannsóknar- blaöamenn bæta þar ekki úr skák meö sifelldum uppljóstr- unum sinum um framlag borgaranna til sameiginlegs rekstors. Sú var tíöin aö hæstu skatt- greiöendurnir voru stoltir af sinni byröi, þótt þung væri og aöeins þeir skattlausu sáu ástæöu til aö skammast sin. Aörir voru látnir i friöi. Þaö heyrir nú alit saman sögunni til. Þeir, sem hæstu skattana bera, hlaupa flestir I felur á meöan skattæsingur blaöamanna gengur yfir, eins og eltingarieikurinn viö Pálma I Hagkaup erdæmi um. En rannsóknin nær ekki lengur aöeins tilskattkónga og skattlausra tannlækna. Skatt- ar eru afstæðir eins og annaö i heimi hér. Nýjasti togarasjó- maöurinn i alþingismanna- stétt taldi sér skylt aö útskýra á prenti aö bitlingaleysi heföi orsakaö hina lágu skatta hans. Og nú blðum viö spennt eftir útskýringum annarra fulltrúa þjóöarinnar á háu sköttunum! Jón Baldvin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.