Vísir - 31.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 31.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR ÞriOjudagur 31. júli 1979. Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: úiafur Ragnarsson Hö^ður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson,, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjarfan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. ■Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 sfmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 3.500á mánuði innanlands. VeríT lausasölu kr. 190 eintakið. „Prenlon Blaðaprent h/f Endurnýiun flotans án stækkunar Móta þarf stefnu varöandi endurnýjun fiskiskipaflotans hægt og sígandi, svo aö ekki komi tii þess aöeinn góöan veöurdag veröi aö kaupa nýjan flota á einu bretti. Þótt flestir, sem um sjávarút- veg fjalla, séu sammála um að f iskiskipaf loti okkar sé of stór þessa stundina, hefur synjun Kjartans Jóhannssonar, sjávar- útvegsráðherra við kaupum tveggja togara frá útlöndum valdið miklu f jaðrafoki. Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, hafði fyrir sitt leyti veitt heimild til þess, að greitt yrði fyrir þessum skipakaupum, en Kjartan Jóhannsson varð ókvæða við, er Svavar lýsti yfir sam- þykki sínu við skuttogarakaupin á ríkisstjórnarf undi. Innan þriggja tíma frá því að ríkis- stjórnarfundinum lauk hafði Kjartan samið og gefið út reglu- gerð, sem færði honum æðsta vald varðandi innflutning skut- togaranna og sló þar með öll vopn úr höndum viðskiptaráðherrans. Svavar lét sig hafa það, og fór bará i sumarfrí, en ráðherrar í alvörulöndum hefðu sennilega sagt af sér við svo búið. Gifurlegur bægslagangur hef- ur verið í tveimur dagblaðanna vegna þessa máls. Ýmsum hefur komið á óvart, að það skyldu verða Þjóðviljinn og Morgun- blaðið, sem sameinuðust um að taka Kjartan á beinið. Síða eftir siðu hefur verið birt með viðtöl- um og yfirlýsingum manna, sem eru furðu lostnir yfir ákvörðun Kjartans og hafa útgerðarsósíal- istar í Neskaupstað ekki síst átt upp á pallborðið hjá Morgunblað- inu i þessu togarastríði. Þegar mið er tekið af því afla- magni, sem okkur er talið vera óhætt að draga úr sjó, án þess að ganga of nærri f iskistofnum okk- ar, er mjög eðlilegt, að stjórnvöld hafi þá meginstefnu, að fiski- skipaflotinn sé ekki stækkaður. Að því leyti eru viðbrögð Kjart- ans skiljanleg. Aftur á móti verður ekki hjá því komist, að láta fara fram einhverja endurnýjun flotans, til þess að koma í veg fyrir, að hann úreldist allur á sama eða svipuð- um tíma. Þetta tvennt er snúið að sam- eina svo að vel fari og kaup á tveim nýjum skuttogurum er erfittað leyfa, þegar fyrir liggja beiðnir um innf lutning 20 togara. Þótt sagt sé, að gömlu skipin muni verða seld úr landi, og ekki f jölgi í raun í skipaf lotanum, er óvarlegtað trúa því eftir könnun Vísis á dögunum, sem sýndi, að reglur eru þverbrotnar og skip, sem skylt er að selja úr landi, fara einungis yfir á næstu höfn. Slíkt verður að stöðva. Brýnt er nú, að ríkisstjórnin móti ákveðna stefnu varðandi endurnýjun skipaflotans, þótt hún sé sammála um að hann megi ekki stækka. Þar þarf meðal annars að kveða á um við- hald og smiði skipa hér innan- lands til þess að skapa innlendum skipasmíðastöðvum verkefni. Ef ekki verður miðað að endur- nýjun flotans hægt og sígandi getur f arið svo, að við verðum að endurnýja hann allan aftur á einu bretti eins og gerðist fyrir fáeinum árum. Undirbúningur fyrir komu víetnamska flðtlafólksins í fullum gangl: SNARA KYHNINGARBÆKUNGI UM ÍSLAND A KfNVERSKU Fulltrúar Rauöa krossins fara tii Malasiu seinni hluta ágústmánaöar. Myndin er af flóttafólki frá Vfetnam. ,,Ég legg liklega af stað héðan 22. ágúst til eyjarinnar Pulan Bidon, sem er skammt undan hafnan borg höfuðborgar Malasiu, Kuala Lumpur, en þar eru nú þrjátiu þúsund flótta- menn frá Vietnam i búðum. Þann 13. september snúum við aftur með þá flótta- menn sem valist hafa til Islandsfararinnar’ ’ sagði Bjöm Þórleifs- son, félagsráðgjafi hjá Rauða krossi íslands, i samtali við Visi. Bj(M-n fer viö annan mann til Malasiu, en ekki hefur enn veriö ákveöiö hver þaö veröur. Eins og kunnugt er setti rlkisstjórnin þaöskilyröi fyrir viötöku flótta- manna, aö um yröi aö ræöa heilar fjölskyldur, og allar af sama þjóöerni. ,,Viö munum kynna landiö fyrir þeim, sem fullnægja skilyröunum, til þess aö f jölskyldurnar geti valiö um, hvort þær vilji flytjast hingaö” sagöi Björn. Undirbúinn hefur veriö hlutlaus kynningarbæk- ingur, sem nú er veriö aö snara yfir á kínversku fyrir okkur I Danmörku. Þennan bækling munum viö hafa meö okkur, og auk þess „slides” myndir, og jafnvel einhverjar kvikmyndir, ef unnt er”. Aö sögn Bjarnar veröur lagt af staö 12. september frá Malaslu meö flóttamennina, og flogiö hingaö i einni lotu. „Þegar viö fórum aö athuga meö flug, kom I ljós aö allt var fullbókaö, enda eru fluttir um þúsund flóttamenn á dag frá Kuala Lumpur” sagöi Björn. „Hins vegar átti Flótta- mannahjálp Dana heilmikiö af bókunum, og lét hún okkur fá nokkur pláss þennan dag.” Rauöi krossinn er nú aö reyna aö finna hentugan staö þar sem flóttafólkiö geti dvalist fyrst eftir komuna. „Aö sjálfsögöu veröur þaö aö byrja á aö gang- ast undir gaumgæfilega læknis- skoöun. Hálfum mánuöi eftir komuna veröur svo byrjaö aö kenna þvl islensku. Þess hefur veriöfariö á leit viö Námsflokka Reykjavikur, aö þeir taki aö sér kennsluna, og er Guörún Halldórsdóttir, skólastjóri, aö athuga möguleikana á þvi” sagöi Björn. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.