Vísir - 31.07.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1979, Blaðsíða 3
Þri&judagur 31. júli 1979. 3 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS HERÐA INNHEIMTU: SllfiUR- UQ AUSTUR- LAHD í SMASJANHI „Við höfum hert mjög allar innheimtuaðgerð- ir,” sagði Snorri Welding, innheimtustjóri hjá Rafmagnsveitum rikisins, i samtali við Visi. 1 gær rann út frestur á greiðslum vanskila á Snæfells- nesi og kom það mikið til skila, að ekki þurfti að gripg til lokun- araðgerða. A næstu dögum verða Rangárvalla- og Árnes- sýslur teknar til sérstakrar út- tektar hjá Rafmagnsveitunum og eru lokunaraðgerðir að hefj- ast þar og hjá orkukaupendum Austurlandsveitu. A landinu öllu námu gjald- fallnir raforkureikningar 725 milljónum króna 26. júli sl. Þar af höfðu 145 milljónir verið greiddar á föstudaginn, eða um 20%. 1 gær innheimtust hátt i 40 milljónir króna og eiga Raf- magnsveitur rikisins þvi nú úti- standandi um 540 milljónir. — SJ. Virti ekki blðskyldu Arekstur varð á Hamraborgarbrúnni i Kópavogi iaust fyrir kiukkan átta i gærmorgun. Fólksbifreið sem ók suður Hafnarfjaröarveg virti ekki biðskyldu við brúna með þeim afleiðingum að bifreið sem var á leið vestur veginn frá kirkjunni ók inn i hliö hennar. Volkswagenbif- reiðin skemmdist nokkuö og var ökumaður fluttur á slysadeild með litilsháttar skrámur i andliti. -Sv.G./Vísismynd: Þ.G. SAFNVðRÐUR KAHN- Afil REINAFUNDINN „Guömundur Ólafsson, safn- vörður, fdr norður á vegum Þjóö- minjasafnsins og kannaöi sér- staklega beinafundinn viö Þela- merkurskóla”, sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður, f viðtali viö Visi I morgun. Eins og Vlsir skýrði frá I gær fúndust bein um 50 manna, þegar fariðvarað grafa fyrir húsgrunni fyrir nýbyggingu við skólann. Þór sagði, að ekki væri venja I slikum tilvikum að taka beinin. Nú mun ákveöið að fyrirhuguð nýbygging verði ekki reist á þeim stað.þar sem beinin fundustogfá þau þvi að vera I friði áfram. E.S.J. Eftir að nýskipaður sendiherra Júgóslaviu, hr. Dzon Siroka, hafði afhent Kristjáni Eldjárn trúna&arbréf sitt, þáöi hann boö að Bessastöð- um, og var þessi mynd tekin við þaö tækifæri. Meðal annarra við- staddra var Kjartan Jóhannsson, en hann gegnir störfum utanrikisráð- herra i fjarveru Benedikts Gröndal. Jón L. Arnason —ernú I öðru sæti á Noröurlandamótinu. Jön L. I ööru sæli Jón L. Arnason er nú I 2.-5. sæti á Noröurlandamótinu I skák, sem fer fram i Sviþjóð. Hefur Jón 3 1/2 vinning eftir 4 umferðir en efstur er Sviinn Niklasson. Bragi Halldórssonog AsgeirÞ. Arnason eru, ásamt öðrum, i 5.-10. sæti með 3 vinninga. Eftir 3 umferðir á heimsmeist- aramóti unglinga i Skien í Noregi hefir Margeir Pétursson hlotið 1 1/2 vinning. í fyrstu umferð tap- aði Margeir fyrir Kinverjanum Ma Hongding, sigraði Ahmed Saeed frá Sameinuðu furstadæm- unum i næstu oggerði jafntefli við Lau frá Vestur-Þýskalandi í 3ju umferð. Tefldar verða 13 umferð- ir. -IJ. Leiðrétting Ranghermt var I frétt VIsis i gær um ölvaöa ökumenn i Hafn- arfirði, að þeir hefðu lent utan vegar eftir eltingarleik við lög- regluna. Hiö sanna er að piltarnir óku útaf án þess að nokkur elting- arleikur heföi þar átt sér stað. Er lögreglan I Hafnarfirði beðin vel- virðingar á þessum mistökum. INPKAj Utsalan hefst á morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.