Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 8
VÍSIR Laugardagur 18. ágúst 1979 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjbri: Davifi Gufimundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreifisla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánufii innanlands. Verð i lausasölu kr. 180 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f Nu er abyrgðin okKar Norsku loönuskipin landa nú afla sinum og fiskimjölsverksmiðjur f Noregi bræöa af krafti þessa dagana. Nú er rööin komin aö islenskum loðnusjómönnum, en mikiö er I húfi aö veiöar þeirra veröi innan þeirra marka, sem fiskifræöingar telja skynsamleg. Norskir og íslenskir fiskifræð- ingar hafa orðið sammála um það eftir síðustu loðnurannsóknir að íslenski loðnustofninn þoli síst meiri veiði, en áður hafði verið talið skynsamlegt að leyfa, en það voru 600 þúsund lestir, á sumar— og vetrarvertíðinni. Þótt þrjóska sé hlaupín í norska loðnusjómenn verðum við að vona, að norskum stjórnvöld- um takist að takmarka veiðar þeirra við 90 þúsund lestir, eins og fyrirhugað er. Mikið er því í húfi, að íslensk stjórnvöld sjái til þess að íslenski veiðiflotinn fari ekki fram yfir þau mörk, sem okkur eru ætluð ásamt Færeyingum, á næstu tveim vertíðum. Við verðum að sjá til þess, að farið verði að ráð- um fiskif ræðinga í þetta sinn. Ljóst er að menn eru að vakna til vitundar um, hve mikilvægt er að fara að öllu með gát og f lana ekki að neinu varðandi loðnu- veiðarnar, ef við eigum að vera vissir um að hægt verði að fara á loðnuvertíðir í nánustu framtíð. ( því sambandi ber að f agna at- hugunum, sem nú er verið að gera fyrir tilstilli sjávarútvegs- ráðuneytisins á því, hvernig hag- kvæmast sé að stunda loðnu- veiðar á miðum hér við land. Þessar athuganir og útreikningar fara fram í samvinnu við vísindamenn og hagsmunaaðila og verður meðal annars reynt að vega og meta kosti og galla þess, að úthluta hverju veiðiskipi á- kveðnum aflakvóta. Björn Dagbjartsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Vísi í fyrra- dag, að almennt kæmi kvóta- skipting réttlátar niður og skip- stjórum væri í raun í sjálfsvald sett, hvenær þeir veiddu sinn hluta loðnuaflans. Veiðarnar yrðu því ekkert happdrætti leng- ur þar sem menn gætu skipulagt þær með tilliti til hagkvæmni og vissu að hverju þeir gengju. Aftur á móti sagði Björn að samkeppnin leiddi til þess að menn færu 250 mílur norður í haf til veiðanna, en með kvótaskipt- ingu yrði hægt að bíða með veiðarnar þar til loðnan kæmi miklu nær landinu. Forvitnilegt verður að sjá niðurstöður þeirra aðila, sem nú kanna rök með og á móti kvóta- skiptingu, og aðrar leiðir varð- andi veiði á því loðnumagni, sem í okkar hlut kemur. Sérstök ástæða er til þess að minna á þann stóra galla á kvóta- fyrirkomulaginu, að það kemur í veg fyrir að góðir aflamenn með vel búin skip fái að njóta sín til f ulls. íslenskir loðnusjómenn hafa beðið þolinmóðir í höfnum undanfarnar vikur eftir leyfi til þessað hef ja veiðarnar, á meðan Norðmenn hafa dælt upp sínum 90 þúsund tonnum í Norðurhöf- um. Vísir óskar þeim góðs gengis á loðnuvertíðinni sem i hönd fer. pistiHim Axel Ammendrup skrifar: Krossá - hvaö er ná haö? „Krossá, maöur. Ætlaröu aö drepa þig, eöa hvaö? Veistu ekki hvaö margir hafa drukkn- aö í Krossá: Aö fulloröinn maöur skuli vera svona óþrosk- aöur. Lestu ekki blööin, eöa hvaö? Hvers vegna feröu ekki bara til Þingvalla? Þetta er sýnishorn af skráö- um viöbrögöum viö þeirri yfir- lýsingu minni, aö ég ætlaöi aö berja ólýsanlega náttúrufegurö Þórsmerkur augum. Þangaö haföiégekki komiö i rúm tólf ár og í eina skiptiö, sem ég kom þangaö, var þaö svo snemma árs, aö gróöur varekkifarinn aö taka viö sér. Þaö var þvi sannarlega kominn timi til aö endumýja kynnin viö þjóögarö- inn og þar sem undirritaöur átti torfærubll, var ekki eftir neinu aö biöa. Ættingjar minir og samferöa- manna minna tilvonandi héldu uppi stööugum áróöri gegn Krossá. Ain, sem ég minnist Ur æsku sem vingjarnlegrar og hættulausrar sprænu (þaö var snemma vors), var nú oröin aö sliku beljandi stórfljóti, aö Þjórsá, Hvltá og Jökulsá á Fjöllum til samans heföu getaö fariö heim og lagt sig. Viö vfsuöum öllum stóryröum á bug. Flest eöa öll slysin I Krossá hafa jú oröiö vegna glannaskaps og óaögæslu. Föstudagurinn, þegar feröin skyldi hafin, rann upp. Veöriö var fagurt, sólskin og lygnt. Þaö var erfitt aö sitja inni á loftlaus- um ritstjórnarskrifstofunum. Vinnudegi lauk og timi kominn til aö leggja upp. Þaö segir ekki af ferö okkar fyrr en viö erum komin drjúgan spotta inn á Þórsmerkuraf- leggjarann, nema hvaö á Hellis- heiöi kom þoka og rigning til móts viö okkur. Þokan hvarf er Hellisheiöinni sleppti, en rign- ingin hélt tryggö sinni viö okkur þar til viö komum aftur til Reykjavikur. A Þórsmerkurafleggjaranum mættum viö Bronco-jeppa, sem var á leiö i gagnstæöa átt. Komiö var þreifandi myrkur og þvi öruggara aö stoppa öku- manninn og spyrja hann um ástand vega og vatna. Sá svaraöi, aö allar árnar væru hreinn barnaleikur, nema Krossá. Mikill vöxtur var kom- inn I ána og hann átti I erfiöleik- um meö aö komast yfir, vatn haföi flætt inn i bilinn. Hinar árnar voru hins vegar barna- leikur. Vöxturinn i ánni var skýröur meö rigningunum og miklum hita, sem veriö haföi I „gær” (annars einkennilegt, aö þaö er sama hvert á land maöur kemur, alltaf var hlýtt og gott veöur i' „gær” eöa daginn eftir aö maöur var þar). Jæja, viö ætluöum hvort eö var ekki yfir Krossá um nóttina, viö ætluöum aö tjalda inn viö svokallaöa Bása, en Básar eru „okkar” megin Krossár. Viö ókum yfir smálæki og pytti og vorum sammála Broncomanninum I þvi, aö árnar væru barnaleikur. Viö vorum farin aö skyggnast um eftir Krossá og Básum, þegar allt I einu opnaöist fyrir okkur mikiö jökullón. Sökum þess hve dimmt var oröiö, sáum viö lóniö og jökulinn varla fyrr en viö vorum komin ofan I lónið. Þaö virtist engin leiö yfir — straumþungt og glæfralegt vatnsfall á aöra hönd en stöðuvatn, Isjakar og jökull á hina. Meö þvi aö -skyggnast um vel og lengi með hjálp bílljós- anna og vasaljóss, sáum viö hvar hjólför komu upp úr lón- inu, hinumegin viö þaö. Þetta var alveg á mörkum árinnar straumþungu og stööuvatnsins meö ofvöxnu ismolunum. Viö lögðum I stööuvatniö og allt gekk vel, þar til viö náöum vatnsfletinum. Vatniö náöi strax upp aö huröum. Svo fór framendinn ofan i hyl og bílljós- in lýstu ekki annaö upp en mjólkurhvitt vatnið. En allt fór vel aö lokum, annars heföi ég ekki getaö skrifaö þessa rómatisku ferða- lýsingu. Billinn fór létt (þannig lagaö) með iskælda stööuvatniö og lyfti sér laglega upp á bakk- ann hinumegin. „Erum viö ennþá lifandi”, sagöi einn samferöamaÖurinn. „Ef þetta á að teljast barna- leikur, þá list mér ekki á Krossá”. Morguninn eftir ætluöum viö aö leggja I Krossá. Viö tókum upptjöldinog ókum aðánni. Viö fylgdumst þar meö þvi hvernig aörir bilar færu yfir ána og gerðum svo alvegeins. Auövelt. Svo þetta var þá allt og sumt! Krossá var þá mun auöveldari en jökullóniö! Skálavörðurinn sagöi mér, aö slysin I sumar heföu öll oröiö vegna vangæslu eða af klaufaskap. Fyrr um sumarið voru til dæmis einir tiu jeppar i þrautakóng i ánni. Sá, sem festisig varöaö fara aftast I rööina. Viö kviöum ekki morgundeg- inum, þó viö þyrftum aö fara aftur yfir Krossá. Viö tjölduöum og notuöum góöan dag til náttúruskoöunar og andlegrar hvildar. Morguninn eftir vöknuöum viö viö notalegt hljóö sem kemur þegar regndropar falla á tjald. Viö ætluöum aö fara i I langa gönguferö og leggja,'seint af staö heim. Ég gekk niöur aö hreinlætisaöstööunni til aðskola af mér stirurnar. Frá hrein- lætisaöstöðunniséstyfirvaöið á Krossá. Ég leit þangað I gamni , en þar mætti mér allt annaö en skemmtileg sjón. Ain haföi vaxið gifurlega um nóttina og breytt sér. Þarna var fjöldi jeppa og manna, en þeir siðar- nefndu gengu fram og til baka á árbakkanum og skimuöu út yfir ána. Þarna mátti lika sjá Broncojeppa, sem var eitthvaö skelfing afturlágur. Hásingin haföi brotnaö úti I ánni og billinn missti undan sér afturöxulinn og hjólin. Þaö voru fjórir i bilnum og einn þeirra haföi næstum fariö sömu leiö og hjólin þegar hann ætlaöi aö festa taug i bilinn. Þaö bjargaöi honum aö hann hélt I taugina. Billinn haföi svo veriö dreginn I land og nú var veriö aö leita aö nýju vaöi yfir ána. Ég er ekki morgunhress maöur aö eölisfari en þennan morgun haföi ég vaknaö til llfs- ins, fullur lifsgleöi og vona. Viö þessa sjón hrundi heimur minn hins vegar til grunna. Hvern sjálfan fjárann var ég aö flækj- ast upp i óbyggöir til þess eins að láta ómerkilega á eyöileggja fyrir mér bilinn? Ég hefði heldur átt að fara til Þingvalla — eöa bara aö vera heima. NU voru allar náttUruskoöanir úr sögunni. Nú var bara aö komaséryfirbölvaöa ána, en fá sér stuttan, en afdrifarikan sundsprett ella. Til öryggis var taug fest I bil- inn minn og hinn endinn var festur iaflmikinn jeppa, sem fór tafarlaust út I ána. Hann komst yfir án teljandi erfiöleika, en assviti var áin annars djUp og straumhörö. Nú var komið aö okkur. Jeppinn á hinum bakka árinnar fór af staö og taugin hertist og taugar okkar herpt- ust. „Stopp, stopp”, kallaði sam- feröarmaöur minn. „Þetta er brjálæöi! Billinn veltur bara!” Mikið var ég feginn þvi, að ein- hver skyldi koma þvi upp, sem mér var efst i huga. Við fórum út úr bilnum og spuröum viö- stadda, hvort ekki væri til auð- veldari leið. Eins og til dæmis yfir jökulinn. Eftir miklar fortölur settumst viöinn i bilinn aftur. „Akiö ská- halt með straumnum og stefniö á vöröuna þarna”. Nú uröu hundruö áhorfenda vitni að þvi þegar ég snaraöi bHnum i gir og lagði i sjálfan höfuöóvin Þórsmerkurfara. „Er billinn i fyrsta gir? Ertu meö hann i lága drifinu? Beygðu þama”, sagöi sam- feröarmaöur minn og tók I stýriö. Ég baröi á höndina og hélt minu striki. Ég tók eftir þvi, aö þaö strikkaöi ekki á tauginni og sá siöan ástæöuna. Þaö var langferðabill fyrir framan afl- mikla jeppann og hann gat þvi ekki farið neitt. Viö vorum al- gerlega upp á sjálf okkur kom- in! En bíllinn komst þetta, öslaöi ána hægt, en örugglega. Tor- færutrölliö mitt lét ekki aö sér hæöa. ó, hvað ég elska bilinn minn! Þaö sem eftir var leiöarinnar gekk allt auöveldlega. Áin úr lóninu var engin hindrun og menn voru hættir aö spyr ja um flothæfileika Lada-jeppans — hann var orðinn jeppi meö jepp- um. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.