Vísir - 18.08.1979, Síða 9
VÍSIR
Laugardagur 18. ágúst 1979
9
1
__ SSSíSSíSMlpaaS&SwsJ
Vissulega eru þetta ekki „þvottekta” vikingar, enda óhægt um vik aö afla mynda af þeim. Hins vegar
gefur klæöaburðurinn nokkra mynd af þeim fatnaöi, sem vikingar klæddust.
VÍKINGAR (
AUSTURVEGI
— OG SPORIN, SEM FERÐIR ÞEIRRA
ÞANGAÐ SETTU Á ÍSLENSKAN
SAGNAHEIM______________________________
Vikingar — en það voru einkum Sviar, sem héldu þangað, — urðu að
heyja harða bardaga á ferðum sinum í Austurvegi. En að lokum komust
þeir til Konstantinópel, sögurikrar höfuðborgar. Þeir skildu eftir sig spor,
sem rekja má alla leið inn i sagnaheim íslands. Nýlega er komin út bók á
ensku, um ferðir vikinganna i Austurvegi.
Grikklands.svo fjarlægt land
sem þaö nú er, verður oft vart á
rúnasteinum okkar. Venjulega
er það i sambandi við mann,
sem borið hefur beinin i landi
Grikkja. Aðrir steinar minna á
menn sem verið hafa Grikk-
landsfarar og stýrt hafa skipum
sinum til griskra hafna. Oft
virðast pilagrimar til Jórsala,
hafa valið eystri leiöina. Viö
Brúarbæ eru tveir steinar sem
herma frá þvi, aö Eysteinn hélt
til Jórsala og dó I Grikklandi.
Hinn kunni sænski rúnafræð-
ingur, Sven B.F. Jansson hefur
gert grein fyrir þrjátiu steinum
i Sviþjóö, þar sem getið er lands
Grikkja. Um leið fullyrðir hann,
að landsins sé yfirleitt ekki getið
á dönskum eða norskum rúna-
steinum. Að fara eystri leiðina
til Grikklands á vikingatimum
var greinilega fyrst og fremst
Svium mikilvægt.
Kaupmenn og Væringjar
Þegar forfeður okkar ræddu
um Grikkland, áttu þeir við allt
hiö mikla aust-rómverska riki.
Þangað héldu þeir sem kaup-
menn, en einnig til ,þess að
ráöa sig I Væringjasveit keis-
arans I Konstantinópel. „Rún-
irnar lét Rögnvaldur rista.
Hann var i Grikklandi. Hann
var yfirmaður hersveitarinn-
ar ”, segir Rögnvaldur dálitið
upp með sér, I rúnum á Eds-
kirkjustig fyrir norðan Stokk-
hólm. Herþjónustan hjá keisar-
anum var svo algeng, að hennar
er getið I fylkislögum okkar.
Enginn mátti heimta arf i Svi-
þjóð meðan hann var i Grikk-
landi, stendur i Gömlu-Vest-
Gautalögunum.
Mikilvægar og viðburðarikar
ferðir vikinganna i Austurvegi
hafa hingað til verið vanræktur
þáttur i enskum bókmenntum.
Nú hefur verið bætt úr þessu
með ýtarlegri lýsingu eftir Dr.
Hilda Ellis Davidson við háskól-
ann i Cambridge „The Viking
Road to Byzantium”, (Allen
Unwin, London). Höfundur hef-
ur áður orðið kunnur fyrir verk
um guði og goðsögur viking-
anna. Bókin byggir á fræðiiðk-
unum I Tyrklandi, Rúmeniu og
Búlgariu og á viðamiklum bók-
menntum. Hún er geysimikið
rannsóknarafrek, sem snertir
öll svið er varða ferðir viking-
anna i Austurvegi.
1 fyrsta kafla ræðir Éllis .
Davidson um verslunarleið-
angra norðurlandabúa. Eins og
fornfræðingar hafa sýnt fram á,
hófst verslun okkar I Austurvegi
löngu fyrir vikingaöld. Ferða-
mörk Svia og Gota voru Finn-
land og Eystrasaltslöndin til að
byrja með. Sfðar leituðu þeir
lengra austur til rússnesku
fljótanna, og eftir þeim fóru
þeir, versluðu, herjuðu og
rændu samtimis. Eins og flestir
aðrir fræðimenn, litur Ellis
Davidson svo á, að það hafi ver-
iö Sviar, sem földu sig bak við
nafnið Rússar — þjóð kaup-
manna og ævintýramanna, sem
tilbaö trjáguði sina, stofnaði ný-
lendur og markaðsþorp með-
fram fljótunum, Af þeim uröu
Novgorod (Hólmgarðar) og
Kiev (Kænugarðar) kunnastir.
Þrælaverslun
í Rússlandi heimtu Sviar
þær vörur, sem þá vannagaði
um. Mikilvægastar þeirra voru
safalaskinn og önnnur grávara.
Þá má ekki gleyma þrælunum.
Þrælaverslun var leyfileg I
heimi vikinganna, en Ellis
Davidson hefur ekki trú á þvi,
að norðurlandabúar hafi getað
flutt mikið af þrælum á litlum
vikingabátum f hinum erfiðu
fljótaferðum. Verð á ungum
þrælum og hraustum var æði
hátt á mörkuðum, og norrænu
kaupmennirnir viröast I þessu
efni hafa miöað meira viö gæði
en magn.
Vikingarnir uröu að erfiða
lengi til þess að ná markmiði
sinu. Þeir drógu báta slna milli
fljótanna og hættu sér niður
fossana sjö I Dnjepr. Að lokum
komust þeir alla leið til Svarta-
hafs og fengu byr I segl. Þeir
stýrðu inn i Bosporus (Hellu-
sund) og allt i einu blasti Kon-
stantinópel við sjónum þeirra.
Það hlýtur að hafa verið stór-
kostleg sjón að sjá þessa risa-
vöxnu borg risa úr hafi, með
háa múra og gyllt þök, ljómandi
hallir, minnismerki og kirkjur.
Þeir kölluöu hana Miklagarð
borgina stóru. Frægð hennar og
sagnir um hana náðu alla leið til
sagnaritara á islandi.
Ellis Davidson leggur mikla
áherslu á tengsl vikingaheims-
ins og Byzans. Sýnir og sagnir
af borginni miklu fluttu norræn-
ir menn heim með sér og ef til
vill veittu þeir Islensku skáldun-
um, sem lýstu trú síðvlkinga-
aldar, innblástur. Þegar þau
lýstu Asgarði, borg guöanna,
sem röð glæsilegra halla, um-
luktum firnamiklum múr, geta
þau hafa haft Miklagarö i huga.
Og þegar skáldið i Eddu-kvæð-
inu Grimnismál kveöur um Val-
höll með hundruð dyra, sem
striðsmenn óðins ganga út um i
lokabardaga viö úlfinn, er fyrir-
myndarinnar ef til vill að leita i
hinum stórkostlega paðreim i
Konstantinópel.
Viðhafnarmiklar guðsþjón-
ustur, skrúðgöngur og gullgljá-
andi steintiglar i byzönsku
kirkjunum hafa getað á sama
hátt vakið innblástur aö nor-
rænum kvæðum. Skáldin Iklæða
guði sina'skrautlegum búning-
um og ljómandi djásnum, láta
þá drekka úr gullskálum og
þekja veggina I höllum þeirra
gulli og silfri.
Griski eldurinn
Allt þetta eru tilgátur einar,
en það er aðrar kvikur aö finna i
norrænum sögum, sem byggja
beinlinis á reynslu frá Byzans.
Eitt af tæknilegum furðuverk-
um, sem vlkingarnir komust
þar i snertingu viö, var griski
eldurinn. Hann var hræðilegt
vopn, seigfljótandi vökvi úr
nafta, kvoðu og brennisteini,
sem notaður var i sjóorustum og
spýtt var gegn óvinunum með
einskonar sprautuflösku. Frá-
sagan um drekann eldspúandi I
Bjólfskviðu byggir á sannleiks-
kjarna.
Við lesum um griska eldinn I
þættinum af Ingvari viðförla.
Ingvar og menn hans eru á leið
niður eftir Volgufljóti, þegar
eldi er varpað allt I einu að
þeim frá báti, sem er falinn i
reyrþykkni. Það kviknar i ein-
um af bátum Ingvars og hann
brennur til ösku. En Ingvar,
sem hefur veriö varaður við
býst til bardaga. Hann varpar
skoteldi, sem biskup einn hefur
blessað, og sigrar aö lokum og
eyðir svo þvl „djöfuls fólki” viö
hjálp eldsins.
I Byzans kunnu menn llka skil
á leyniverju gegn eldinum. Það
voru föt, gerð úr asbesti og silki,
sem ofin voru og talin geta
verndað menn fyrir eldi og
vopnum. Það er ekki sennilegt
að vlkingarnir hafi lært þennan
vefnað, en fréttin um þessi
ágætu klæði barst til Norður-
landa og blandaðist saman við
þjóðsögur. Skyrtan, sem ekki
bitu vopn, var vinsælt efni i nor-
rænum sögum. Sagt er um
Ragnar Lóðbrók að engin vopn
bitu skyrtu hans, hún hlifði hon-
um og um stund, eftir að honum
haföi verið varpað i ormagarð.
Andatrú
A feröum sinum i austurvegi
komust. vikingarnir i snertingu
við margar aðrar minni meön-
ingarþjóöir, sem iökuðu margs-
konar andatrú. Ellis Davidson
grunar að það hafi verið fyrir
þessi kynni, að Islendingasög-
urnar fengu sitthvað að láni frá
andatrú. 1 Eirik'ssögu rauða
rekumst við á spákonu, konu
sem gædd var þeim hæfileika að
segja fyrir um framtiðina. Rit-
höfundurinn lýsir sérstökum
klæðnaði hennar og framkomu I
svo lifandi máli og nákvæm-
lega, að hann hlýtur sjálfur aö
hafa verið viðstaddur andasær-
ingar meðal lappa eða þjóða
trúlega enn lengra i austurátt.
Með ferðum vikinganna hlaut
gamli norræni heiðindómurinn
aukinn kraft úr austri. Einkum
er þetta greinilegt hvað Óðins-
dýrkuninni við kom, en hann
var æðsti guð Asa. Ellis David-
son telur gotlenska myndsteina
mikilvæga þvi til sönnunar. Þeir
voru reistir endur fyrir löngu I
stórum stil til minningar um
dauða menn, og ef til vill kunna
þeir eins og rúnasteinarnir að
segja dálitið um lif hinna dauðu.
En ef svo er, aö þeir eigi að bera
boðskap, þá er úr þvi sem komiö
er ómögulegt að skýra hann.
Riddarinn og konan
Einn atburður kemur oft I ljós
á steinunum. Viö sjáum striðs-
mann á hestbaki og konu, sem
lyftir horni. A sumum er aöeins
striösmanninn að finna á öör-
um aðeins konuna. Allt bendir
til þess að myndin eigi að tákna
fallna hetju, sem heldur inn I
riki Óðins og er boöin velkomin
af valkyrju, sem heldur á mjað-
arhorni. Báðar myndirnar,
riddarinn og konan, viröast hafa
verið mjög vinsælar I austan-
verðri Sviþjóð. Þvi að lika eru
til myndir af þeim á litlum
verndargripum, sem menn hafa
fundiö á Eylandi og á Bjarkey.
Aftur á móti hafa ekki fundist
neitt svipaðar myndir i Noregi
eða Danmörku.
Merkilegt er, að i Búlgariu,
Rúmeniu og Júgóslaviu eru
raðir myndsteina. 1 Búlgariu
einni yfir þúsund steinar. Á
þeim eru einnig myndir af rið-
andi manni, sem kallaður er
„þrakverski riddarinn.” Hann
er dáin hetja og oft mætir hann
konu með skál. Það er margt
annað sem er likt með gotlenska
riddaranum og hinum þrak-
verska. Ellis Davidson litur svo
á, aö listamennirnir á Gotlandi
hafi fengið hvatann að mynd-
steinum sinum frá feröum norð-
urlandabúa I Austurvegi.
Konu fórnað við greftrun
stríðshetju
A þeim slóöum, þar sem ridd-
arinn þrakverski' kemur viöa
fram I myndum fundu norð-
urlandabúar herguð, sem
minnti á Óðinn. Vera má lika að
þar hafi þeir fundiö þann hræði-
lega sið að fórna konu við
greftrun striðshetju. En sá siður
var óþekktur á Norðurlöndum
fyrir vikingaöld. Aftur á móti
þekktist hann meðal slava og
það er trúlegt að norðurlanda-
búar hafi lært af þeim. Frá ara-
biskum ferðalöngum vitum viö,
að Rússar voru þvi vanir að
deyða eiginkonu höföingja eða
ambátt hans, þegar hann Var
greftraður.
Óðinn var guð striðsmanna og
kaupmanna, en einnig skálda.
Skáldskapurinn og sagan hjálp-
uðu til aö varðveita minninguna
um hann, og ævintýralegar vik-
ingaferöir ferskar og lifandi á
Norðurlöndum. Sögu hans og
þeirra lauk er tatarar brutust
langt inn i Rússland á 11. öld og
rufu fljótaleiðirnar milli
Norðurlanda og Konstantinópel.
W&
Sr. Sigurjón Guöjónsson skrifar