Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 17
,,NÓTTIN HEFUR ALLTAF VERIÐ MINN DAGUR” .____\_;_ _______ — SEGIR SKÁLPIÐ NORÐLENSKA, KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK J^J|5JJ^^Laugardagur 18. ágúst 1979 Guð er mikill kómiker. Þegar ég vinn, er ég til hliöar viö tilveruna. Ég naga mig I handabökin yfir aö hafa þrætt ánamaök upp á öngul. Fólk gengur um meö samanbitn- ar tennur af því það er svo hrætt viö að missa út úr sér vingjarn- legt orö. er skáld og söngvari og yrkir þessa söngva, sem ég var aö tala um áðan. Þaösem vakti fyrirmér meö þessu leikriti var aö skrifa ævintýri án innrætingar og vera ekki að predika einhverja sand- kassaformúlu”. Saga sálarinnar En það er von á öðru verki frá Kristjáni. „Ég hef veriö í tíu ár aö fást við hugmynd og tók mig til i vetur og vann stanslaust að þvi i þrjá mánuði að koma henni i endan- legtform”, segirhann. „Égvænti þess aö sú bók komi út i haust. Raunar má tengja þetta verk barnaári, þvi þetta er saga sálar- innar. Sálin kemur utan úr „Mér finnst þaö undarlegt að þjóö, sem hefur undir sér allt At- lantshafið og auk þess gott land, skuli ekki geta lifaö. Aftur á móti rdcur Eyþór i Lindu álika súkku- laðiverksmiðju og þetta þjóðfélag er af mikilli prýði. — Við þyrftum raunar ekki nema tvo slíka karla tii að kippa þessu öllu i lag. Mér leiðist aUur áróður og hef ógeö á pólitik. Finnst hún frá- munalega óekta og fölsk og ein- hvern veginn er eins og alþingi þroski menn ekki mikiö. Ég er lit- iðhrifinn af þvi að aðrir en maður sjálfur taki ákvörðun um hvað er manni fyrir bestu og ef guð al- máttugur og gæti tekið tfl sin eitt- hvað af því fólki sem heldur að þaðgetisagtöUum fyrir verkum, þá væri hann þarfur. að veröa foreldri eftir aUan þenn- an tima? ,,Þaö jafnast ekki á við neitt sem ég hef upplifað”, segir skáldiö frá Djúpalæk, og augun, sem eru einkennilega lik augum Austurlandabúa, hverfa i sam- blandi af brosi og einhverju öðru. Viö látum spjallinu lokið og ég kveð og geng út i sólina. Um hana segir Kristján” Ef það er einhver 'hlutur á tslandi sem virkilega gleður alla menn, hlýtur það að vera sólin” Hann er ekki þjóðsaga, — svo mikið er vist. En á timum eins og nú þegar það heyrir til undantekninga að hitta einhvern sem þorir að vera maöur, er Kristján frá Djúpalæk ævintýri. — jm Þá var ég ekki eins gáfaður og ég er núna. ■V" VÍSIR Laugardagur 18. ágúst 1979 Frá þvi ég var barn hef ég vitaö aö þaö er til maður aö nafni Kristján sem kennir sig viö Djúpalæk. Vinsælustu dægurlögin f útvarpinu voru viö texta eftir hann og I bókaskápnum voru Ijóöabækur meö þessu nafni á kilinum. Siöar heyröi ég aö hann tryöi á endurholdgun og ræddi opinskátt um atvik frá fyrri tilverustigum sem hann teldi sig muna glöggt. Skemmtilegar sögur hafa og borist að noröan eins og þegar gömul kona kom til Kristjáns, sagöi aö forstjóri elliheimilisins ætti afmæli á næstunni og baö hann aö gera vísu I nafni vistfólksins til aö flytja i hófinu. Og Kristján kvaö: „Arúm saman okkar þú ellistyrkinn hirtir Hér viö saman söfnumst nú sem þú ekki myrtir” Eitt sinn kom skáldiö á vörubilastööina Stefni og baö um bil. Afgreiösiumaöurinn sagöi aö hann fengi ekkibilnema hann geröi visu og Kristján sagöi aöbragöi: „Vörubilastööin Stefnir stendur polli hjá ökuþórar illa gefnir aka henni frá”. Þaö er þvi meö nokkurri eftirvæntingu sem ég nálgast heimili viömælanda míns. Ég veit aö hann er skáld og aö hann er ekki sporgöngumaöur hversdagslegra lifsviöhorfa. — En hvernig maöur skyldi hann vera? A sólbjörtum morgni i júli ber ég aö dyrum hjá þessum manni sem ég var nærri farin aö halda aö væri þjóösaga. Texti: Jónina Michaelsdóttir Myndir: Gunnar V. Andrésson „Hefurðu alltaf heitið Jónina? Mér finnst þú endilega heita eitt- hvað annað”, segir hann við mig þegar við tökumst i hendur. — Hvaö finnst þér ég heita? „Ég man það ekki”. Hann er hár og grannvaxinn og hefur fas og limaburð ungs manns. Viðgöngum til stofu. Um leið og hann kemur sér makindalega fyr- ir i horni sófans lýsir hann van- trausti á svona viðtöl. „Ég er maöur höfundarréttar- ins”, segir hann. „Svona greiner húsbóndalaus. Það veit enginn hvað er mitt og hvað er þitt. Ef vel tekst til, segir fólk: ,,Ansi er blaðamaðurinngóður að taka við- töl” en ef það tekst miöur veröur sagt: „Ósköp hefur hann Kristján veriö Úla upplagður”. (Égtel raunar að þessusé öfugt fariðenlæt það liggja milli hluta). Guð er komiker „Lifið er grin”, segir Kristján frá Djúpala*. „Og guð er mikill kómiker”, bætir hann viö. — Hvernig lýsir það sér aöal- lega? „Til dæmis með því aö búa til fólk eins og Islendinga. Þarna fóru skeggjaðir ruddar noröan úr Noregi á prömmum yfir til Ir- lands og stálu þessum fallegu ungu stúlkum sem voru við- kvæmar, skáldlegar og dultrúað- ar. Þessir heimsku barbarar fóru með þær hingað á þetta eyöisker ogáttumeð þeim börn. Þauerföu kergjuna og ruddaskapinn annars vegar og tilfinningabrimiö, dul- trúna og skáldskapargáfuna hins Undir glerboröi I stofu skáldsins er athyglisvert steinasafn. Mitt ffaðirvor Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn I huga hafin og hún mun bjarga þér. Viö getum eigin ævi I óskafarveg leitt, og vaxiö hverjum vanda, sé vilja beitt. Þar einn Ieit naktar auönir, sér annar blómaskrúö. Þaö veröur sem þú væntir. Þaö vex, sem aö er hlúö. Þú rækta rósir vona i reit þíns hjarta skalt, og búast viö þvi besta, þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráö, þaö næst úr nornahöndum sem nógu heitt er þráö. Ég endurtek i anda þrjú orö viö hvert mitt spor: Fegurö, gleöi,friöur - mitt faöirvor. K.f.D. vegar. Þessir eiginleikar hafa erfst gegnum kynslóöirnar og eru þjóðareinkenni á Islendingum enn i dag. I einni manneskju getur þetta kostaö skelfileg átök þvi þessir eölisþættir fara ekki saman. Islendingar eru engum likir. Þaö þekkist ekki með öörum þjóðum, að venjulegur bóndi eða verkamaöur risi upp og skapi listaverk, máli mynd, skrifi bók eöa skeri i tré eins og hér er al- gengt. Kommúnistar og heittrúarmenn — Ertu hamingjusamur? ,,Já, ég er það. Mér finnst svo skemmtilegt að lifa”. — Alltaf fundist það? „Nei. Sem ungur maður var ég þunglyndarú Þaö var vegna þess aðég var ekki eins gáfaður og ég er nú na. Gá fa ður m a öur hlýtur aö vera glaður þvi hann skilur meira. Hann veit að hiö illa er ekki endilega frá hinu illa. Menn eru auðvitað fæddir meö misjafn- lega góöan heila. Sálin velur sér heila við hæfi. En menn verða Hka gáfaöriaf að lesa góöar bæk- ur. Það hef ég til dæmis oröið af þvi aö lesa Einar Pálsson. Þunglyndi fyrri ára hélst i hendurvið þrennt: erfiði, trúleysi og hinn undarlega ávana komm- únista að vera alltaf eins og hengdur upp á kross. Abyrgð og þjáning hvildi svo þungt á þeim. Það var sami alvörustrekkingur hjá kommúnistum eins og er hjá heittrú arm önnum ”. — Er ekki skyldleiki með þeim? „Viö megum ekki blanda sam- an heimspeki þýskra gyðinga og tilfinninganæmi gáfaöra alþýöu- manna á Islandi, einsog Tryggva Emilssonar. Það var llfsnauösyn- legt á kreppuárunum að berjast fyrir mannsæmandi launum og það sem sprettur upp úr slikri baráttu á ekkert skylt viö trúarbragöasérviskugyðinga úti I heimi. Ég er fæddur kommúnisti en of- trú á ákveöið pólitiskt kerfi lam- aöi gáfur mlnarlengi vel. Slik trú irengir og lokar öllum teiðum til ekari skilnings og þvl hlýtur frelsi undan oki sllkra ákveðinna skoöana að leiða til hamingju. Þegar ég gekk. úr stjórnmála- samtökum á sinum tima kostaði þaö vinslit, — en ég varð frjáls”. Skólakerfið er andlegt álag — Hvað finnst þér mikilvæg^ ast? „Aö vera glaður og stlga ekki ofan á lifandi llf. Ég naga mig 1 handabökin yfir þvi að hafa þrætt ánamaök upp á öngul. Mér finnst erfiðara að sætta mig við það eftir þvl sem ég verð eldri. Þaö er likn ellinnar aö veröa næmari fyrir tfllu og njóta smá- atriðanna. Jafnvel eyrað verður næmara fyrir tónlist og hjartaö kannski ofurlltið viðkvæmara”. — Er þetta ekki svipaö og mað- ur skynjar veröldina á bernsku- árum? „Jú, llklega. Börn eru ákaflega tilfinninganæm og opin en þjóðfé lagið kælir þau og mótar þau I einhvernbeinserk sem þau ganga i fram á gamals aldur. Skólakerf- ið er andlegt álag. Það er undir- búningur undir baráttu um verð- lausar krónur og fánýta hluti, eins og þá sem við tyllum I kring- um okkur. Fólk vinnur svo mikið að það hefur ekki tíma til að lifa, sjá og heyra. Þetta er ein ástæðan fyrir þvi, að Islendingar drekka meira og verr en aðrir menn. Þeir hafa ekki tima til aö verma glösin, þeir eru að flýta sér svo mikiö”. Nóttin er minn dagur — Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna? „Nóttin hefur alltaf veriö minn dagur. Þá er kyrrðin svo mikil. Þó truflar það mig ekki að hafa umgang því ég heyri ekki eftir að ég er byr jaður að vinna. — Þá er ég til hliðar við tilveruna. Annars er allt I einu að vakna skilningur á þvl, að listamenn þurfi að lifa, — það linnst mér af- ar merkilegt. Þessi starfsstyrkur sem menn fá gefur þeim ákveðið sjálfstraust og réttiætir þá goðgá að fullorönir menn sitji og skrifi eða vinni að annarri listgrein. Það hefur þótt eitthvað skrýtið við þann mann sem er ekki aö selja eitthvaö, gera við bil eða veiða fisk. I vetur vannst mér vel. Tii dæmis skrifaði ég ævintýri fyrir börn sem verður flutt i barnatima útvarpsins I ágúst. Það er með söngvum. Leikkonan sem var svo eiskuleg að lesa þetta fyrir mig varð svo „inspireruð” af ljóöun- um að hún samdi lög viö þau. Þetta er merkilegt. List kemur einhvern veginn að mannsheilan- um eins og segulbandi. Einhverj- ir ósýnilegir englar eru að syngja sér til gamans og vita ekkert af þvi að það lendir á segulbandi i einhverjum mannsheila. Þetta ævintýr er um hagamýs, sem mér þykja ákaflega falleg og skemmtileg dýr. Ég hef reynt að lita eftir þeim og hef tekið eftir að þær eru ákaflega músikalskar, eins ogmeirihlutinn af dýrum er. Mér finnst það reyndar einnig einkenni á góöu fólki að það er músikalskt. Músin, sem leikritið snýst um geimnum og sest aö I fræi I móðurskauti, þar sem hún byr jar aöverða fyriráhrifum sem halda áfram eftir að barnið fæðist. Bók- in er með skírskotun til eigin reynslu og nær til fimm ára ald- urs. Ég vil raunar segja, að hún sé til varnar sálinni”. — Er þetta ljóð? „Þetta er ljóðrasnn texti, að mestu leyti stuölaður. Þetta verk er óllkt öllu öðru sem ég hef gert og þvi sem allir aðrir hafa gert llka, — vona ég”. Listamenn eru öðruvisi. — Hvernig liður þér þegar verk þln eru orðin aimenningseign og þú heyrir aðra segja eða syngja þaö sem þú hefur hugsað? „Mérfinnst ánægjulegt að geta lagt mönnum orðá tungu. Stund- um hefur mér tekist aö yrkja þannig, aðþaö hefur orðiö fólki til gagns I andstreymi og það er á- kaflega góð tilfinning”. — Eru listamenn frábrugönir ööru fólki? „Já, listamenn eru öðruvisi. Allar sveiflur virka sterkar á þá en aöra menn og taugakerfiö er næmara. Ég er að eðlisfari opin- skár og einlægur og mér finnst alltof mikið af fólki sem gengur um frosið með samanbitnar tenn- ur af þvi það er svo hrætt um að missa út úr sér vingjarnlegt orö. Það erumargir menn á tslandi sem eru listamenn I eöli sinu, en hafa ekki tjáningarform. Þaö er eins og segir I ljóöi eftir Stefán frá Hvítadal. Eru kaldsár örlög þln, eru að vlsu llka mln, aö hljóta bæði heyrn og sýn hjartarlm, en vanta máliö. Þetta eru skelfileg örlög og sltkir menn verða drykkjumenn”. Alþingi þroskar menn ekki mikið — Hvaö finnst þér um lands- málin? Boð Aðan lagöi ókunn hönd laufblaö fölnaö í lófa minn Boð hvers, ég spuröi berð þú mér? Samvisku þinnar, var svarið. K.f.D. Hins vegar held ég að menn eins og Svarthöföi og FIosi Ólafs- son geri þjóöinni mikið gagn. Mest fyrir hvað þeir eru skemmtilegir”. Kærleikur besta upp- eldisaðferðin — Mér er sagt, að þiö hjónin hafið eignast son eftir margra ára hjónaband sem sé afburöa náms- maður. Taki hér hæstu próf sem hafa verið tekin. „Þaö er rétt. Hann er alinn upp með fólki sem kann að tala, þvi hér kemur mikiö af fólki sem er auðugtaf andlegum verömætum. Enhannerauk þessmjög dugleg- ur, enda nær enginn árangri án fyrirhafnar. Viö hjónin eignuöumst þennan dreng, sem nú er orðinn tvitugur maöur, eftir tuttugu og þriggja ára bið. Viö trúum þvi bæði, að fóstur verði fyrir verulegum á- hrifum þegar I móðurllfi, og það skipti máli hvernig hugsanir og liöan móður eru yfir meðgöngu- timann. Fóstriö þarf umönnun með góðum hugsunum og óskum ekki slður en barniö eftir að það er fætt. Sonur okkar hefur orðið allt það sem við óskuðum okkur. Hann er frjáls i hugsun og honum hefuraldrei viljandi verið innrætt neitt. Ég held að kærleikur sé besta uppeldisaðferöin og ég tel aö þessidrengur hafistaðið af sér ótrúlega sterk innrætingaröfl I samfélaginu”. — Var ekki stórkostleg reynsla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.