Vísir - 04.10.1979, Blaðsíða 23
VtSZR
Fimmtudagur 4. október 1979
Umsjón:
Halidór
^Reynisson
Þeir GuOni Rúnar Agnarsson og Asmundur Jónsson hafa nú veriö meö Afanga stanslaust i fimm ár og er
engan bilbug á þeim aö finna.
Utvaro kl. 22.50:
FENGUR í JFÖNGUM
Þeir félagar Guöni Rúnar
Agnarsson og Ásmundur Jónsson
bæta enn einum „Afanganum” i
safnið i kvöld, en þáttur þeirra er
með lifseigara efni i útvarpinu og
hefur verið þar stanslaust á dag-
skrá siðan 1974.
Þessir þættir hafa oft verið
hvalreki á fjörur tónlistaráhuga-
manna og þá ekki sist vegna þess
hvað viða þeir félagar hafa komiö
við i tónlistarkynningu sinni, eða
allt frá indverskri trúartónlist og
yfir I klassik.
„Afangar” hefjast kl. 22.50 i
kvöld og vonandi fá tónlistar-
áhugamenn þar einhvern feitan
bitann eins og svo oft áður.
Flmmtudagslelkrltlð
kl. 21.30:
Það er erfitt
að vera
hvítur sauður!
„Hviti sauðurinn I
f jölskyldunni! ’ nefnist
fimmtudags leikritið sem flutt
verður i kvöld en það er eftir L.du
Garde Peach og Ian Hay.
Fjallar það á gamansaman hátt
um fjölskyldu sem gert hefur
gimsteinaþjófanö að sérgrein
sinni. Sonurinn Pétur vill hætta
þessari vafasömu iðju og fá sér
„heiðarlega atvinnu”. En þaö er
margt sem þarf að taka tillit til,
ekki sist þegar maður er oröinn
skotinn I fallegri stúlku...
býöandi þessar leikrits er
Hjörtur Halldórsson né leikstjóri
GIsli Halldórsson. 011 eru hlut-
verkin i höndum leikfélaga i leik-
félagi Sauöárkróks og er þaö
ánægjuleg tilbreytinga að fá
einstöku sinnum að heyra i
leikurum utan af landi.
Með helst hlutverk fara
Kristján Skarphéöinsson,
Jóhanna Björnsdóttir, Arnfriöur
Arnadóttir, Haukur Þorsteinsson
og Hafsteinn Hannesson.
—HR.
Otvaro ki. 21.10:
Vafasamar sögur úr réttum
„Ég ætla að draga upp svip-
myndir úr göngum og réttum og
reyna að lýsa þvi andrúmslofti
sem rikir I smalaskálunum”
sagði Guðlaugur Tryggvi Karls-
son hagfræðingur en i kvöld kl.
21.10 verður hann með þátt sem
nefnist Úr göngum og réttum I
haust.
Guðlaugur sagöist hafa farið
inn að Landmannalaugum s.l.
laugardag og á móti leitarmönn-
um sem þá voru komnir i Jökul-
gil. Hafi hann siðan fylgst meö
þeim alveg niður I Landrétt og
hefði hann náð á segulband þeirri
stemmingu sem rikti i rekstrin-
um og væri þar m.a. mikill söng-
ur og veisluglaumur, en venju-
lega væru haidnar veislur á þeim
bæjum sem reksturinn færi fram-
hjá.
„Svo er ein vafasöm saga sem
ég náði I einum skálanum og lýsir
hún vel þvl andrúmslofti sem rik-
ir þar þegar karlmenn, ungir sem
aldnir koma saman” sagöi Guð-
laugur Tryggvi og tók aö siöustu
fram að einnig læsi hann smá-
texta úr Innansveitarkróniku
Laxness, er lýsti vel samskiptum
manna og málleysingja. —HH
® ftEM’ ' Wr ^
Reksturinn kemur I réttir: t kvöld fáum viö aö heyra vafasamar sögur
úr réttunum I þætti Guölaugs Tryggva Karlssonar.
12.20 Fréttir. 12.45
Veöurfregnir. Tilkynningar.
Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan.
16.20 Tónleikar.
17.05 Atriöi úr morgunpósti
endurtekin.
17.20 Lagiö mitt. Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 Daglegt mál. Arni
Böðvarsson flytur þáttinn.
19.40 tslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.00 Maöur og náttúra: Um
hvali og hvalveiöar. Evert
Ingólfsson tók saman
þáttinn. Lesari: Anna
Einarsdóttir.
20.30 Frá tónlistarhátiö i
Björgvin I vor. Norski
pianósnillingurinn Robert
Riefling leikur tvær sónötur
eftir Beethoven i E-dúr op.
109 og dúr op. 110.
21.10 Ur göngum og réttum i
haust. Guölaugur Tryggvi
Karlsson hagfræðingur
bregður upp nokkrum svip-
myndum úr leitum og rétt-
um landsmanna.
21.30 Leikrit Leikfélags
Sauðárkróks: „Hviti sauö-
urinn i fjölskyldunni” eftir
L. du Garde Peach og Ian
Hay Þýðandi: Hjörtur
Halldórsson. Leikstjóri:
Gisli Halldórsson. Persónur
ogleikendur: JakobWinter
/ Kristján Skarphéðinsson.
Petrina Winter / Jóhanna
Björnsdóttir. Engilfna /
Arnfriöur Arnardóttir. Séra
Black / Haukur Þorsteins-
son. Samúel Jackson / Haf-
steinn Hannesson. Alisa
Winter / Helga Hannesdótt-
ir. Pétur Winter / Erling
öm Pétursson. Jón Preston
/ Jón Ormar Ormsson.
Stjana / Kristin Dröfn
Arnadóttir.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.50 Afangar. Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guðni Rúnar Agnarsson.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Nlagnús er óspilltur lll sðiarinnar og hlarlans
Magnús Magnússon ráöherra
úr Eyjum er furöu óspilltur til
sálarinnar og sýnist jafnvel
vera einn um þaö I núverandi
rikisstjórn, sem svo er enn
nefnd af formsástæöum og ekki
er á annarra færi en lög-
fræöinga aö útskýra. Þaö er
blessun að hafa svona menn á
ráðherrastóli. Barnsleg ein-
lægni hans veröur oft og einatt
til þess aö þjóöin finnur hinn
eiginlega þef af pólitiskum
hræringi rikisstjórnarflokk-
anna.
t uppákomur og yfirlýsingar
annarra ráöherra veröur aö
ráða eins og sá gamli góöi lög-
reglustjóri Napóleons, Fouché,
væri á pólitiskri gandreiö I
stjórnarráöi lslands. A bak viö
allt sem sagt er eru aðrar og
dýpri meiningar en ráöa má
meö einföldum textaskýringum,
jafnvel þótt norrænufræðingar
væru fengnir til pólitiskrar
textarýni.
Hegöan Magnúsar Magnús-
sonar er á annan veg farið. Hiö
stóra barnslega hjarta hans
stendur þjóöinni opiö. Þar er
engu haldiö leyndu, ekki einu
sinni óttanum viö aö missa
ráðherrastólinn. Hinir karl-
manniegri ráöherrar reyna á
hinn bóginn aö ieyna slikum til-
finningum og tala þá fremur
þvert um hug sér en afhjúpa
hinar viökvæmu taugar er taka
völdin fram yfir prinsippin.
Magnús Magnússon hefur siö-
ustu daga i mikilli ákefö opnaö
það leyndarhólf hjarta sins, er
hefur aö geyma hina viökvæmu
strengi til valda og viröingar,
leyndarhólf, sem allir eiga en
flestum tekst aö hafa meö sjálf-
um sér. Ráðherrann keppist viö
aö skýra þjóöinni frá öllum
frumvörpunum, sem hann
hyggst leggja fram á fyrstu
dögum þingsins og gefur meö
þvi I skyn aö trú hans á langdvöl
I musterinu, sem Jónas reisti
utan um æðstu stjórn landsins,
sé brostin.
Venja er aö ráöherrar biöa
með frumvörp sin til þings og
ganga lengst meö þvi að gefa til
kynna aö þeir hafi eitt og annaö
i pokahorninu. Þegar spurt er
um efnisatriöi sveipa þeir sig
huliðshjúpoggerasig gilda meö
þvi aö segja mönnum aö biöa
framsöguræöunnar á Alþingi.
En Magnús Magnússon er nú
orðinn svo hræddur um
ráöherralif sitt að hann óttast
ekki annaö meir en eftirmaöur
hans veröi sestur i stólinn áöur
en honum tekst aö leggja frum-
vörpin, sem nú liggja í drögum
á skrifborðunum f ráöuneyti
hans, fyrir Alþingi. Suma af
þessum pappírum hiaut hann
sjálfur i arf frá Gunnari
Thoroddsen og má nú ekki til
þess hugsa aö þingleiðtogi
stjórnarandstööunnar taki viö
þcim aftur meö ábótum.
t barnslegri einlægni sinni
keppist Magnús Magnússon þvi
viö aö halda blaöamannafundi
nú dagana fyrir þingsetningu til
þess aö kynna þau frumvörp
sem útlit er fyrir aö lögð veröi
fyrir þingiö af hálfu hans ráöu-
neyta. Þennan hreinleika sálar-
innar veröur aö meta viö
ráöherrann úr Eyjum, sem Vil-
mundur skaut af simstööinni
beint upp i ráöherrastói. En
þessi tæra sálarlega einfeldni
vísar á angan af viöbrenndum
pólitiskum graut.
Ýmsir af þingmönnum Al-
þýöuflokksins eru I ofanálag
farnir aö gefa út yfirlýsingar
um nýja úrslitakosti, aö þeir
veröi farnir úr rikisstjórninni
innan tveggja vikna, ef...! Þess-
ir úrslitakostir voru mönnum
mánaöarlegt tilefni aöhláturs
allt þingið I fyrra og svo viröist
sem hinn vasklegi ungi þing-
flokkur lýöræðissinna öra
jafnaöarmanna ætli ekki aö
taka þessa skemmtun frá þjóö-
inni á þvi þingi, er senn hefst.
Vel fer á þvi. Svarthöföi