Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 11
«r % % " VÍSIR Finimtudagur 18. október 1979 11 Siö aðllar senda stjórnvðldum áskorun: Hvetja til stórátaks á sviði reykingavarna Rikisstjórn íslands hefur ver- iösend áskorunþar sem hún var hvött til að veita nii þegar stór- auknu fé til reykingavarna hér- lendis og stuöla aB því aö gerö veröi áætlun til nokkurra ára um það hvernig markvisst skuli unnið aö þessari baráttu meö bætt heilsufar þjóöarinnar aö markmiði. Undir áskorunina rita for- ráöamenn sex fjölmennra félaga og samtaka á sviöi heil- brigðismála, ásamt formanni samstarfsnefndar um reykinga- varnir en félögin eru Lækna- félag Islands, Tannlæknafélag Islands, Krabbameinsfélag Is- lands, Hjartavernd, Hjúkrunar- félag Islands og Samband is- lenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga. Féð skilar sér Þessir aöilar lýsa áhyggjum sinum yfir afleiöingum þess, aö framlag rlkisins til tóbaksvarna hefur dregist saman, og telja að Island sé nú að dragast aftur úr á ýmsum sviöum reykinga- varna, þar sem reyni á frum- kvæði og atbeina löggjafarvalds og stjórnvalda, sem svo miklu geti valdið um viðhorf almenn- ings til reykinga. í niðurlagi bréfsins til rikis- sthórnarinnar segir, aö óhætt sé að fullyröa, að þeir fjármunir sem variö er i þágu reykinga- varna muni skila sérmargfalt aftursiöar i minnkandi kostnaöi heilbrigðiskerfisins. Samdráttur i starfi Starfsemi Samstarfsnefndar um reykingavarnir hefur verið mun minni, en vonir stóöu til, þaðsem af er þessu ári, ef frá er talinn reyklausi dagurinn i janúarmánuöi siöastliönum. Nefndin hefur haldið vikulega fundi og átt viöræöur viö ýmsa aöiia, sem hafa getaö lagt mál- efninu lið, en upplýsingamiölun i fjölmiðlum og á öörum vett- vangi hefur orðiö miklu minni en steftit haföi verið aö. Meginástæðan er sú, aö fé þaö sem variö hefur veriö til tóbaks- varna á f járlögum, hefur hrokk- iö skammt, þar sem verkefniö er umfangsmikið og kostnaður drjúgur, ekki sist er unniö er aö útgáfustarfsemi eða annarri miölun fræösluefnis til fólks á ýmsum aldri um skaösemi tóbaksnotkunar. Ekki fékkst hækkun A fjárlögum þessa árs var framlag til tóbaksvarna óbreytt frá árinu á undan, þrátt fyrir 40% hækkun verðlags í landinu. Reynt var til þrautar aö fá þetta framlag hækkað meö hliðsjón af verðlagsþróuninni en þaö tókst ekki. Mjög hefur þvi þurft að draga Upplýsingamiölun á sviöi reykingavarna hefur oröiö mun minni en samstarfsnefndin haföi fyrirhugaö/sökum fjárskorts. úr starfsemi nefndarinnar og reyndist óhjákvæmilegt aö loka skrifstofu hennar i tvo mánuöi á nýliönu sumri, og langflest þeirra verkefna, sem á dagskrá voru siöari hluta ársins, meðal annars í tengslum við skólana veröa að biöa betri tima. Óvissa um framhaldið Óvissa rikir nú um framhald starfs nefndarinnar og sömu- leiðis það árangursrika fræöslu- starf um tóbaksmál, sem Krabbameinsfélagiö hefur haldiö uppi i grunnskólum landsins, þvi aö naumast er hægt aö sinna þvi að gagni án framlags af rikisfé. Samstarfsnefndin bindur þvi miklar vonir viö aö rikisstjórnin taki ákoruninni sem sjö aöilar á sviöi heilbrigðismála og tóbaks- varna sendu henni á dögunum og sjái til þess að framlagiö til tóbaksvarna veröi stórhækkaö, þannig aö Islendingar geti á ný tekiö upp þráöinn þar sem frá var horfiö og haslaö sér völl á meöal forystuþjóöa i reykinga- vörnum, segir i frétt frá sam- starfsnefnd um reykingavarnir. Anna Kashfi meö fjársjóöinn sinn. Brando í morgunmat Fyrrverandi eiginkona kvik- myndaleikarans fræga, Marlons Brando, Anna Kashfi Brando er ein þeirra sem hyggst hagnast á kynnum sinum af frægum per- sónum. Hún hefur nú skrifaö bók um þennan eiginmann sinn, sem hún nefnir „Brando til morgun- verðar”. Anna kynnti bókina á blaða- mannafundi i New York á dögun- um og lagöi þá fram fréttatil- kynningu, með spurningum og svörum, sem vekja áttu athygli á innihaldi bókarinnar. Sýnishorn: „Var hann eins heillandi utan hvita tjaldsins og hann er á þvi?” „Eiginlega ekki. Hann virkaöi dularfullur — vegna feimni sinnar og hlédrægni — en hann var ekki mjög góður i viö- kynningu.” Anna er núna gift Jim Hanna- ford, sem er kaupsýslumaöur. Husgagnaframielðendur um innborgunarskyldu: viðurkennlng á nauosyn Félag húsgagna- og innréttinga- framleiðenda hefur gert athuga- semdir við yfirlýsingar versl- unarráös Islands um niöurfell- ingar 35% innborgunarskyldu af húsgögnum og innréttingum. Bendir félagið á að innborg- unarskyldan sé timabundin verndaraðgerö fyrir iðngrein, sem hafi átt i vök að verjast i harönandi samkeppni viö inn- flutning frá löndum sem sjálf veita húsgagnaiönaði si'num stuöning. Innborgunarskyldan sé aðgerða viöurkenning á þvi, aö aögeröa sé þörf, en henni sé aöeins ætlaö aö vera i gildi fram til ársloka 1980. Félagið telur innborgunar- skylduna ekki koma aö haldi til frambúðar, nema fyrirtækjum veröi jafnframt gert kleift að bæta samkeppnisaðstöðu sina með hagræöingu og bættum ytri rekstrarskilyröum. Aö þvi beri að vinna og leggja á þaö áherslu i stað þess aö svifta iönaöinn þeirri timabundnu vernd, sem inn- borgunarskyldan veiti. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.