Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 16
Þjóöleikhúsið: Leikrit Þjóðleikhúsins Gamaldags kómedia verður frumsýnd á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið klukkan 20. Leikurinn er eftir sovéska höfundinn Aleksei Arbuzov, en þýöandinn er Eyvindur Erlends- son. Leikmynd gerir Jón Benediktssony Benedikt Arnason leikstýrir. Gamaldag kómedia var fyrst frumsýnd á Neskaupsstaö i vor. Verkið er mjög hreyfanlegt þar sem leikarar eru aðeins tveir. Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson. Ætlunin er þvi að sýna það viöa á landsbyggðinni. Leikritið gerist i Riga 1968. Það fjallar um samskipti yfirlæknis á heilsuhæli og konu, sem hann kynnist þar. —KP. Stjörnubfó: Köngulóarmaöur- inn — Spider-man Gerð eftir teiknimyndasögu Stan Lee og John Romita Leikstjóri: E. W. Swackhamer. Aðalhiutverk: Nicolas Hammond, David White, Michael Pataki, Hilly Hicks og Lisa Eilbacher. Andrúmsloftið í Sjörnubfó var þrungiö mikilli spennu þegar að ljósin dofnuðu og tjaldið var dregið frá, þvf að í salnum voru börn í miklum meirihluta, sem Þau Herdfs Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson fara með hlutverkin I Gamaldags kómediu. Vísismynd: GVA. kvikmyndir Magnus óiafsson skrifar biðu eftir að sjá einn af uppá- halds ævintýramönnum sfnum Köngulóarmanninn. Það fór þvi mikill óánægju- kliður um salinn þegar að bfóið þurfti endilega að byrja á því að sýna auglýsingar og sýnishorn úr næstu myndum, eins og venja er. Svo loksins þegar að myndin hófst var klappað, stappaö og flautað. Og áður en að kynningartitlar myndarinnar voru liðnir, vissi maður alveg um efni myndarinnar í grófum dráttum, þvi að i salnum voru Köngulóarmaðurinn platar hér vondu mennina heldur betur margir sem ekki voru að sjá myndina f fyrsta skipti. Sann- kölluð þrjúbfóstemmning. Þetta minnti mann óneitanlea á það þegar maður var að sjá Roy Rogers, Ævintýri f undir- djúpunum, Bomba, Rakettu- manninn og Tarsan f tiunda skipti. Söguna um Köngulóarmann- inn þekkja margir, ekki bara börn heldur fullorðnir lfka. Hún hefur verið framhaldssaga f einu dagblaðanna um langt skeið. Peter Parker háskólanemi er bitinn af geislavirkri könguló með þeim afleiðingum að hann getur allt sem honum dettur f hug m.a. skriðið upp húsveggi, spunnið köngulóarvefi og er yfirmáta sterkur. Sem sé hann er bæði maður og könguló. I þessari mynd, sem er eflaust ein af mörgum i þessum flokki, er söguþráðurinn mjög einfald- ur og tæknilega er myndin oft hlægileg, og illa gerð, en fyrir börnin (og kannski fullorðna lika) skiptir það ekki höfuðmáli, það er KÖNGULÓARMAÐUR- INN sem er aðalmálið. Ekkert af þekktum leikurum leikur i myndinni og hefur hún örugglega ekki kostað mikið f framleiðslu. En hvað með það, á leið út úr bióinu mátti heyra að margir ætluðu sko að sjá hana aftur. Köngulóarmaðurinn á örugg- lega eftir að ganga á nokkrum þrjúsýningum biósins næstu ár- .KONGULO, köngulú, VÍSAÐU NIÉR A... Gamaldags kómedla á slóra svlölnu Liv Uilmann ásamt dóttur þeirra Bergmans, Linn „í augum mínum var hann guö” ,,Liv Ullman og Ingmar Bergman-svipmyndir úr lifi tveggja listamanna”, nefnist bók sem Setberg gefur út á þessu hausti. í bókinni er sagt frá lifi þeirca Ullmann og Berg- man og samstarfi þeirra. Greint er frá þvi hvernig hún varð að stórstjörnu undir handleiðslu hans. Liv Ullman og Bergmann bjuggu saman i fimm ár og eiga eina dóttur, Linn. ,/Ég varð» ást- fangin af Ingmar meöan á töku kvikmyndarinnar Persóna stóð yfir”, segir Liv I bókinni. Hún heldur áfram: ,,t minum augum var hann guð, ég dáði hann svo mikið og ég var bara tuttugu og fimm ára og hann fjörutiu og sex. Heföum viö haldið áfram aö vera saman, heföum við endanlega eyðilegt þaö sem var gott á milli okkar. Við eigum enn þaö besta eftir að mestu leyti. Við erum vinir og vinnum saman. Gallinn - seglr Llv Ullmann um Bergmann (nýrri bók var bara sá að við vorurn hvort öðru fjötur um fót”. Eftir aöskilnaö þeirra hefur samvinna þeirra skilaö verkum eins og „Þáttum úr hjónabandi”, „Augliti til auglits” og nú siðast kvikmyndinni „Haustsónötu”, en þar leika þær Liv og Ingrid Berg- man aðalhlutverkin. 1 bókinni um Liv Ullmann og Bergman er fjöldi mynda, en þýðinguna hefur Guörún Guðmundsdóttir annast. —KP. BLANDA SAMAN LÉTTU OG AL- VARLEGU EFNI - Sókn með opíð hús í kvölú „Hugmyndin er að spjalla saman yfir kaffibolla og fá félaga t.d. til að segja frá sinum vinnustað. Einnig er hugsanlegt að létta þetta með þvi að taka lagið”, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfsmannafélagsins Sóknar i spjalli við Visi. Opið hús verður I vetur I húsa- kynnum Sóknar við Freyjugötu. Ráðgert er að hafa það annan hvern fimmtudag og fyrstaopna húsið verður þvi I kvöld. „Það hafa margir félagsmenn kvartaö undan þv.I hvað félags- starfsemin sé orðín leiðinleg. A fundum er aðeins rætt um alvar- leg málefni. Margir hafa bent á að þetta hafi veriö mun léttara I gamla daga. Þá hafi veriö bland- að saman léttu efni og alvarlegri málefnum á samkomum félags- manna. Opna húsið er tilraun til að koma á breytingum i þessa átt”, sagði Aðalheiður. Hugmyndin er að bjóða verka- lýðsfélögum til skiptis til að njóta kvöldsins með Sóknarfélögum. Vegna vetrarstarfsins m.a. hafa verið gerðar breytingar og endurbætur á félagsheimilinu við Freyjugötu. Einnig er búið að kaupa hljóðfæri I félagsheimiliö. , —KP. Félagsmenn hafa kvartaö undan þvi að félagsstarfsemin hafi orðiö leiðinlegri með árunum, þetta hafi verið öðru visi I gamla daga”, sagði Aðalheiður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.