Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 12
VJESíRpimmtuáagur
18. október 1979
(SLENSK ÁLVINNSLA (TfU ÁR:
„ÞETTA HEFUR
VERIB BESTA AR
ALFELAGSIRS”
- SEGIR BJARNAR INGIMARSSON,
FJÁRHAGSSTJÓRI l'SAL
„Arið 1979 hefur verið okkar besta ár. Sölu-
horfur eru góðar og spár sýna, að á næstu árum
eigi eftirspurnin eftir að vaxa hraðar en fram-
boðið”, sagði Bjarnar Ingimarsson, fjárhags-
stjóri Islenska álfélagsins, er Visismenn heim-
sóttu Álverið nýlega.
Á þessu ári eru liðin 10 ár frá þvi Alverið við
Straumsvik tók til starfa 25. september 1969 voru
120 ker komin i gang og var ársframleiðsla verk-
smiðjunnar 33 þúsund tonn.
Nú eru 280 ker i gangi og er ársframleiðslan 74
þúsund tonn og hafa alls 606 þúsund tonn af áli
verið framleidd þessi tiu ár.
„Heimsmarkaðsverðið á áli hefur hækkað tölu-
vert undanfarið. 1 september var siðasta
hækkunin. Þá hækkaði tonnið úr rúmlega 14
þúsund dollurum i 15250dollara (tæplega sex
hundruð þúsund krónur)”.
Gjaldeyristekjur tvö
hundruð milljarðar.
„Viö höfum áætlaö, aö
heildargjaldeyristekjur á nú-
verandi gengi, sem félagiö
hefur aflaö, séu nálægt 200
milljöröum króna”, sagöi
Bjarnar.
Nú er veriö aö stækka álveriö,
byggja viö kerskála og veröur
stækkunin um 14%. Þegar sú
viöbygging er fullgerö, veröa
kerin oröin 320. Þá veröur ekki
hægt aö stækka verksmiöjuna
meira, nema til komi nýr
samningur um aukna raf-
magnsafhendingu. Þá veröur
ársafhendingin oröin 1413 giga-
wattsstundir.
Töluveröar deilur hafa risiö
vegna rafmagnsverösins, sem
ÍSAL borgar, en í samningum er
þaö bundiö viö heimsmarkaös-
verö á áli. Rafmagnskostnaöur
Alfélagsins var 10,2 milljaröar
t steypuskálanum. Fljótandi állnu er hellt I steypuform. Þar storknar þaö og I þvl formi er állð flutt ár
landl.
Séð yfir þann hluta kerskálans, þar sem þurrhreinsun er notuð. Eins og sjá má eru öll kerin þakin áiþekjum.
frá september 1969 til ársloka
1978.
Óaðlaðandi vinnu-
staður?
Fyrir óvanan mann virðast
kerskálar Álversins ekki vera
aölaöandi vinnustaöur. Þar
vinna þó um 150 manns.
Loftiö er rykmettaö, þungt og
nálægt kerjunum er mjög heitt.
Kerskálarnir eru samanlagt 28
þúsund rúmmetrar og eru
sennilega stærsta hús á landinu.
Allar fjarlægöir i svo stóru húsi
eru aö sjálfsögöu miklar-ker-
skálarnir eru um kilómetri aö
lengd- og nota starfsmennirnir
gjarnan reiöhjól innanhúss.
Þurrhreinsun.
Til þess aö bæta úr
menguninni er veriö aö koma
upp þurrhreinsun i ker-
skálunum. Kerin eru þakin meö
álþekjum og tölvustýringu er
beitt i meira mæli.
Kergufurnar eru
sogaöap undan þekjunum, i
gegnum rörlagnir I kjöllurum
kerskálanna, til tveggja
hreinsistöðva. I hreinsi-
stöövunum er súráli blandaö i
kergufurnar og bindast loft-
kennd flúorefni, sem annars
færu út I andrúmsloftiö, súrál-
inu. Súrálinu, sóti og flúorsam-
böndunum I föstu formi er .
endanlega náö úr afsogi loftsins
meö þvi aö draga þaö i gegnum
pokasiur. Taliö er aö virkni
hreinsibúnaöarins sé um 99%.
Mannaskipti fátið.
Búiö er aö koma þurrhreinsi-
búnaðinum fyrir i 40 ker og
finnur maöur mikinn mun á
andrúmsloftinu i kerskálanum,
þar sem þessi búnaöur er. Þurr-
hreinsibúnaöur fyrir 120 ker til
viðbótar er væntanlegur fljót-
lega.
En þrátt fyrir, aö óvönum
manni litist ekkert á kerskálana
sem vinnustaö, getur ekki veriö
svo hábölvaö aö vinna þar.
Mannaskipti I Alverinu eru
mjög fátiö og á annaö hundraö
manns hafa starfaö þar i tiu ár
eöa meira, en alls eru fastir
starfsmenn um 650, auk rúm-
lega hundraö sumarafleysinga-
manna.
Þá eru kjör starfsmannanna
betri en viöast annars staöar á
sambærilegum vinnustööum.
Rafmagnsskömmtun.
Vegna Htillar úrkomu I sumar
hafa uppistööulón virkjana
oröiö vatnslitil og þvi hefur viöa
oröiö aö gripa til rafmagns-
skömmtunar. Þetta hefur ekki
sist komiö niöur á Alverinu, en
rafmagn til versins er nú
skammtaö.
Skömmtunin hefur oröiö til
þess, aö ker sem hafa veriö viö
viögeröar eru ekki tekin undir
framleiöslu aftur og straum-
styrkleikinn er minnkaöur I
öörum kerjum. Þetta þýöir
minni afköst.
Alversmenn vonast þvi eftir
sem mestri úrkomu næstu
vikurnar.
Texti: Axel
Ammendrup
Myndir:
Bragi
Guömunds-
Skipt um rafskaut I einu kerjanna. Grafan grefur holu I áliö fyrir
skautið.
Grafan grefur holu I kraumandl ólið.
Raflausnarefni bætt I kerið.
JH
fhskandi
jógurtdrykkur
hollur
svalandi
Mjólkursamsalan í ReyHjavík