Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 18.10.1979, Blaðsíða 23
Fimmtudagslelkritið ki. 20.10: „Brimar víð Bölkiett" „Brimar við Bölklett” heitir fimmtudagsleik- ritið að þessu sinni og er það eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson öðru nafni „Hannes á horninu” en undir þvi nafni skrifaði hann dálka i Alþýðu- blaðið á sinni tið. Leikritið segir frá lifsbaráttu manna i sunnlensku sjávarþorpi snemma á þessari öld. Nýr timi er að ganga f garð með breyttum atvinnuháttum en það eru ekki allir tilbúnir að laga sig eftir þvi. Guðni í Skuld er einn þeirra sem vilja „risa úr duftinu” eins og hann orðar þaö, berjast við danska kaupmannavaldið og fyrir mannsæmandi kjörum. Otvarpshandritið gerði Þor- steinn ö. Stephensen og er hann jafnframt leikstjóri. Af leikend- um má nefna Baldvin Halldórs- son, Rúrik Haraldsson og Val Glslason. —HR Þorsteinn ö. Stephensen gerði leikgerðina að „Brimar við Böl- klett” og er hann jafnframt ieik- stjóri. Útvarp kl. 22.00 (kvðld: Hugleiðingar vlð grðf Choplns Anna Snorradóttir ,,Ég hef verið aðdá- andi Chopins síðan ég man eftir mér” sagði Anna Snorradóttir, en i kvöid verður hún með frásögn sem hún nefnir ,,Við gröf Chopins” Annasagöisthafa veriðf Paris i mars s.l. og hafi hún þá farið í pilagrimsför i kirkjugarðinn þar sem Chopin er grafinn. A leiðinni heim til íslands hefði hún svo skrifað þessa frásögn sem væri n.k. hugleiðing um heimsóknina i þennan gamlakirkjugarðen hann er frá árinu 1804. Inn á milli ætl- aði hún svo að leika nokkur verk eftir Chopin. Chopin var fæddur i Póllandi árið 1810 af pólsku og frönsku for- eldri en um tvftugt varð hann að flýja land vegna skoöana sinna og dvaldist hann eftir það i Frakklandi, þar sem hann skrif- aði flest sin frægustu pianóverk. Chopin varð þó ekki gamall maður þvi hann lést árið 1849 að- eins 39 ára að aldri og voru I gær liðin nákvæmlega 130 ár frá dauða hans. —HR MIÐDEGISSAGAN KL. 14.30: SAGA UM FISKIMENN VIB (SLANDSSTRENDUR „Sagan lýsir færeysku þjóðlifi rétt fyrir miðja öldina og við fylgjumst með viðureign fiski- mannanna við hafið i kringum ísland en þar eru þeir á skaki” sagði Hjálmar Árnason en hann les nu um stundir söguna „Fiskimenn” eftir Færeyinginn Mart- in Joensen i eigin þýð- ingu. Hjálmar sagöi að vettvangur sögunnar væri að mestu leyti lifið um borö I skútunni og þar lýst sálrænum átökum sem ættu sér staö á milli mannanna um borð. Einnig er lýst þvi sem við tekur þegar i land er komið, trú- ardeilum, byggðadeilum og deil- um miili kaupmanna og verka- fólks. Hjálmar sagöi aö þessi saga væri um margt hliðstæð Sölku Völku eftir Laxness: báðar væru sögurnar beinskeyttar samtima- lýsingar á gangi mála sem hafi leitt yfir höfunda sina mikla gagnrýni. Martin Joensen var meöal þekktustu rithöfunda Færeyinga ogerusagan „Fiskimenn” ásamt framhaldi hennar „Það lýsir af degi ” þekktustu sögur hans. —HR Hjálmar Arnason fyrrverandi skólastjóri hefur þýtt sögu Mart- ins Joensens og les hann hana einnig. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þröstur Karlsson les frum- samda smásögu: „Rolli i kosningaham 9.20 Leikfimi. 9.30 TUkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sveinn Hannesson og Sigmar Arnason. Greint frá 38. iðnþingi Islendinga. 1115 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdégissagna: „Fiski- menn” eftir Martin Joensen Þýöandinn, Hjálmar Arna- son, les (9). 15.00 M iðdegistónIeikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tönleikar 17.05 Atriði úr morgunpósti endurtekin 17.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 lslenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 „Brimar við Bölklett”, lestrar- og leikþættir úr samnefndri skáldsögu eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Þorsteinn O. Stephensen tók saman og stjórnaði flutn- ingi. (Aöurútv. 1. mai 1965). 21.25 Tónleikar 22.00 Við gröf Chopins.Anna Snorradóttir segir frá. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Afangar. Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson ogGuðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Mikið fiör í erfidrykkjunni Ýmis teikn eru á lofti um að vinstristjórnir þrlfist ekki hér á noröurhjara. Sennilegt er þó, að vinstriþátturinn I þeim sé ekki ráðandi afl I þessum örlögum heldur hitt, að þriggja flokka stjórnir uni sér illa. Um þær vinstristjórnir, sem setiö hafa, má segja með nokkrum rökum, að þær séu góöærisstjórnir. Ekki svo að skilja að þeim fylgi góðæri og velsæld. öðru nær. Þær gera það sæmilegt meðan búrið er enn fullt af góðmeti og hægt er að gera flestum sæmi- lega veislu. Þegar gengur á vistirnar, eykst sundurlyndið og önnur óáran. Þessi stjórn, sem siöast dó, bjó ekki við annað atlæti frá byrjun en allgott fylgilag þeirra, sem erft hafa verkalýðshreyfinguna og vilja I skjóli þess erfðagóss erfa allt annaö f þessu landi. Þessi vin- skapur úr vinstri dugði þó harla skammt. Þegar vinstristjórn komst til valda 1971 var all-búsældarlegt um að litast I fjárhirslum. Sú stjórn gerði það sæmilegt meðan birgöir entust. Magnús Kjartansson hóf ráðherraferil sinn með rfku örlæti á báða bóga. Svo langt gekk hann að stofnanir, sem undir hann heyröu, hafa löngum sfðan búið við illviöráöanlegan skuldahala. Sú stjórn, sem sfðast dó, gekk ekki i neinar gullkistur og fór þess vegna um með hávaða og innri brigslyröum um flest mánaöamót ferils sins. En nú bregöur svo viö, að þegar ráö- herrar fara, þá efna þeir flestir til fagnaöar, eins konar erfi- drykkju. Tómas segir lagossa á staö með Þjóöarbókhlöðu og Listasafn. Ragnar fer loks að huga að kvikmyndasjóði en stórtækastur sem fyrr er fyrrum iönaöarráðherra. Hann sendir Rafmagnsveitum rfkis- ins kveöjubréf um leið og hann lokar ráðuneytinu á eftir sér. Neðanmáls I bréfinu skipar hann svo fyrir, aö iagt skuli á staö með Bessastaðaárvirkjun upp á nokkra milljarða. Slðan heldur blessað glæsimennið hvern blaðamannafundinn af öðrum til að tlunda afrek sln. Þrettán frumvörp hafi hann haft I smíðum. Milljónatugir hafi hann lagt til, að færu strax I Kröflu og hundruö fljótlega. Þvi hefði veriö vel tekið af rlkis- stjórn I dauöakippnum, en ekkert umfram það. Magnús Magnússon, sem fastast hélt sér I ráðherra- brlkurnar, heldur sér enn. Ekki fær hann þó að keyra I gegn þessi tuttugu frumvörp, sem hann hafði boöaö aö keyra ætti I gegn fyrir áramót. Hann fær bara að sitja. Tómas Árnason hélt blaöa- mannafund til að leiörétta blaðamannafund Hjörleifs um, að hann hefði sölsað undir sig eitthvert iönjöfunargjald. Það gjald sagðist hann hafa ætiað að útvega Hjörleifi aftur I formi láns, sem Jóhannes Nordal myndi sjálfsagt hafa útvegað, ef' vel heföi veriö að honum fariö. Reyndar má geta þess I framhjáhlaupi, aö Jóhannes er nú fyrrverandi tilvonandi forsætisráðherra landsins, ef marka má þær áreiðanlegu heimildir, sem hvlsluðu þvi að Svarthöföa, að Kristján forseti heföi verið búinn að orða þaö starf við hann. Jóhannes er hagur maður um flest og hefði ekki oröiö skotaskuld að bæta þessu við önnur og mikilvægari störf, sem hann hefur sinnt um dagana. Fyrir hann væri slfk nafnbót eins og fálkaorðan hverri annarri hetju. Hann hefur aldrei formlega borið þennan titil og hefði borið hann vel og haft gaman af. Forsetinn fór til Belgiu rólegur og klár. Hann var búinn að ganga vel úr skugga um, að ástandið hér heima yrði nákvæmlega jafnbrjálaö og það hefur veriö undanfarin ár og þvi þyrfti engar áhyggjur að hafa. Kommarnir kalla stjórnina okk- ar Dúkku-Lisu og fullu nafni mætti gjarnan kalla hana Dúkku-Lisu i Undralandi. Svarthöfði )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.