Vísir - 22.10.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 22.10.1979, Blaðsíða 3
vtsm Mánudagur 22. oktéber 1979 !■■■■■■■■■■ Skortur á lóðum á Reykjavíkursvæöinu veldur verulegum hækkunum: »1» » «k.< >*■»■ * LÖÐARSKIKINH KONIINN UPP ITÍU MILLJÚNIR KR. Skortur á lóðum á Reykjavíkursvæðinu hefur leitt til þess, að eignarlóðir hækka nú um hálfa milljón á mánuði. Mun algengt verð á eignarlóð- um undir einbýlishús vera kringum 10 milljónir. A þessu ári hefur aöeins veriö úthlutaö lóöum fyrir um 150-160 ibúöir i Reykjavik og þar af eru 75-90 á svæöi I Seljahverfi, sem enn hefur ekki veriö skipulagt. A Reykjavlkursvæöinu öllu hefur framboö á lóöum veriö i lágmarki á þessu ári og er taliö aö samtals hafi um 300 lóöir veriö til skiptanna. Til samanburöar má geta þess, aö I fyrra var úthlutaö I Reykjavik lóöum fyrir 508 íbúö- ir, 1977 fyrir 217 ibúöir og 1976 fyrir 714 Ibúöir. 1 samtölum, sem Visir átti viö fasteignasala, kom fram aö sáralitiö framboö sé á eignar- lóöum á Reykjavikursvæöinu. Þegar þær koma I sölu, er verö- iö allt aö 15 milljónum króna. Einu eignarlóöirnar I Reykja- vik sem veriö hafa til sölu undanfarna mánuöi, eru nokkr- ar lóöir I Selásnum, en þar er ekkertframboö sem stendur. Þó hefur ein og ein komiö' I end- ursölu og er þá veriö á bilinu 8- 10 milljónir. Þaö er fyrir utan gatnageröargjald, sem sam- kvæmt samningi landeigenda- félagsins viö Reykjavikurborg er 40% af gjaldinu eins og þaö var 1974. A Arnarnesi er eitthvaö til af lóöum og kosta þær i kringum 10 milljónir. Sjávarlóöir kosta þar allt aö 15 milljónum. A Seltjarnarnesi fer verö lóöa nú upp I 15 milljónir, en verö þeirra fer eins og annars staöar eftir staösetningu. A Alftanesi kosta nokkuö stór- ar lóöir um 7 milljónir króna, en þar er engin hitaveita enn sem komiö er. Ödýrustu lóöirnar eru 1 Mos- fellssveit, en þar kosta 900 m2 lóöir 3-4 milljónir án gatna- geröargjalds. Veröbólgan á sinn þátt i verö- hækkun lóöanna, þvi þótt hún sé talin vera milli 50 og 60% núna, hefur hún komiö mun hærri út I fasteignaveröi, eöa allt aö 70- 90% samkvæmt upplýsingum eins fasteignasalans. —SJ ■ Óskert aðdráttarafl Jaqueline Kennedy Onassis og dóttir hennar, Karólina, voru meðal gesta framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóöanna, þegar Jóhannes Páll páfi II ávarpaöi allsherjarþing SÞ. Þó aö gestir Waldheims hafi veriö um 60 talsins viö þetta tæki- færi, drógu þær mæögur mjög aö sér athygli ljósmyndaranna. Þessi mynd var ein þeirra sem teknar voru, þegar þær komu til aöalstööva SÞ. Mynd: UPI ■ ■ ■ þakjárn • þaksaumur plastbáruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. "" Hringbraut 121 simi 10 600 RHM um veröbðtavfsltðluna 1. flesember: Ekkl sérslök skerðing h|á láglaunamönnum Bandalag háskóla- manna gerir engar at- hugasemdir við þær ráðagerðir sem nú eru uppi að láta 2% skerð- ingu verðbótavisitölu ekki hafa áhrif á verð- bætur hinna lægst laun- uðu, að þvi er segir i frétt frá bandalaginu. Aö undanförnu hefur veriö um þaö rætt aö verðbætur á laun hinna lægst launuöu veröi 9% 1. desember n.k., samkvæmt nú- gildandi lögum, en veröbætur á laun annarra veröi 11%. BHM vekur hins vegar athygli á þvi aö hér sé ekki um aö ræöa sérstaka sKerómgu á láglaunum, eins og virðist hafa komiö fram i umræöum um þessi mál. Skýringin liggi I þvi aö sam- kvæmt efnahagslögunum frá i sumar hafi 2ja prósenta verö- bótaskeröingin á launum 1. juni s.l. veriö frestaö hjá lágtekjufólki til 1. desember nk., en komiö til framkvæmda hjá öörum launa- hópum. — KS Loðskbmskúhir - ný sonding OPID FRA KL. 1-6 E.l PELSINN KIRKJUHVOLI - SÍMI 20160

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.