Vísir - 22.10.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 22.10.1979, Blaðsíða 9
WY’ 1 VtSIR Mánudagur 22. október 1979 ___ _________ ^ N ætii rút v ár p ú r s dg u íin i en stereo á næsta ári //Ég hef komist aö því, aö þessi stofnun er ákaflega þung í vöfum. Það er langur meögöngutfmi á öllum breytingum/"sagöiólafur R. Einarsson,formaöur út- varpsráðs, þegar Vísir spuröist fyrir um þær dag- skrárbreytingar, sem útvarpsráö hefur haft í undir- búningi undanfarið. Næturútvarp er úr sögunni i bili og sagöi ólafur aö þaö heföi strandaö á fjármagnsskorti. Hann kvaöst ekki hafa viljaö eiga hlutdeild aö þvi aö fariö yröi út f flutning framleiddra auglýsinga, eins og gert var ráö fyrir aö yröu látnar standa und- ir kostnaöi af næturútvarpi. Fjármagnsskortur kemur lika i veg fyrir aö unnt veröi aö sýna kvikmyndir siöla á föstu- dags- eöa laugardagskvöldum eftir aö venjulegri dagskrá er lokiö. ólafur sagöi aö þaö krefö- ist meiri starfskrafts viö efnis- öflun. Skriður á stereo Hins vegar kvaö Olafur stereóútvarp vera komiö á skriö. Verkfræöingar útvarps- ins heföu hafiö viöræöur viö norska útvarpsmenn um sam- vinnu viö aö byggja upp stereó- útvarp hér. Taldi Ólafur aö þaö ætti aö komast I framkvæmd á næsta ári. Starfstimi þessa útvarpsráös er senn útrunninn, þar sem nýtt ráö veröur valiö eftir kosningar. Kjörtfmabil núverandi ráös veröur þvi sennilega aöeins eitt ár. Þaö var kosiö i desember 1978. — SJ Hvaöa kostlr fylgja þvl að neyta ekki vímuefna? Margar þjóöir hafa stuniö undir þvi öldum saman aö fólk veröur háö ýmsum vimuefnum, Austur- lönd ópiumefnum og Vesturlönd áfengi. Þá hafa ýmis önnur vfmuefni bæst viö á síöustu ára- tugum. Þess vegna efna nú ýmis félagasamtök aö frumkvæöi Unglingareglu I.O.GíT.til herferö- ar gegn öllum vímuefnum vikuna 21.-28. okt. og heita þau á lands- menn aö styöja þessa viöleitni. Hér er einkum ástæöa til aö nefna áfengiö sem er algengasta vimu- efniö á Vesturlöndum. A barnaári ber einkum aö vara viö þeim áhrifum sem áfengisneysla for- eldra hefur á uppeldi barna og unglinga. Hvaöa kostir eru þá viö þaö aö hafna þessum nautnaefnum? Þeir eru margir. Fátt er dýr- mætara en gott heilsufar. Ekki er hyggilegt aö fórna þvi fyrir vimu- efni. Ef þér er annt um störf þin er best aö bragöa ekki áfengi. Sá sem hafnar áfengi getur yfirleitt gengiö allsgáöur og heilbrigöur aö störfum. Og þá er aö nefna jákvæö áhrif bindindissemi á heimilislif og uppeldi barna og er þaö kannski mikilvægast alls. Edison, uppfinningamaöurinn frægi, sagöi aö hann heföi ekki of mikiö vit og vildi ekki fórna áfenginu neinu af þvi. Megum viö, venjulegt fólk, þá viö slfkum fórnum? Sveinn Kristjánsson, sttfrtemplar. Landssamband llfeyrlsslóða: val á milli verðtrygging- ar og hæstu lögieyfðu vaxta Almennur fundur Landssam- bands lifeyrissjóöa hefur sam- þykkt samhljóöa aö leggja til viö aöildarsjóöina aö sjóöfélögum veröi gefinn kostur á aö velja milli tveggja lánsforma. í fyrsta lagi lán meö jöfnum af- borgunum, 2% vöxtum p.a. og fullri verötryggingu samkvæmt lánskjaravisitölu. Hinn kosturinn er lán meö jöfn- um afborgunum og hæstu lög- leyföu vöxtum. 1 frétt frá Landssambandinu i segir aö hiö fyrra byggi á þeirri heimild, sem sjóöirnir hafi fengiö til aö verötryggja útlán sfn, en hitt sé þaö form sem flestir sjóö- anna hafi notaö til þessa. Meginmunurinn á þessum lánum sé sá, aö greiöslubyröi fyrra lánsins er miklu jafnari yfir lánstfmann, en mjög þungbær i fyrstu i hinu en veröi óveruleg undir lok lánstimans. Sem ávöxtun fyrir sjóöina séu lánin mjög áþekk. — SG Stúdentar og i. des. Kosið i háskólanum Þaö eru fleiri I kosningaham þessa dagana en landsfeöurnir. 1 dag 22. október kjósa stúdent- ar viö Háskólann um það hverj- ir skuli fyrir þeirra hönd sjá um hátiöardagskrá á afmælisdegi fullveldis Islands 1. desember nk. Eins og undanfarin ár eru það pólitisku félögin tvö sem kljást: Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta og félag kommúnista i Háskólanum. Svo sem kunnugt er, hafa kommún- istar illu heilli boriö sigur Ur býtum undanfarin ár og þvi séð um hátiöina, sem haldin hefur verið I Háskólabiói og verið Ut- varpaö. Þess er hér aö geta aö þrátt fyriraö Vökumönnum hafi tekist aö rýmka kosningafyrir- komulagið aöeins, er þaö enn allt of þröngt. Þannig var þátt- takan i 1. des. kosningunum i fyrra því miður aðeins um 25%. 1. des. nefnd Þeir, sem taka vilja aö sér aö sjá um dagskrána bjóöa fram vinnuhóp 7 stúdenta, svonefnda 1. des. nefnd og kynna hvaöa málefni þeir ætli sér að ræöa. Þvi næst fer I gang einskonar kosningabarátta, þar sem mál- efni og frambjóðendur eru kynnt. Hápunktur þessa er svo kjörfundur, þar sem félögin leiða f ram ræðusnillinga sina og kosning fer fram. neðanmóls Tryggvi Agnarsson laganemi skrifar um þær kosningar sem fram fara meöal háskóla- stúdenta I kvöld um þaö hverjir skuli fyrir þeirra hönd sjá um hátföardagskrána 1. desember. „Linurnar eru mjög skýrar I Háskólanum. Annars vegar er Vaka sem er félag alþýöuflokks-, framsóknar- og sjálfstæöis- manna og óflokksbundinna Iýöræöissinna og hins vegar félag vinstri manna þar sem byltingarsinnaöir kommúnistar ráöa lögum og lofum” segir Tryggvi meöal annars I grein sinni. sem koma skal að byltingunni lokinni. Vaka eða vima Vökumönnum hefur jafnan þótt til hlýða aö velja sem 1. desember umræöuefni eitthvaö sem landsmönnum ætti aö vera ofarlega f huga á þessum degi svo sem málefni tengd mann- réttindum og frelsi, eða mennt- unarmöguleikum svo eitthvaö sénefnt. Kommarnir hafa aftur ámótigripið tækifæriö til aöút- hrópa menningararfleifð okkar og sviviröa þá, sem lagt hafa hornsteina þess lýöræðisþjóöfé- lags, sem viö búum viö. Al- mennt hafa þeir reynt að niða allt niöur sem venjulegum landsmönnum er heilagt. Þá hafa þeir auövitað boöaö þús- undárasæluriki sósialismans, Flóttafólk Vaka hefur aö þessu sinni kos- iö aö helga f lóttafólki og vanda- málum, sem þvi fylgja 1. des- ember hátiðahöldin. Segja má, að vandi þessa fólks sé eitt af höfuðvandamálum samtiöar okkar. Vökumenn ætla sér að leitast við að kynna hvaðan fólkiö aöallega kemur og þá ekki sist, hvað þaö er aö flýja. Heldur hafa augu landans beinst að þessum vanda nú und- anfariö, einkum vegna þess að hingaö til lands hafa flustnokkrir flóttamenn. Fæstir virðast þö hafa látiö sig vand- ann miklu skipta. Umræöur um þessi mál ættu m.a. aö örva okkur lýöræöissinna i baráttu okkar gegn hvers kyns öfgaöfl- um. Þvi hvaðan er þetta vesa- lings fólk að flýja? Hvaö er þaö, sem fær fólk til aö yfirgefa ást- vini sina, fósturjörö og oftast allar eigur sinar? Sannleikurinn er auövitað sá aö fólkiö flýr lönd, sem af ýmsum ástæöum hafa komist yndir stjórn póli- tiskra öfgamanna, yfirleitt kommúnista eða fasista. Er til betraviti til varnaöar fyrir okk- ur en ógnir flóttafólksins? Skýrar pólitískar linur Margir kvarta yfir þvf, að þeim finnist linurnar heldur ó- skýrar milli sumra stjórnmála- flokkanna islenskra. Ekkert skal ég um það segja, en bendi á að linurnar eru mjög skýrar I Háskólanum. Annars vegar er Vaka, sem er félag alþýöu- flokks-, framsóknar- og sjálf- stæðismanna og óflokksbund- inna lýöræðissinna — og hins vegar félag vinstri manna, þar sem byltingarsinnaöir komm- únistar ráöa lögum og lofum. Naflaskoðun eða raunsæi Enginn stúdent ætti aö vera svikinn af því aö bregöa undir sig betri fætinum og drifa sig á kosningafundinn i kvöld og hlusta á og helst taka þátt f fjör- ugum umræöum og kjósa siöan. Ef stúdent vill hlusta á fyrir- lestra á 1. des. samkomunni um það, hvernig hann geti öölast hina „hnattrænu yfirsýn”, og á hvern hátt hann megi nema fræöi sin á „fagkritiskan” hátt ogum sælurikin i austri, þá kýs hann kommana. Hafi hann á- huga á að vandamál flóttafólks- ins veröi á dagskrá og leiði þar meö hugann aö vandamáli, sem allt hugsandi fólk þarf aö láta sig skipta og einnig aö fullveld- issamkoma stúdenta i Háskóla- biói veröi honum og Háskólan- um aftur til sóma, þá kýs hann Vöku. Við skulum muna þaö, aö þeir róttæku mæta allir sem einn eins og venjulega. Tryggvi Agnarsson, laganemi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.