Vísir - 22.10.1979, Blaðsíða 8
Mánudagur 22. oktdber 1979
8
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
vinsson.
iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljosmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
Þaö lögiega minnkar - hltl eykst
Verulega hefur dregiö úr löglegri sölu vanabindandi lyfja I lyfjabúöum hér á landi
siöustu þrjú árin, áfengissala ATVR stendur nánast f staö,en heimabruggið álögiega
eykstogsala smyglaðra storhættulegra fikniefna og -lyfja verður sifellt meira vanda-
mál.
Allmiklar umræður urðu á
opinberum vettvangi á fyrri
hluta þessa áratugs um það
magn vanabindandi lyfja, sem
selt var löglega hér á landi. Með-
al annars var bent á það í fjöl-
miðlum, að læknar ávísuðu
óþarflega mikið á þessi lyf.
í könnun, sem gerð var á lyf ja-
ávísunum lækna í Reykjavík á
árunum 1972-1976 kom svo fram,
að hvergi á Norðurlöndum nema
í Danmörku, var ávísað magn
þessara lyf ja meira en hér.
Ávísað amfetamín reyndist einn-
ig margfalt meira að vöxtum hér
en á öðrum Norðurlöndum.
Þessar niðurstöður urðu til
þess, að heilbrigðisyf irvöld gripu
í taumana, hertu allt eftirlit með
útgáfu lyfseðla og reyndu með
öðru móti að hafa áhrif í þá átt,
að draga úr notkun vanabindandi
lyfja hér á landi.
í greinargerð, sem Ólafur
Ölafsson, landlæknir, Sigmundur
Sigfússon og Almar Grímsson
haf a tekið saman um þróun notk-
unar vanabindandi lyf ja hér síð-
ustu árin og árangur áður-
nefndra aðgerða, kemur í Ijós, að
verulegur árangur hefur náðst.
Má í því sambandi nefna, að
ávísunum lækna á eftirritunar-
skyld svefnlyf og róandi lyf hef-
ur síðustu þrjú árin fækkað um
35% og ávísað magn Amfetamíns
og skyldra lyfja minnkað um
40%.
Þetta er hér gert að umtalsefni
í tilefni þess, að í gær hófst upp-
lýsingaherferð, sem ber yfir-
skriftina „Vika gegn vímugjöf-
um", en að henni standa 24 aðil-
ar, landssamtök, félög og nokkr-
ar stofnanir. Markmiðið mun
vera að vekja athygli á þeim
vandamálum, sem fylgja notkun
vímuefna, einkum áfengis, og
þeim áhrifum, sem vímuefna-
notkun foreldra og annarra ná-
kominna hefur á börn. Þetta
síðasta atriði er sérstaklega
dregið fram i dagsljósið í tilefni
barnaárs Sameinuðu þjóðanna.
Slíkar vakningavikur eru góðra
gjalda verðar til þess að beina
augum fólks að ákveðnum
vandamálum og viðfangsefnum í
erli hversdagsins, en til þess að
verulegur árangur náist í barátt-
unni við vímugjafana þarf reglu-
bundið fræðslu- og upplýsinga-
starf, aukið aðhald og eftirlit,
eins og átti sér stað varðandi
ávanalyf in.
En slíkt verður að vera sam-
verkandi ef árangur á að nást,
annars er hætt við að þeir, sem
yfirgefa einn flokk vímugjafa
hallist í þess stað að öðrum.
í því sambandi má nefna, að
neysla ólöglegra vína og áfengs
öls hefur aukist mikið hérlendis
síðustu árin og telur landlæknir í
því sambandi ástæðu til að ætla,
að margir neytendur noti sér ró-
andi og svæfandi verkun þessa
heimabruggaða áfengis.
Erf itt er að meta, hve mikið er
um ólöglega sölu ávanalyfja og
fíkniefna hér á landi, en ekki
leikur lengur neinn vaf i á því, að
neysla smyglaðra fíkniefna er
hér alvariegt vandamál.
Fyrir skömmu kom fram í
Vísi, að áætlað söluverðmæti
þeirra fíkniefna, sem hér voru
gerð upptæk á síðasta ári næmi
rúmlega hálfum milljarði króna,
en miðað við árangur fíkniefna-
lögregluerlendis má telja að ekki
takist að gera upptæk nema um
10% þess magns þessara efna,
sem er á markaðnum.
Þótt þörf sé á að beina athygl-
inni að löglegri áfengisnotkun, og
löglegri lyfjasölu, má ekki
gleyma sölu og notkun stórhættu-
legra ólöglegra fíkniefna, en á
því sviði þarf ekki aðeins í þess-
ari viku heldur allar aðrar vikur
ársins að leggja stóraukna
áherslu á löggæslumálin. Fíkni-
efnavandamálið hefur enn ekki
verið tekið nógu föstum tökum
hérlendis.
Þroskaheltir á leið út I hlóðfélagið:
Fði sðmu
hlónusiu
og aðrlr
landsmenn
Frá ráöstefnu þroskaþjálfa um nýju lögin, sem koma til framkvæmda um næstu áramót.
,,Ef lögunum verður
framfylgt, koma van-
gefnir og aðrir þroska-
heftir í stórauknum
mæli út i þjóðfélagið,”
sagði Rannveig
Traustadóttir þroska-
þjálfi á blaðamanna-
fundi, sem haldinn var
til að kynna niðurstöð-
ur nýlegrar ráðstefnu
þroskaþ jálfa.
Þar var helst til umræöu hiö
nýja hlutverk þroskaþjálfa eftir
aö nýsamþykkt lög um aöstoö
viö þroskahefta koma til fram-
kvæmda um áramótin.
Hingaö til hefur starf þroska-
þjálfanær eingöngu veriö unniö
á stofnunum, en samkvæmt
lögunum á aö gera þroska-
heftum kleift aö lifa sem eöli-
legustu Hfi úti I samfélaginu og
þá hverfa þessir hópar smátt og
smátt út af stofnunum.
„Margir þessara einstaklinga
eru búnir aö vera of lengi á
stofnunum til aö geta bjargaö
sér utan þess verndaöa um-
hverfis, sem þar er,” sagöi
Rannveig.
„En þeir.sem hafa möguleika
áaö aölagast samfélaginu þurfa
áfram á þjónustu okkar aö
halda.”
Þjónustan færð á heim-
ilin
Þroskaþjálfar hafa þaö hlut-
verk aö kenna þroskaheftum
nauösynlegustu atriöi mannlegs
lifs, sem aörir geta lært af um-
hverfisinu, svo sem aö þvo sér,
matast og klæöa sig.
Þegar hætt veröur aö ein-
angra þroskahefta á stofnunum,
veröur aö flytja þessa þjónustu
inn á heimilin, hvar sem þau eru
á landinu. Búist er viö aö þetta
starf veröi i tengslum viö þjón-
ustumiöstöövar, sem eiga aö
vera á átta stööum á landinu.
Þroskaþjálfar vilja taka virk-
an þátt i aö móta þessa nyju
þjónustu, en reglugerö hefur
enn ekki veriö sett meö nýju
lögunum.
Sumir fá enga þjónustu
Meö nýju lögunum er gert ráö
fyrir aö þroskaheftir fái sömu
þjónustu og aörir landsmenn, i
skólum, á dagheimilum o.s.frv.
En auk þess þurfa þeir á sér-
stakri þjónustu aö halda vegna
fötlunar sinnar. Þeir þurfa
meiri kennslu, og fullorönir
þurfa margir á sérstökum
heimilum aö halda, svo og aö-
stoö viö aö fá vinnu. Foreldrar
þroskaheftra hafa þörf fyrir aö
geta komiö börnum sínum á
skammtimafósturheimili.
Sumt af þessu er þegar komiö
til, enmikiö vantar enn á aöþaö
sé nægilegt. Taliö er aö yfir
0.7% þjóöarinnar séu þroska-
heft , en kannanir á þvi eru
ekki tæmandi, þvi sumir þess-
ara einstaklinga eru enn faldir
inni á heimilum sinum og njóta
engrar þjónustu opinberra aö-
ila. — sj