Vísir - 22.10.1979, Blaðsíða 27
Popphorn kl. 16.20: kQflOII C9 IÍ9 >mliM ffnn
Pcydr „od Ud llllll lUr
niður tll Georgia
„Ég. ætla að reyna að segja
tvær smásögur með aðstoö
Charlie Daniels Band i Popphorn-
inu i dag”, sagði Þorgeir Ast-
valdsson, umsjónarmaður mánu-
dagspopphornsins i spjalli viö
Vfsi.
,,A einni plötu hljómsveitarinn-
ar eru sagðar tvær smásögur við
undirleik og ætla ég að reyna að
endursegja textann um leið, Ánn-
að lagið „The Devil went down to
Georgia”, segir frá þvi, þegar sá
svarti fór þangað niður eftir til að
veiða sálir, en varð að láta undan
siga fyrir fiðluleikara einum.
Þetta lag er nú eitt það vinsælasta
i Bandarikjunum. Hitt lagið segir
frá gömlum, blindum svertingja
sem missti sjónina af völdum Kú-
Klúx-Klan”.
Þorgeir sagðist einnig verða
með nokkur lög af nýjum plötum
hinna „stóru” og tók þar sem
dæmi Santana, Eagles og
Blondie. Siðast en ekki sist yröu á
dagskrá nokkur diskó-lög, þar af
t Popphorni i dag veröur m.a. leikið lag af nýjustu plötu Santana.
eitt með Elton John, þar sem Þór- væri svo lumma dagsins eins og
ir Baldursson iéki undir og loks venjulega. —HR
„Þetta er alvörulaust leikrit i ó-
sköp léttum dúr”, sagði Kristin
Mántyla, þýðandi finnska sjón-
varpsleikritsins „Daginn áður”,
sem sýnt verður i kvöld.
Kristin sagði, að það fjallaði
um tvo unga menn en annar
þeirra hefur verið kvaddur i her-
inn. Daginn áður en hann á að
mæta til skráningar fer .hann á-
samt vini sinum i biltúr til litils
þorps, þar sem þeir ætla að eyða
siðasta kvöldinu i glaumi og gleði,
en það mistekst allt hjá honum og
litið verður af gamninu.
Kristin var spurð, hvað henni
fyndist um það finnska sjón-
varpsefni, sem hingað hefði bor-
ist og fannst henni það einkenni-
legt hve litið hefði borist hingað af
góðu finnsku efni. Það sem komið
hefði, væri yfirleitt þungt og
Félagarnir tveir ætla sér að ærslast i litla þorpinu, en með litlum
árangri.
handahófskennt, en margt af
finnsku sjónvarpsefni væri mjög
gott. Taldi hún einna helst, að is-
lenska sjónvarpið setti fyrir sig
fjármálin, þvi að gott efni væri að
öllu jöfnu dýrara en það, sem
siðra væri.
Sjónvarp kl. 21.15:
ALVÖRULAUS LEIKUR FRÁ FINNUM
Mánudagur
22. október
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan: „Fiski-
menn” eftir Martin Joen-
son. Hjálmar Arnason les
þýðingu sina (10).
'15.00 Miödegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.16 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn. Þorgeir Ast-
valdsson kynnir.
17.04 Atriði úr morgunpósti
endurtekin.
17.20 Sagan: ..Grösin i giugg-
húsinu" eftir Hreiöar
Stefánsson.Höfundurinn les,
(4).
18.00 Viðsjá. Endurtekinn
þáttur frá morgninum.
18.15 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Arni Bööv-
arsson flytur þáttinn/
19.40 Um daginn og veginn.
Pálmi Frimannsson læknir i
Stykkishólmi talar.
"20.00 Fílharmoniski oktettinn
i Berlín leikur. Oktett fyrir
þrjár fiðlur, knéfiðlu,
kontrabassa, klarinettu,
fagott og horn eftir Paul
Hindmith.
20.30 (Jtvarpssagan: Ævi Ele-
nóru Marx eftir Chushichi
Tsuzuki. Sveinn Asgeirsson
les valda kafla bókarinnar 1
eigin þýðingu (4).
21.00 Lög unga fólksins. Asta
Ragnheiöur Jóhannesdóttir
kynnir.
22.10 v .öldsagan: Póstferö á
.ain i974.Frásögn Sigur-
geirs Magnússonar. Heigi
Elíasson lýkur lestrinum
(7).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar tslands i Há-
skóla biói, fimmtudaginn 11.
þ.m* — siðari hluti. Stjórn-
.an<ii: Jean-Pierre Jacquill-
at. Einsöngvari: Hermann
Prey.a. Haydn-tilbrigði op.
56a eftir Johannes Brahms.
b. „Söngvar förusveins”
eftir Gustav Mahler. c.
„Söngur til kvöldstjörnunn-
ár” úr óp. „Tannhauser”
éftir Richard Wagner.
Kynnir: Jón Múli Arnason.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
22. október 1979
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Augiýsingar og dagskrá.
20.35 Yöar skál. Stutt teikni-
mynd um áfengisneyslu,
gerö á vegum Heilbrigöis-
stofnunar Sameinuöu þjóð-
anna. Þýðandi Jón O. Ed-
wald.
20.45 lþróttir. Umsjónarmaö-
ur Bjarni Felixson.
21.15 Daginn áöur. Finnskt
sjónvarpsleikrit eftir Jussi
NiilekselS. Leikstjóri Lauri
Törhönen. Aðalhlutverk
Kari Sorvali og Veikko
Aaltonen. Ungur maöur hef-
ur veriö kvaddur i herinn.
Daginn áöur en hann á að
hef ja herþjónustu fer hann i
ökuferö ásamt félaga si'n-
um. Þeir leggj a leið sina um
litið sveitaþorp og þorpsbú-
um finnst aö þeir eigi þang-
aö ekkert erindi. Þýöandi
Kristin Mantyla. (Nordvisi-
' on — Finnska sjónvarpiö)
21.55 Rauöi baróninn. Bresk
heimildamynd um Manfred
von Richthofen, frægustu
flughetju Þjóöverja i heims-
styrjöldinni fyrr>- Þýöandi
Sigmundur Böövarsson.
Þulur Friöbjörn Gunnlaugs-
son.
22.50 Dagskrárlok.
RÍKISSTJÓRNIN MYNDUÐ
Okkar ágætu stjórnmála-
flokkar undirbúa nú sem óöast
framboö sin fyrir skamm-
degiskosningar. Sumir hafa
fyrir þvi að efna til prófkosn-
inga, aörir ekki. Svo viröist
sem einu gildi hvort frambjóö
endur eru valdir i próf-
kjörum eöa meö öörum
hætti. Pólitikin er jöfn slöpp,
hvor hátturinn, sem á er haföur.
Eina kjölfestan i póiitikinni um
þessar mundir er Hans Kr. Ey-
jólfsson húsvöröur meö meiru I
forsætisráöuneytinu. Hann
stendur af sér bæöi prófkjör og
uppstiilingarnefndir og sér um
sitt i stóra leöurstólnum i andyri
Múrsins. Þaöer rétt tii getiö hjá
Guömundi Ben I Timaviötali um
helgina aö stjórnarráöshúsiö viö
Lækjartorg væri svipminna, ef
þar sæti ekki Hans Kr. Eyjólfs-
son i stól, sem tekur öllum ráö-
herrastólum fram.
Þaö sem vantar i pólitikina er
kjölfesta eins og gamia stjórn-
arráöshúsiöhefur þar sem Hans
er. i gamla daga fékk maður sin
framboö eins og uppstillingar-
nefnd ákvaö og svo kaus maöur
sinn flokk og sína menn hvað
sem tautaöi og raulaöi. Nú er
allt geirneglt I prófkosningum
þar sem engir komast áfram
nema þeir sem fyrir voruog svo
ef til vill sápuauglýsingamenn
eöa iþróttahetjur. Svo viröist
sem allveruiegar breytingar
veröi á framboðum gamaldags
flokkanna tveggja, sem ekki
hafa prófkjör, en á hinn bóginn
bendir ekkert til þess aö próf-
kjörsflokkarnir sýni ný andlit.
Segja má aö kratar hafi tekiB
svo stórt stökk i þeim efnum i
fyrra aö nóg sé af svo góöu i
bráö I þeim herbúöum.
Hinir eldri menn I hópi okkar
stjórnmálamanna hugsa sér nú
flestir til hreyfings út af þingi
nema sá virðulegasti og þraut-
seigasti af þeim öllum, kempan
Gnnar Thoroddsen. Lúövik vill
hætta og ólafur Jóhannesson
hefur látiö sömu boö út ganga,
enhannheurþó fengiö svolitinn
neista af Hannibal isig, svo að
ekki er meö öllu útilokaö að
hann láti slag standa og freisti
þess aö endurheimta dálitið af
þeim atkvæöum, sem Einai
Agústsson og Guömundui
Þórarinsson töpuöu I fyrra i
Reykjavik. Þá er Halldór E.
Sigurösson á förum út af þingi
og Samvinnuskólastjórinn I Bif-
röst sækir fast á aö komast i
fyrsta sætiö i Vesturlandi. Það
mun efla marga flokksjaxla i
uoiuuuandanum, enda hefur
Framsókn ekki bóriö gæfu til að
tengja saman Samvinnuskóiann
og þingflokkinn siöan Jónas var
settur út f kuldann. Þessi
breyting mun þó litlu megna að
iyfta út á viö. Maddaman
veröur jafn kauösk eftir sem áö-
ur.
Kommúnistar eru þar á móti i
þeim vanda staddir aö margir
af þeirra efnilegustu mönnum
eru I falihættu, svo sem Ólafur
Ragnar. Og þeim mun reynasi
þaö þrautin þyngri aö skipa i
sæti Eövarðs Sigurðssonar. Af
verkalýösforingjum flokksins er
hann einn eftir af þeirri
stæröargráöu aö geta gefið
framboöinu i Reykjavik þunga-
vigt. Aörir eru ýmist hags-
munaforingjar uppmæiingaað-
alsins og þar af ieiðandi raun-
verulegir andstæðingar verka-
manna (menn eins og Guðjón
Jónsson) eöa figúrur (menn
eins og Guömundur J.). Sæti
Svövu Jakobsdóttur veröur þar
á móti auöveidiega fyllt. Þaö er
einungis kvenkynferöissæti og
skiptir ekki máli aö ööru leyti.
Sjálfstæöismenn tefla fram ó-
breyttu liöi, nema hvaö Oddur
Ólafsson hættir I Reykjanesi.
Fiokksforystan sá til þess aö
Daviö Scheving hætti viö fram-
boö I Reykjanesi þannig aö for-
ysta Mathiesens er þar eftir
sem áöur óyggjandi. Ekkert
getur þvi komið I veg fyrir aö
hann veröi fjármálaráöherra á
ný. t Reykjavik veröa þær einar
breytingar á framboösiistanum
aö failkandidatarnir frá þvi i
fyrra koma aftur. Hermt er aö
Gunnar Thoroddsen vilji fá
rólegri ráöherraembætti en sið-
ast t.d. dómsmálin. Matthias
Bjarnason þykir sjálfkjörinn
sjávarútvegsráöherra og rætt
er um aö sjálfstæðismenn séu
reiöubúnir til þess aö láta fram-
sóknarmönnum eftir fimmta
ráöherraembættiö meö þvi aö
gera Páima á Akri aö land-
búnaöarráöherra.
Af hálfu Alþýöuflokksins eru
þeir Benedikt og Kjartan sjálf-
kjörnir i rikisstjórn. Viimundur
ætlar sér aö fella frá ráöherra-
dóm Magnús af simstööinni og
tekst þaö vafalaust. Sighvatur
Björgvinsson er einnig nokkuö
öruggur um aö halda ráöherra-
stööu sinni. Næsta rikisstjórn
liggur þvl á borðinu. Hugmynd
Styrmis Gunnarssonar frá þvi I
sumar um samstjórn sjálf-
stæöismanna og kommúnista
viröist endanlega hafa veriö
drepin. Kosningaúrslitin skipta
þvi ekki öllu máli. Eina spurn-
ingin, sem enn er ósvaraö, er sú,
hvort ráöherraefnunum dettur
eitthvaö sniöugt i hug fram aö
kosningum til þess aö geta gert
eitthvaö þegar i stólana er kom-
iö. Svarthöfði.