Vísir - 16.11.1979, Síða 3

Vísir - 16.11.1979, Síða 3
3 Kjörorð óháös blaðs (Kópavogi: Svipmelrl og sjálfstæöari bæjarbrag Nýtt frjálst og óháö blaö í Kópavogi hóf göngu sfna síöast- liðinn mánudag. bað heitir Kópa- vogstfðindi og er þvf ætlaö að koma út hálfsmánaöarlega. Rit- stjóri er Herbert Guðmundsson, en hann hefur áöur ritstýrt m.a. íslendingi-lsafold á Akureyri, Frjálsri verslun og timaritinu Hús og hibýli. Útgefendur segja að blaöinu sé ætlað að vera ffetta- og málefna- vettvangur fyrir Kópavogsbúa og stuðla að sinu leyti að svipmeiri og sjálfstæðari bæjarbrag I stærsta kaupstaö landsins. Útgefandi er samnefnt fyrir- tæki, en eigandi þess er Heimir Br. Jóhannsson. —KS VlSIR Föstudagur 16. nóvember 1979 Amundi Ámundason, framkvæmdastjóri i Jólamagasininu i Sýningarhöllinni. — Visismynd: BG „YFIRBYGGÐ VERSLUNARGATA” Jóla-Magasin, stórverslun 28 kaupmanna, var opnuð I Sýn- ingarhöllinni, Bfidshöfða i fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri Jóla-Magasins, Amundi Amundason, sagði, að slik verslun væri alger nýjung hér á landi. Fyrirmyndin væri sótt til erlendra stórmarkaða, þar sem heilu fjölskyldurnar gætu kom- ið, verslaö, skemmt sér og feng- ið hressingu. Þarna væri boöið upp á skemmtidagskrár, þar sem fram kæmu meöal annarra Brunaliðið, Brimkló, Halli og Laddi, Jörundur, Tóti trúður, Magnús og Jóhann kórar, dans- flokkar og náttúrulega jóla- sveinar. Þá yrðu tískusýningar reglulega. Barnaleikvöllur er á svæðinu og barnagæsla fyrir þá, sem vilja. Atta metra hátt jóla- tré verður i anddyri hússins, svokölluðu torgi. Þá veröa kaffiveitingar, og er verðiö þaö sama og á almennum veitinga- stöðum. En aðalatriöiö er að sjálf- sögðu verslanirnar. ,,Ég kalla þetta stærstu yfir- byggðu verslunargötu lands- ins”, sagði Amundi. „Þarna eru 28 fyrirtæki á 4800 fermetra gólffleti, og er verslað með allt milli himins og jaröar. Hingað geta fjölskyldurnar komið, verslað i ró og næði i hlýju og rúmgóöu húsnæði, skemmt sér og notið jólastemn- ingarinnar, i stað þess að hlaupa búð úr búð i kulda og slabbi niðri I bæ”. — ATA Fáir virðast vita um leigiendasamtökin Forráðamenn leigjendasam- takanna segja furöu gegna, hve fáir vita um tilvist leigjendalag- anna, sem tóku gildi fyrir fimm mánuðum, eða fyrsta júni síðast- liðinn. Samtökin hafa sent frá sér upplýsingar um þessilög og þykir VIsi ástæða til að birta efni þeirra leigjendum til glöggvunar, en þar eru meðal annars ákvæði um fyrirframgreiðslur. Þarsegir I 51. grein að óheimilt sé að krefjast meiri fyrirframgreiöslu en sem nemur fjóröungi umsamins leigu- tlma. Svo að dæmi sé tekið, ef samningur er geröur til eins árs. er ekki hægt að krefjast fyrir- framgreiðslu til lengri tima en þriggja mánaöa Ef greitt er ár fyrirfram veröur að gera samn- ing til fjögurra ára. Sfðar á leigu- timanum má aöeins fara fram á þrjá mánuði fyrirfram I einu. 1 55. grein sömu laga segir, að leigusali eigi rétt á að krefja leigutaka um tiltekna fjárhæö, sem tryggingafé, áður en honum er afhent húsnæöið til afnota. Má upphæðin nema allt að þriggja mánaöa leigu fyrir húsnæðið eins og hún er I upphafi leigutímans. Jafnframt segir i áðurnefndri 51. grein, að ef leigutaki er krafmn um tryggingafé.þáeróheimiltað krefja hann um fyrirfram- greiðslu. 1 55. grein er kveöiö á um. aö tryggingaféö skuli varð- veitt I banka eða sparisjóði á hæstu mögulegum vöxtum. „Þrátt fyrir að lög þessi hafi veriðí gildi I fimm mánuði, gegnir furöu, hve fáir vita um tilvist þeirra”, segir I greinargerö Leigjendasamtakanna. ,,Viö hvetjum alla til að kynna sér efni laganna, en þau er hægt að fá á skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins og hjá Leigjendasamtökunum að Bókhlöðustig 7. Einnig má geta þess að opið hús verður n.k. laugardag á milli 3 og 6. Guörún Helgadóttir mætir og stjórn sam- takanna kynnir starfsemina og lögin yfir kaffibolla. Skrifstofa samtakanna er annars opin alla virka daga frá 3 til 6. Margt bendir tii að leigjendur hafi ekki kynnt sér efni leigjendaiag- anna, sem tóku gildi i sumar. FJÖLVA t=j!=> ÚTGÁFA Klapparstíg 16 mmi Simi 2-66-59 Listaverkabækur — fegursta jólagjöfin Mörgum finnst erfitt að velja vinum sinum jólagjafir, finna eitthvað, sem uppfyllir þá ánægju að gefa eitthvað sem er allt i senn gagnlegt, fróðlegt, ánægjulegt og verðmætt. Fjölvi hefur svar við þvi. Falleg listaverkabók er alltaf og alls staðar afar vel þegin gjöf. Slik gjöf gleður, lyftir huga, vekur aðdáun og athygli. Góð lista- verkabók höföar til allra, hvort sem vinurinn er karl eða kona, ungur eða gamall, og af hvaða starfsstétt sem er. Fyrir nokkrum árum voru lista- verkabækur um hina fremstu meistara heimslistarinnar ekki fáanlegar á islensku. Aðeins voru fáanlegar listaverkabækur á útlendum málum. En nú hefur Fjölvi bætt úr þeim vanda og gefið út á islensku listaverkabækur um marga fremstu meistara heimslistar- innar. Spyrjið um listaverka- bækur Fjölva i hvaða bókabúð sem er og þiö getið valið úr fremstu meisturum, Leonardo da Vinci, Rembrandt, Goya, Manet, Matisse, furöufuglinn Duchamps sem er frumkvöðull nútima listar. Nú siðast er nýkomin i bóka- búðirnar ein allra fallegasta bókin um hinn furðulega meist- ara Van Gogh. A næsta ári held- ur listaverkaútgáfan áfram og mun Fjölvi þá væntanlega gefa út bækur um norska málarann Edvard Munch og hinn stór- furðulega Salvador Dali. Listaverkabækur Fjölva eru einstaklega fagrarog vandaðar, litprentaðar af fádæma list- fengi. En þær hafa lika inni að halda ýtarlega ævisögu lista- mannanna og svara mörgum spurningum, hvernig Leonardó málaöi Kvöldmáltiöina og Mónu Lisu, gjaldþrot og niöurlæging Rembrandts, hinar frægu Maju- myndir Goya, sú klædda og nakta og ógnvænlegar Myrkur- myndir hans. Þá er lýst æðinu á Van Gogh. Veröið á bókunum er breytilegt, milli 7 og 10 þús. Það eru góð kaup og varanlegt verö- mæti. Listasagan Ef menn vilja svo gefa enn voldugri listaverkabækur, þá hefur Fjölvi lfka á boðstólum Stóru listasöguna, sem er feiknalegt verk i þremur bind- um og i sérstakri gjafaöskju. Rekur alla meginstrauma lista frá Steinöld og fram til popplist- ar nútimans. Þetta er stórbrotið verk, en kostar lika sinn pening, um 25 þús. kr. Nútíma-listasagan Hún er ekki enn komin út, en er á leiðinni. Fjölvi stendur skjálf- andi á beinunum, hvort takist að koma henni timanlega fyrir jól. Þetta verður lang stærsta og glæsilegasta bók, sem Fjölvi hefur gefið út og mun væntan- lega kosta um 30 þús. kr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.