Vísir - 16.11.1979, Qupperneq 4

Vísir - 16.11.1979, Qupperneq 4
Föstudagur 16. nóvember 1979 4 \ STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS t SVÍÞJÓÐ Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram i iöndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu tiu styrki til háskólanáms i Svlþjóö háskólaáriö 1980-81. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut tslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til framhaldsnáms viö há- skóla. Styrkfjárhæöin er 2.040.- sænskar krónur á mánuöi f niu mánuöi en til greina kemur i einstaka tilvikum aö styrkur veröi veittur til allt aö þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Svenska Institutet, P.O. Box 7434 S-103 91 Stockholm, Sverige, fyrir 15. febrúar 1980. Menntamálaráöuneytiö 12. nóvember 1979. STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS í DAN- MÖRKU Dönsk stjórnvöld bjóöa fram fjóra styrki handa tslendingum til háskólanáms I Danmörku námsáriö 1980-81. Einn styrkjanna er einkum ætlaöur kandidat eöa stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eöa sögu Danmerkur og ann- ar er ætlaöur kennara tii náms viö Kennaraháskóla Danmerk- ur. Allir styrkirnir eru miöaöir viö 8 mánaöa námsdvöl en til greina kemur aö skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæöin er áætluö um 2.251,- danskar krónur á mánuöi. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamálaráöu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. janúar 1980. — Sérstök umsóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 12. nóvember 1979. STYRKUR TIL HÁSKÓLANÁMS í SVÍÞJÓÐ. Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa Islendingi til háskóla- náms i Sviþjóö námsáriö 1980-81. Styrkurinn miöast viö átta mánaöa námsdvöl og nemur styrkfjárhæö 2.040.- s.kr. á mánuöi. Til greina kemur aö skipta styrknum ef henta þykir. Umsóknum um styrk þennan skal komiö til menntamálaráöu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k. og fylgi staöfest afrit prófskirteina ásamt mcömælum. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 12. nóvember 1979. Nouðungaruppboð sem auglýst var I 45., 47. og 49. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á Fljótaseli 6, talinni eign Sigþórs Guömundssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag 19. nóvember 1979 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á Fremristekk 12 þingl. eign Guömundar Karlssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag 19. nóvember 1979 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Tœkniteiknarar — Tœkniteiknarar AFMÆLISFAGNAÐUR Aðgöngumiðar á afmælisfagnaðinn verða seldir í Snorrabæ (við hliðina á Austurbæjar- bíói) í dag/ 16. nóv./ kl. 5-8. Stjórnin TIL SÖLU Dotsun 120 árg. 1978, ekinn 18000 km. Útborgun um 2.5 millj. Samkomulag um eftirstöðvar. Grensásvegi 11 sími 83150 Fiskur úr fiskeldisstöövum er á hraðfara leið að verða mikilvæg útflutningsvara I Noregi. Norð- menn hófu tilraunir með laxarækt I sjó upp úr 1960. Hefur þessi eldisaðferð eflst mjög á þessum áratug. og búast Norðmenn við örri þróun I þessari framleiðslugrein á næstu árum. Eftir þvi sem fleiri og fleiri fiskeldisstöðvar hafa risiö upp, hefur útflutningur á afuröum þeirra aukist. Það er búist við þvi, að á árinu 1979 skili stöövarn- ar af sér fjögur þúsund smálest- um af laxi og um þrjú þúsund smálestum af silungi, en heildar- verðmæti þess magns er ætlað um 200 milljónir norskra króna eða um 14,5 milljarðar ísl. kr. Milli 60 og 65% verða flutt út og seld á erlendum mörkuðum, og er laxinn þar stærri hlutinn. Áællanir um stækkun og ný|ar stððvar Miðaö við þær áætlanir, sem nú eru á prjónunum i Noregi um stofnun nýrra fiskeldisstööva og stækkun hinna, sem fyrir eru, er reiknað með aö framleiðslan á laxi og silungi verði orðin milli 15 og 20 þúsund smálestir árið 1985. Megnið af þvi þurfa norskir fiskeldismenn að selja úr landi, og eru Norðmenn þegar farnir að þreifa fyrir sér á erlendum mörk- uðum um möguleika á að koma I verð auknu magni. Eins og stendur selja þeir 90% af eldislaxi sinum til Vestur- Evrópulanda. Frakkland, Vestur- Þýskaland, Stóra-Bretland og Danmörk eru aðalkaupendur þeirra. Markaðurlnn hagstæður Á þessu ári hafa Norðmenn notið góös af þvi, að dregið hefur úr framboði á laxi frá Norður- Ameriku á mörkuöum Vestur- Evrópu. Eftirspurn eftir norska laxinum hefur virst ómettandi, og útflytjendur fengið gott verð fyrir hann. öðru máli gildir um silunginn, sem geldur þess, aö tólf prósent tollur er lagöur á allan silung, sem fluttur er inn til Efnahags- bandalagsríkja. Flytja Norðmenn meirihlutann af slnum silungi til Sviþjóöar og gera sér góðar vonir um þann markað framvegis. Til þess að gera sér gleggri grein fyrir þvl, hvað þiarna er I húfi, er vert að hafa I huga, aö rætist spárnar um 20 þúsund smálesta framleiöslu fiskeldis- stöðva i Noregi áriö 1985, veröa lax og silungur aöalfiskafurðir Norðmanna. Engin önnur fiskteg- und mun standa þeim á sporði, hvorki uppalin eða veidd. Norskar flsk- eldlsstQDvar auka jafnt og Oétt úlflutnlng á laxi og sllungt Gðö afkoma SAS Brúttótekjur SAS (Scandina- vian Airlines System) yfir siðasta fjárhagsár, sem lauk 30. septem- ber, eru taldar nálgast 750 millj- arða islenskra króna, en árið áður nam heildarvelta SAS um 572 milljörðum króna. Arsreikningar SAS koma ekki til með að liggja fyrir fyrr en I desember, en fréttir af afkomu félagsins eru þegar farnar að siast út. Þannig hefur heyrst, að tekjuafgangur þessa árs verði svipaður og i fyrra, en þá var hann um 105 milljarðar króna. Sætanýting SAS hefur verið að meðaltali um 60%, en stefnt er að þvi að auka hana upp i 75% með betra skipulagi á áætlunarferðum og fækkun á lendingum. Ætlunin er að leggja niður flug til Kúbu og Vestur-India, sem hefur reynst óarðbært, en i stað- inn hefur SAS hug á aö taka upp fastar flugferöir til Kóreu óg til Osaka í Japan. Þótt félaginu hafi verið veitt heimild fyrir áætlunarflugi til Kina, þykir ólik- legt að reglubundið flug þangað hefjist fyrr en á árinu 1981. Er þar helstur þröskuldur i veginum, aö Sovétyfirvöld hafa ekki, viljaö veita nauðsynlegt leyfi til þess að fljúga i sovéskri lofthelgi. Eins og aðrir hefur SAS fundiö áþreifanlega fyrir hækkun oliu og bensins, og nam eldsneytiskostn- aður flugfélagsins 22% af heildar- útgjöldum þess á þessu ári, en sem dæmi til viömiðunar má nefna, aö hann var 8% I byrjun þessa áratugs. SAS fór ekki varhluta af þvi frekar en aörir, sem reka DC-10- þotur, að kyrrsetja varð þær i sumar eftir slysið, þegar ein slik fórst sem missti hreyfil af öðrum vængnum i flugtaki.Reiknast mönnum til, að tekjutap SAS af kyrrsetningu DC-10 vélanna hafi numiö 1.8 milljörðum króna. Hinsvegar spöruöust á meðan 852 milljónir i reksturskostnáöi, svo aö raunverulegt tap nam ekki meiru en 950 milljónum. SAS er meðal þeirra flugfélaga, sem ætla að taka hinn nýja ,,air- bus” i sina þágu, og munu fyrstu vélarnar verða i notkun á leiðinni Kaupmannahöfn og Osló og byrja 15. febrúar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.