Vísir - 10.12.1979, Page 1
- seglr fiyin Magnússon framkvæmdastlórl
Fyrirhugað er að breyta starf-
semi Sölustofnunar lagmetis.
Aukin áhersla verður lögð á
stærri markaði en starfsemin
dregin saman þar sem minni
árangur hefur náðst. Þá er í bl-
gerð að breyta sölustarfinu I
Bandarikjunum þannig að sölu-
skrifstofa SL verði lögð niður en
þess i stað fengnir umboðsaðilar,
að þvi er kom fram 1 samtali VIsis
við Gylfa Þór Magnússon fram-
kvæmdastjóra Sölustofnunar lag-
metis.
„Þegar Sölustofnunin fór af
staðvargerðtilraun til að ná sem
viðast og sinna mörgum vonar-
mörkuðum en það hefur tekið
mun lengri tima en áætlaö var”,
sagði Gylfi.
„Þetta var hægt meöan
stofnunin naut rikisstyrks og við
höfðum meira fé úr að spila.
Stofnunin er nú nær eingöngu rek-
in fyrir eigin tekjur og þessir
vonarmarkaðir hafa ekki skilað
sér fjárhagslega. Viö erum að
draga saman hvað snertir beint
sölustarf á minni mörkuðum”.
tJtflutningur 2.5
milljarðar
A siöustu árum hefur starfs-
mönnum stofnunarinnar fækkað
um helming. Gylfi var spurður
hvort þessi samdráttur myndi
leiða til minni útflutnings á lag-
meti.
„Engan veginn. Ég á fullt eins
von á því að það verði frekar
aukning. Ég held að stærri
markaðirnir muni skila sér betur
þegarþeim ersinntmeira”, sagði
Gylfi.
Heildarútflutningur lagmetis á
vegum Sölustofnunarinnar er
áætlaður tæpir 2,5 milljarðar
króna áþessuárien útflutningur-
inn i fyrra var 1,6 milljarðar.
Samdráttur varð á útflutningi
til Austur-Evrópu úr 72,3% áriö
1978 1 46,4% I ár. Veruleg aukning
varð hins vegar á sölu til Banda-
■rikjanna og landa Efnahags-
bandalagsins.
Breytingar fyrir vestan
Rekstrarfyrirkomulagi dóttur-
fyrirtækis SL i Bandarikjum, Ice-
land Waters Industries Ltd.,
verður breytt frá 1. janúar 1980.
„Það er ekki búið að taka ákvörð-
un um endanlega tilhögun”, sagði
Gylfi. „Við höfum verið þarna
með eigin skrifstofu sem hefur
haft i för með sér fjárhagslega
áhættu. Veltan hefur ekki verið
það mikil aö við teljum rétt að
halda áfram með eigin skrifstofu
algjörlega i okkar nafni.
í bigerð er að framkvæmda-
stjóri okkar fyrir vestan taki að
sér umboð fyrir sölu lagmetis frá
okkur þannig að sömu starfs-
menn munu annast þetta eftir
sem áður. Þetta felur engan veg-
inn i sér að erlendir menn verði
eignaraöilar að þessu dótturfyrir-
tæki okkar.”
Hert eftirlit
— Fyrr á þessu ári fengum við
endursent verulegt magn af
gölluðum gaffalbitum frá Sovét-
rfkjunum. Hvaða áhrif hefur það
haft á sölustarfið?
„Þaðer ljóst að það hefur skað-
að m iki ö og hefur ha ft áhr if á s ölu
og útflutning þetta árið. Menn
þekkja gleggst dæmið frá Sovét-
rikjunum ai það hafa einnig veriö
brögðaðþessufrá öðrum stöðum.
Nú hefur gæöaeftirlit veriö
stóraukið sem og samvinna
ORÐIÐ
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Við óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
0STABAKKI-6ÓÐ TILBREYTING
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
OG SÚKKUIAÐINU
9.96
Rannsóknar stofnunar fisk-
iðnaðarins, okkar og framleið-
enda. Eftirlitiö hefur verið hert
þannig aö ég held ég megi segja
að á næsta ári verði girt fyrir slik
mistök aö miklu leyti.”
Vandkvæði með hráefni
— Hver jar eru horfur um sölu-
samninga á næstunni?
~ „Það er ekki meginvandamálið
að ná sölusamningum. Erfiðast
er að“geta fengið framleiðendur
til að hafa vöruna til einmitt á
þeim tima sem möguleikar á
samningum skapast.
Hér erum við komnir að mestu
vandkvæðum iðngreinarinnar.
Framleiðendur eru ekki alltaf i
þeirri aðstöðu að geta birgt sig
upp af hráefni eða umbúðum
langt fram i timann án þess að
hafa trygga samninga.
Ýmis vandamál sem varða
fjármögnun þessara þátta geta
hindraö sölur. Þegar
samningarnir svo koma' er oröið
of seint aö afla hráefnis”.
— Hvernig er staða þessarar
iðngreinar?
„ósköp svipuö og verið hefur.
Otkoman á þessu ári er ekki góð.
Við sömu vandamál er að striöa
og hjá öðrum Utflutningsgreinum,
rangt skráð gengi og vaxtabyrðin
er að sliga fyrirtækin.”
— KS
Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis
Eyjollur sæmindsson
settur ðryggismáia-
siiórl ili 2|a ára
Starf öryggismálastjóra, for-
stjóra öryggiseftirlits rikisins
var auglýst laust til umsóknar i
ágúst sl. og rann umsóknarfrest-
ur út 15. október sl. Umsóknir
bárust frá eftirtöldum:
Eyjólfur Sæmundsson.
Erni Baldvinssyni, vélaverkfræð-
ingi,
Eyjólfi Sæmundssyni, efnaverk-
fræðingi,
Garðari Halldórssyni, véltækni-
fræðingi,
Hjalta I. Þórðarsyni, bygginga-
tæknifræðingi, og
Sigurði Þórarinssyni, véltækni-
fræöingi.
Samkvæmt 33. gr. laga um
öryggisráðstafanir á vinnustöð-
um skal öryggismálastjóri vera
véla- eöa efnaverkfræðingur.
Dómsmálaráðherra hefur, að
fengnum einróma meömælum
öryggisráðs, sett Eyjólf Sæ-
mundsson, efnaverkfræöing til að
gegna stöðunni frá 1. janúar 1980
til tveggja ára.
Þarsemlagt varfram ásiðasta
Alþingi stjórnarfrumvarptil laga
um aöbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum, sem fellir
úr gildi, ef að lögum verður, lög
um öryggisráðstafanir á vinnu-
stöðum nr. 23/1952, þykir rétt að
skipa ekki að svo stöddu i stöðu
öryggismálastjóra og hefur þvi
verið sett I hana til tveggja ára.