Vísir - 10.12.1979, Qupperneq 3
Mánudagur 10. desember 1979
3
Fyrsta alíslenska teiknisagan
Kynningarverð tii áramóta kr. 2810
Og takið eftir! Það allra
besta er! Þessar stórfall-
egu bækur eru á kynn-
ingarverði til áramóta
kr. 2810, en þá hækka
þær í kr. 3415. Svo nú er
að missa ekki af tæki-
færinu.
*-/o-
Pétur og vélmenn-
ið eftir KJARNÓ
[ fyrri viku hélt Fjölvi
blaðamannafund um „fyrstu
teiknisögu prentaða í fullum
litum á íslandi." Það var
Valerían geimfari. Kannski
var það íslenskur prent-
söguviðburður?
En nú stígur Fjölvi skrefið
til fulls. Alíslensk teiknisaga
eftir lítinn meistara Kjarnó
eða Kjartan Arnórsson, sem
þó er ekkert lítill, þriggja
álna sláni, þó hann sé ungur
að árum. Kannski er það
merkilegur bókmenntavið-
burður??
Frumbók íslenskra teikni-
sagna, Pétur og vélmennið
eftir Kjarnó er á kynningar-
verði kr. 2810 til áramóta,
en hækkar þá í kr. 3415.
Einstakt tækifæri til að
eignast bók sem á eftir að
verða sögufræg og mjög
verðmæt. Munið að Fjölva-
bækur aukast að verðgildi.
Þær eru góð eign.
'•«*. s
Nýjustu teiknisögur
á jólamarkaðinum!
Fjórir heimsfrægir gaurar í þjónustu Fjölva
Bókmennta
viðburður
Víóa um lönd eru teiknisögur viður-
kennd bókmenntagrein. Nýlega gaf Belgía
út frímerki til virðingar við Tinna. íslenskir
menningarvitar eru íhaldssamari og gam-
aldags. Enginn þeirra fæst til að skrifa
heiðarlega gagnrýni um teiknisögur nema
að taka upp gamla vælió um torfbæ uppi í
sveit og hjásetu yfir rollum.
En yngsta kynslóðin hefur skilið kall
tímans. Þegar tímar líða kann þessi fyrsta
frumraun að verða mjög verðmæt, enda er
fyrsta upplag ekki mikið.
Fyrsta íslenska teiknisagan er um Pétur
og vélmennið eftir Kjarnó og kallast Vís-
indaráðstefnan. Hún er á margan hátt
mjög snjöll, morandi af gríni og gaman-
semi.
Og það merkilegasta er að bókin er
fuiikomiega sambærileg í verði við er-
lendar útgáfur, því hún er á hagstæðu
kynningarverði til áramóta. Síðan verður
hún miklu dýrari ekki síst ef prenta verður
nýtt upplag.
Stórskemmtileg bók fyrir yngri kyn-
slóðina.
Klapparstíg 16
Sími 2-66-59
Velkomin að öndvegis-
súlum Fjölva! ””
Hvað er þetta með Fjölva?! Nú slær hann fjórar
flugur í einu höggi! Sendir út á markaðinn í einu
lagi fjórar teiknisögur um fræga gaura,
sem allir eru eftirlætisgoö
yngstu kynstóðarinnar!
Denni dæmalausi,
Stjáni blái. Yngsta kyn-
slóðin bíður með öndina
í hálsinum eftir að sjá
og lesa þessar litum
skreyttu bækur spjald-
anna milli. Þær fara nú
sigurför um öll lönd.
Og nú slær Fjölvi hvorki
meira né minna en fjórar
fiugur í einu höggi með því
að gefa út {eiknisögur fyrir
yngstu kynslóðina um
gaurana Bleika pardusinn
Köttinn Felix, Denna
dæmalausa og Stjána bláa
Úrval teiknisagna Fjölva er
nú næstum óþrjótandi.
Gjörið svo vel, velkomin að
líta í öndvegissúlur Fjölva á
útsöiustöðunum. Valið er
frjálst og úrvalið mikið.
Fjölvi er í fararbroddi í útgáfu teiknisagna hér á
landi. Þær eru orðnar snar þáttur í þjóðlífi og
menningu og verða það í vaxandi mæli. Fleiri út-
gefendur munu sjálfsagt feta í fótsporin og reyna
að hefja samkeppni, en Fjölvi mun enn um fyrir-
sjáanlega framtíð hafa forskot með lang fjöl-
breyttasta úrvali teiknisagna. Útgáfa Fjölva hefur
valið úr vinsælustu og bestu teiknisögum veraldar.
FJÖLVI