Vísir - 10.12.1979, Síða 9

Vísir - 10.12.1979, Síða 9
vism Mánudagur 10. desember 1979 Allmörg 9 Hý|u lögin um Husalelgusamnlnga: nýmæll um húsalelgu Húsaleigunefnd Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu til upplýsingar um efni laga um húsaleigusamninga, sem sett voru á þessu ári, en i lögum þess- um eru ýmis nýmæli um húsa- leigusamninga. t tiikynningu nefndarinnar er sérstakiega vakin athygli á eftir- greindum atriöum: Um Ieigusamning. „Alla leigusamninga skal gera skriflega. Gilda þá einungis sér- stök eyðublöö sem félagsmála- ráöuneytiö gefur út eða hefur samþykkt. I Reykjavik fást þessi eyðublöö á skrifstofu borgar- stjóra, hjá Húseigendafélagi Reykjavikur og hjá leigjenda- samtökunum. t leigumála skal m.a. geta eftirtalinna atriöa: a) Hvortúttektá hinu leigöa skuli fara fram viö afhendingu skv. 33. gr. b) Hvort leigutaki skuli leggja fram tryggingarfé og meö hvaða hætti og hvar þaö skuli varðveitt. c) Hvernig greiöa skuli leiguna. d) Forleigurétturskv. 8 gr. ef um timabundinn leigumála er aö ræöa. e) Hvort samið er um lágmarks leigutimaef um ótimabundinn leigumála er að ræöa. f) Fjárhæöar húsaleigu svo ekki verði um villst.” „Ef aðilar hafa vanrækt að gera skriflegan leigumála eöa notaö óstaöfest eyðublöö viö gerö hans, gilda öll ákvæði laga þess- ara um réttarsamband þeirra. Upphæö leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á aö leigutaki hafi sam- þykkt. Komi engin sönnunargögn fram um leigufjárhæðina er rétt aö kveöa til úttektarmenn, sbr. IX. kafla laga þessara, til þess aö ákveöa sanngjarna fjárhæö leig- unnar.” Um uppsagnir Strangar reglur gilda um uppsagnarfrest og framkvæmd uppsagnar, en i einstaka tilvikum er hægt að rif ta samningi, sé ekki viö leigumála staðið. Leiguhúsnæöi skal vera i umsömdu ástandi viö upphaf og lok leigutima. Akveðnar reglur gilda um viöhald og rekstur leigu- húsnæðis. Bæöi leigutaki og leigusali njóta ákveöinna réttinda og bera ákveðnar skyldur um aögang og umgengni aö hinu leigöa húsnæöi. 1 lögunum er fjallaö um greiöslu húsaleigu t.d. hvernig fari, ef menn greiða ekki á réttum gjalddagaeöa hvaöa þýöingu þaö hefur aö borga fyrirframgreiöslu með tilliti til áframhaldandi leiguréttinda. Hvaöa þýöingu þaö hefur, ef leigutaki eða leigusali andast eða hjónaskilnaður á sér stað. Hver hefur þá rétt til hins leigða húsnæðis. Úttektarmenn. t lögunum er itarlegur kafli um úttektarmenn. Eru þeir sérstak- legadómkvaddiraf óhlutdrægum aðila, borgardómi Reykjavíkur að tilhlutan húsaleigunefndar. Hafði dómurinn frjálsar hendur um dómkvaöninguna. Segir svo I lögunum um úttektarmenn: „Störfþau, sem úttektarmönn- um eru falin með lögum þess- um, skulu þeir annast af kost- gæfni og gæta ætið fyllsta hlutleysis gagnvart báðum málsaöilum. Þeir skulu kosta kapps um að leiða ágreining og deilumál til lykta með friö- samlegum hætti og vera leigu- sölum og leigutökum til leið- beiningar og ráðgjafar eftir þvi sem tök eru á. Þeir skulu gæta þagmælsku um einka- hagi fólks sem þeir kunna að fá vitneskju um i starfi sinu.” Af störfúm úttektarmanna má m.a. nefna I dæmaskyni: 1) Þeir ákveöa sanngjarna fjár- hæð leigu, ef leigusali getur ekki sýnt fram á hversu háa fjárhæð leigutaki hefur sam- þykkt og ekki hefur verið gerð- ur skriflegur leigusamningur. 2) Ef ekki er sinnt úrbótum eða viðgerðum á leigðu húsnæði getur leigutakidregið útlagðan kostnaö sinn vegna viðgerða frá umsaminni leigu með sam- þykki úttektarmanna. 3) Úttektarmaður gefur skriflega lýsingu á húsnæði við upphaf og lok leigutima, ef aðilar óska. Eru hér aðeins nefnd dæmi um störf úttektarmanna. Úttektarmenn i Reykjavlk hafa þegar verið dómkvaddir. Þeir sem óska aðstoðar út- tektarmanna, snúi sér si'mleiðis eða bréfleiðis til skrifstofu borgarstjóra, simi 18800, en kostnað af vinnu úttektarmanna greiða aðilar sjálfir. Leigumiölun Þá skal að lokum vakin athygli á þvi að hvers konar leigumiðlun er ólögmæt nema viðkomandi leigumiðlari hafitil þesssérstaka löggildingu. Lögreglustjórinn i Reykjavik lætur leyfisbréf i té gegn gjaldi sem ráðherra ákveður. Þa r sem það er hlutverk félags- málaráðuneytis að kynna almenningi efni laga um húsa- leigusamninga, sér húsaleigu- nefnd Reykjavikur ekki ástæðu til aö fjölyrða frekar um efni þeirra hér. Nefndinvill einungis geta þess, að aDir þeir sem á einhvern hátt telja sig vanhaldna af slnum húsaleigusamningi — eöa túlkun á honum — geta snúið sér til húsaleigunefndar skriflega, sem mun leitast við aö veita úrlausn eftir bestu getu, og benda á hugs- anlegar lausnir. Einnig yröi nefndin þakklát þeim aöilum, sem gætu komiö á framfæri upplýsingum til nefndarinnar um framkvæmd húsaleigumála i Reykjavik. Heimilisfang nefndarinnar er: Húsaleigunefnd Reykjavíkur, Borgarskrifstofur, Austurstræti 16, 101 ReykjavDc. A BRATTANN — minningar Agnars Kofoed-Hansens Höfundurinn er Jóhannes Helgi, einn af snillingum okkar I ævisagnaritun með meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir að þakka að tækni hans er alltaf ný með hverri bók. I þessari bók er hann á ferð með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóðir hans, þar sem skuggi gestsins með ljáinn var aldrei langt und- an. Saga um undraverða þraut- seigju og þrekraunir með léttu og bráðfyndnu Ivafi. Guörún Egilson: MEÐ LÍFIÐ 1 LÚKUNUM Þessi bók segir frá rúmlega þrjátlu ára starfeferh planó- snillingsins Rögnvalds Sig- urjónssonar. Sagan einkenn- ist af alvöru listamannsins, hreinskilni og viösýni og um- fram allt af óborganlegri kimni sem hvarvetna skln I gegn, hvort heldur listamað- urinneigrar i heimasaumuð- um molskinnsfötum um is- lenskar hraungjótur eöa skartar I kjól og hvltu í glæsilegum hljómleikasölum vestur við Kyrrahaf eða austur við Svartahaf. ARIN OKKAR GUNNLAUGS CKtrt UNCK GKONBECH Grete Linck Grönbeck: ARIN OKKAR GUNNLAUGS Jóhanna Þráinsdóttir islenskaöi Grete Linck Grönbeck list- málari var gift Gunnlaugi Scheving listmálara. Þau kynntust i Kaupmannahöfn og fluttust slðan til Seyöis- fjarðar 1932, þar sem þau bjuggu tD 1936 er þau settust að i Reykjavlk. Grete Linck fór utan til Danmerkur sum- arið 1938. Húnkom ekki aftur og þau Gunnlaugur sáust ekki eftir það. Meginhluti bókarinnar er trúverðug lýsing á íslending- um á árum kreppunnar, lifi þeirra og lifnaöarháttum, eins og þettakom fyrirsjónir hinniungu stórborgarstúlku! MADS OG MILALIK Svend Ott S. MADS OG MILALIK Jóhannes Halldórsson is- lenskaöi Falleg myndabók og barna- bók frá Grænlandi eftir einn besta teiknara og barna- bókahöfund Dana. Hún segir frá börnunum Mads og og hundinum þeirra, Milalik. Vetrarrlkið i Grænlandi er mikið og heföi fariö illa fyrir Mads og Naju ef Milalik hefði ekki verið meö þeim. I ■ < ÞEIRVITAý ^ ÞAÐ FYRIRVESíAN' Guömundur G. Hagalln ÞEIR VITA ÞAÐ FYRIR VESTAN Þeir vita þaö fyrir vestan fjallar um þau 23 ár sem um- svifamest hafa orðið I ævi Guðmundar G. Hagallns, fyrst þriggja ára dvöl i Nor- egi, slðan tveggja ára blaða- mennska I Reykjavlk og loks Isafjaröarárin sem eru meginhluti bókarinnar. Isafjörður var þá sterkt vlgi Alþýðuflokksins og kallaður „rauöi bærinn”. Hagalin var þar einn af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl. Bókin einkennist af llfsfjöri og klmni, og hvergi skortir á hreinskilni. GOTURÆ KANDIDATAR Almenna bókafélagið Austurstræti 18 — Simar 19707 og 16997 Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055. Magnea J. Matthlasdóttir GÖTURÆSISKANDIDATAR Reykjavíkursagan Göturæs- iskandidatar hefði getaö gerst fyrir 4-5 árum, gæti verið að gerast hér og nú. Hún segir frá ungri mennta- skólastúlku sem hrekkur út af fyrirhugaðri lífsbraut og lendir I félagsskap göturæs- iskandidatanna. Þeir eiga það sameiginlegt aö vera lágt skrifaðir I samfélaginu og kaupa dýrt sínar ánægju- stundir. Hvað veröur I sllk- um félagsskap um unga stúlku sem brotið hefur allar brýr að baki. Indriöi <3. Kssstei nssaa Indriöi G. Þorsteinsson: UNGLINGSVETUR Skáldsagan Unglingsvetur er raunsönn og klmin nú- timasaga. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleði sinnar og ástar, og rosknu fólki, sem lifaö hefur slna gleðidaga, allt bráðlifandi fólk, jafnt aðalpersónur og aukapersónur, hvort heldur það heitir Loftur Keldhverf- ingur eða Sigurður á Foss- hóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á skemmti- stöðunum og bráöum hefst svo lifsdansinn meö alvöru sina og ábyrgð. Sumir stíga fyrstu spor hans þennan vet- ur. En á þvi dansgólfi getur móttakan orðið önnur en vænst hafði verið, — jafnvel svo ruddaleg að lesandinn stendur á öndinni. Hans W:son Ahlmann: I RIKI VATNAJÖKULS Þýöandi Hjörtur Pálsson 1 rlki Vatnajökuls segir frá leiðangri höfundarins, Jóns Eyþórssonar, Sigurðar Þór- arinssonar, Jóns frá Laug og tveggja ungra Svla á Vatna- jökul vorið 1936. Þeir höfðu auk þess meðferðis 4 græn- landshunda, sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér meðal almennings ennþá meiri athygli en mennirnir. 1 fyrri hlutanum segir frá strlöinu og barningnum á jöklinum. Seinni helmingur- inn er einkar skemmtileg frásögn af ferð þeirra Jóns og Ahlmannsum Skaftafells- sýslu. „Island og ekki slzt Ska ftafellssýsla er engu öðtfu lik, sem ég hef kynnzt”, seg- ir prófessor Ahltúann. Slgilt rit okkur tslendingum, nær- færin lýsing á umhverfi og fólki, næsta óllku þvi sem viö þekkjum nú, aðeins 44 árúm siöar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.