Vísir - 19.12.1979, Side 3
VISIR Miðvikudagur 19. desember 1979.
3
Sljórnarmyndunarlllraun Slelngrlms:
„ÞETTA ER BÚH) SPIL”
„Það ætla ég að vona og helst fyrir jól, það væri
gott að geta andað léttar yfir hátiðarnar” sagði
Steingrimur Hermannsson formaður Fram-
sóknarflokksins þegar Visir spurði hvort hann
ætlaði að skiia umboði sinu til stjórnarmyndunar
til forseta fyrir áramótin.
Þingmenn sem Vísir ræddi viB
á Alþingi i gær voru almennt á
þeirri skoðun aö ekkert útlit væri
fyrir vinstri stjórn og sagöi
Ólafur Ragnar Grímsson að Al-
þýðuflokkurinn væri búinn aö sjá
til þess, aö svo yrði ekki. Þing-
menn Alþýðuflokksins studdu
sjálfstæðismenn i fjárveitinga-
nefnd eins og kunnugt er og einnig
stóðu þeir að þvi að Geir Hall-
grimsson var kjörinn formaður
utanrikismálanefndar. 1 gær var
beðið eftir næsta leik sem er kjör
formanna i aðrar nefndir, en það
fer fram I dag I flestum nefndun-
um. Menn vita ekkert hvaöa af-
stöðu Alþýðuflokksmenn taka i
hinum ýmsu málum og telja sum-
ir aö þeir séu með þessu að reyna
að viöhalda þvi ástandi til að sitja
sem lengst i rikisstjórn. Þá telja
menn að vegna viðbragöa við
kjöri i fjárveitinganefnd og utan-
rikismálanefnd séu kratar nú
tregir til að styðja sjálfstæðis-
mann i formennsku I fleiri nefnd-
um og einnig sem varaformann
fjárveitinganefndar. Einn af við-
mælendum VIsis sagöi „Það vita
allir, að það hefur frá upphafi
verið ljóst, að ekki yrði mynduð
vinstri stjórn. Þetta er ekkert
nema sjónarspil. Hins vegar vilja
menn úr öllum flokkum liðka fyr-
ir þvi að þau mál sem brýnust eru
hljóti afgreiðslu og störf þingsins
einkennast nokkuð af þvi”.
Annar þingmaöur sagði að það
væri mikill vilji fyrir þvi hjá
framsóknarmönnum og hluta af
krötum og Alþýðubandalags-
mönnum að endurnýja vinstri
stjórnina. Mestu mistök Stein-
grims hefðu verið að fallast ekki á
tillögu Alþýðuflokksins um að
forsetar þingsins yrðu kosnir eftir
stærð flokka og kratar fengju for-
mann fjárveitinganefndar. Ef svo
hefði farið væri allt með meiri
spekt og meiri likur á stjórnar-
samstarfi þessara flokka. Raunar
væri alveg dæmalaust að hans
mati hvaö Steingrimur væri
klaufalegur og ólaginn við að
sætta menn og málefni.
Loks sagði einn af viðmælend-
um Visis á alþingi i gær „Þetta er
búiö spil! Það eru bara forms-
atriði að staðfesta þaö”.
„Nú duga engin lausatök"
I upphafi þingfundar I Samein-
uðu þingi flutti Benedikt Gröndal
skýrslu forsætisráðherra um
stööu mála, þar sem ekki væri
eölilegt að flytja stefnuræðu við
núverandi aðstæður.
Benedikt drap á þau mál sem
núverandi rlkisstjórn hefur beitt
sér fyrir. Loks sagði hann:
„Nú er mikilvægast i Islenskum
stjórnmálum að mynduð verði
stjórn, sem er reiðubúin til að
takast á við efnahagsvandann án
alls lýðskrums. Nú duga engin
lausatök. Rikisstjórn Alþýðu-
flokksins mun þann tima sem hún
situr gera það sem hún getur til
að koma I veg fyrir að vandinn
ágerist og þaö er tilhæfulaust að
vandinn hafi aukist fyrir til-
verknað hennar”.
Hverjir standa í vegi fyrir
stjórnarmyndun?
Geir Hallgrimsson tók til máls
um ræðu Benedikts og sagöi
meöal annars að upptalning á
verkum núverandi rikisstjórnar
væri ekki mikil afrekaskrá en I
Hagnýtar
jótagjafir
fyrir ungiingana
Skrifborð og kommóður
Trésmiðjan
OJeriA ivo vel
eg litiS lee
Laugovegi 166
Simar 22229 og 22222
Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og Sighvatur Björgvinsson fjármdlaráð-
herra bera saman bækur sinar á Alþingi i gær. (Vfsismynd GVA).
skýrslunni væri þungur áfellis-
dómur um vinstri stjórnina. Eng-
um blandaðist hugur um hið al-
varlega efnahagsástand og það
kallaöi á samstöðu innan þings og
utan til aö leysa vandann.
Steingrimur Hermannsson for-
maður Framsóknarflokksins
sagði aö allt sem þarna heföi
komið fram heföi legiö fyrir I
ágúst i sumar, nema hvað staðan
væri töluvert verri en hún hefði
þurft að vera vegna ótimabærra
kosninga. Hann kvaðst ætla aö
láta reyna á það á allra næstu
dögum hvort stjórnarmyndunar-
viöræöur tækjust eða ekki.
Ragnar Arnalds sagði að ekki
mætti leysa vandann með kjara-
skeröingu og gerði að umtalsefni
stuðning Alþýöuflokks viö sjálf-
stæðismenn i nefndum.
Friðrik Sophusson sagði það
visbendingu um skoöun Ragnars
á þingræði aö honum þætti
ámælisvert aö hindrað væri aö
minnihluti á alþingi næði meiri-
hluta i nefndum og kvaðst vilja fá
svör frá Steingrimi um hverjir
það væru sem stæðu i vegi fyrir
aö tækist að mynda stjórn, en
fundi var slitið eftir að hann íauk
máli sinu, svo aö hann fékk ekki
svör viö þvi.
—JM
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra
fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússi-
kubbur og limgeröisklippur. Alla þessa fylgihluti má
tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svo
nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernd-
uð uppfinning SKIL verksmiðjanna, Ekkert þaft að
fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er
patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið
í tengistykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr
hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt
er auðveldara, og tækið er tilbúið til
notkunar. Auk ofangreindra
fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóð-
réttir borstandar, skrúfstykki,
borar, vírburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykurstór-
lega á notagildi SKIL heimilis-
borvéla.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboö á fslandi lyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
(5) Eigum einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir og stærðir
af SKIL rafmagnshandverkfærum.
Komið og skoöiö, hringið eða
skrifið eftir nánari uþplýs-
ingum.
1439 H
Heimilisborvél
Mótor: 380 wött
Patróna: 10 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn/mín.
Höggborun: 0-36000 högg/min.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn/mín.