Vísir - 19.12.1979, Qupperneq 4

Vísir - 19.12.1979, Qupperneq 4
VISIR Miðvikudagur 19. desember 1979. 4 Jólablað II fylgir Vísi „Daglegur gestur í Kristjaníu" Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður ræðir við séra Hrein Hjartarson sóknarprest í Breið- holti III. ( viðtalinu rifjar Hreinn m.a. upp árin sín í Kaupmannahöfn er hann var prestur (slendinga þar. „Ég var bindislaus og með sigarettur í vasanum", segir séra Hreinn um ferðir sínar í Kristjaníu. „Með armi sinum ..." Vísir lítur inn á æfingu Pólýfónkórsins á Magnificat eftir Bach sem flutt verður á jólatónleikum kórsins og Halldór Reynisson blaðamaður ræðir við nokkra kórfélaga. „Jól tveggja heima" Séra Bernharð Guðmundsson blaðafulltrúi biskupsembættisins lýsir eftirminnilegustu jólum ævi sinnar. • Krossgáta og myndagáta eru í jólab/aðinu að vanda „Enn er kneifað jólaöl" Fylgst með bruggun hvítöls hjá ölgerð Egils Skallagrímssonar Og meöal annars efnis er Lit/u jólin á Gruncf, Jólasveinarnir á ferð á Suðurlandi og margt fleira. DLAÐSÖLUDÖRN VÍSIR er tvö blöð í dog JÓLÁHELGARDLAD I fylgir KOMIÐ o Qfgreiðsluno SELJIÐ VÍSI > VINNIÐ ykkur inn vosopeningQ Thatcher leitar ráöa hjá „kaup- félagsstjóranum” Skömmu eftir aö Margaret Thatcher varö forsætisráöherra Bretlands útnefndi hiln einn úr fremstu röö kaupsýluhöldanna til þess aö vera henni til ráögjafar og öörum ráöherrum um hvernig auka megi afköst og draga úr sóun i skrifstofubákni þess opin- ber og aöallega stjórnunarappa- ratinu. . Þessi maöur er sir Derek Rayn- er, einn af framkvæmdastjórum Marks & Spencer, verslanakeöj- unnar miklu, sem mirgir Islend- ingar munu kannast viö af inn- kaupaferöum fyrri ára til London, og kalla stundum sln á milli „kaupfélagiö”. Upp úr 1955 skar Marks & Spen- ' cer upp herör gegn pappirsflóöinu og skriffinnskunni og á þrem árum tókst fyrirtækinu aö spara sér eyöslu á 26 milljón eyöublöö- um og reikningum... á ári! Ef þessi pappir, sem þarna sparaö- ist, heföi veriö staflaöur upp, næöi hann 2,4 km hæö. Sir Derek. Sir Derek kom til Marks & Spencer 1953 sem framkvæmda- stjóri eftir aö hann lauk námi i Cambridge-háskóla. Hann haföi meö höndum viöskipti fyrirtækis- ins viö útlönd, matvöruverslunina og aörar þær deildir heima I Bret- landi, sem ekki versluöu meö fatnaö. Hann er siöur en svo ókunnugur i Whitehall, sem er einskonar .stjórnarráö eöa ráöuneytisskrif- stofur þeirra i London. 1 stjórnar- tiö Heaths forsætisráöherra var hann ráögjafi þáverandi rikis- stjórnar viö innkaup til varnar- mála, og stýröi „innkaupadeild” varnarmaála 1971-73. Staöa sir Dereks hjá Tatcher er ólaunuö, en hann heldur stööu sinni hjá Marks & Spencer. Thatcher er einmitt sprottin upp úr þeim rétta jarövegi, sem þarf til þess aö styöja viöleitni sir Dereks. Hún er dóttir smákaup- manns, og I Downingstræti númer tiu segja þeir, aö hún „sofi baka til I búöinni.” Árangur. Ahrif herferöar M&S gegn óþarfa pappirsflóöi og skrif- finnsku hefur veriö hrikaleg. A timabilinu 1956 til 1979 jókst sölu- umsetning fyrirtækisins um 141% en starfsfólki fjölgaöi ekki nema 10,5%. Sir Derek skrifaöi I „Harvard Business Review”: „Eftir þvi sem fyrirtæki stækka margfald- ast skriffinnskan, sem allt ætlar aö drukkna I — nema stjórn fyrir- tækisins sporni viö. Pappirsflóöiö og skriffinnskan veröur, áöur en menn vita af þvi, sett æöra mann- eskjunum og reglur og tilskipanir hrannast upp, uns einstaklingur- inn er oröinn svo bundinn af þeim, aö hann fær ekki gert sitt besta. Samstarfsfólk fer aö umgangast hvert annaö bréflega þvl aö þaö hefur ekki tlma til aö ræöast viö. Stjórnendur eru uppteknir viö aö taka viö eöa svara póstinum I staö þess aö hvetja starfsfólkiö til aö reyna á eigin úrræöagetu.” Sjálfstæði. Fyrirtækiö sá fljótlega hag sinn i þvl aö gefa afgreiöslustúlkunum frjálsari hendur viö rekstur sinn- ar deildar. Aöur þurftu þær aö fylla út sérstök pantanaeyöublöö til þess aö senda fram á lagerinn, ef eitthvaö var fariö aö vanta I búöarhillurnar. Inni á lagernum lásu menn þennan póst og af- greiddu siöan eftir dúk og disk fram aftur. Svona seinlæti og skriffinnska er nú úr sögunni. Þegar hægist um I afgreiöslunni, labba af- greiöslustúlkurnar sig inn á lagerinn og sækja sjálfar þaö sem vantar I búöina. Þetta sparaöi tima, papplr og tryggöi, aö hill- urnar göptu ekki tómar á móti viöskiptavininum. Stdlkurnar fengu um leiö meiri áhuga fyrir starfi sinu, þegar þeim fannst meiri ábyrgö lögö á þær. Burt með stimpilklukk- ur Fyrirtækiö segir, aö meö þvl aö leggja meiri ábyrgö á heröar starfsfólkinu og sýna þvl meira traust megi spara allskonar reikningsuppgjör og endurskoö- un. T.d. brá svo undarlega viö I Marks & Spencer, þegar stimpil- Sú fræga verslun, M&S, I London | i feSiniHB Mií 1 1 J|jW I klukkurnar voru fjarlægöar, aö starfsfólkiö varö stundvlsara. Þessi stefna, sem miöar aö þvl aö laöa fram frumkvæöi einstakl- ingsins, er einfaldlega nútlmaút- gáfa á rekstrarsjónarmiöum stofnanda fyrirtækisins, sem var pólskur flóttamaöur. Michael Marks setti upp búöar- holu I Leeds á Noröur-Englandi 1884, þar sem hann seldi búsáhöld Sir Derek Rayner, kaupfélags- stjórinn, sem ætlar aö taka til hendi innan stjórnarunarappa- ratsins. og fatnaö. Yfir dyrunum hjá sér 'haföi hann skilti sem á stóö: „Spyrjiö ekki um veröiö — þaö er eitt pennl.” Verölagningin er ákveöin ööru- vlsi I dag, en álagningunni er stillt I hóf, og meira lagt upp úr þvi aö selja nógu mikiö magn. Ekki er sóaö hilluplássi undir vörur, sem of dræm sala er I. Þegar Marks & Spencer hófu herferö sína gegn papplrsflóöinu 1955 voru 237 verslanir I keöjunni. Nú eru 252 verslanir á vegum hennar I Stóra-Bretlandi og fjórar aörar á meginlandinu. Sú fimmta var opnuö nýlega i Dublin. Auk þess er fyrirtækiö aöalhluthafi I verslanahringi i Kanada, sem rekur 56 Marks & Spencer-versl- anir þar I landi, auk annarra verslana. 13 milljón viðskipta- vinir. Svona I tilefni af því, aö yfir stendur sá timi sem stundum er nefndur hátlö kaupmanna, má geta þess, aö vikulega rekast inn I verslanir Marks & Spencer I Bretlandi um 13 milljón viö- skiptavinir. Siöasta rekstrarár, sem lauk I mars 1979, sýndi veltu, sem nam 1.472.954.000 sterlings- pund .... einn komma fjórir sjö tveir milljaröar takk. Sir Derek segir: „Þaö er ekki nóg aö hafa náö árangri I barátt- unni gegn kostnaöinum fyrir tlu eöa tuttugu árum. Skriffinnskan er óvinur, sem aldrei veröur gjör- sigraöur.” Eftir er slöan aö sjá, hvernig stjórn Tahtchers tekst aö notfæra sér reynslu þessa krossfara gegn papplrsflóöinu til þess aö nýta betur og virkja skrifstofubákn þess opinbera.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.