Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 5
VlSIR Fimmtudagur 3. janúar 198» Guðmundur Pétursson , skrif ar Carter hyggur Kreml pegjandl Dörflna vegna Afghanistan Búist er viö þvi, af) Carter Bandarikjaforsetigeriidag grein fyrir til hverra ráBa hann hyggst gripa gegn Sovétrikjunum, vegna hernaöaraögeröa hinna siöar- nefndu i Afghanistan. Útilokaö þykir, aö hann gripi til hernaöaraögeröa á móti, en Cart- er hefur boöaö, aö þessi „hættu- lega ógnun Rússa viö heimsfriö- inn” munidraga „alvarlegan dilk á eftir sér á stjórnmálasviöinu”. istanstjórnar til varnar gegn samsæri vesturlanda. Segir Bandarikjaforseti hafa af þessum atburöum gjörbreytt áliti sinu á Sovétstjórninni, stefnu hennar og markmiöum. í Hvita húsinu er þó sagt, aö hann styöji áfram SALT II-samninginn, sem nú er oröiö óvist um, aö nái sam- þykki Bandarikjaþings. Hann hefur kallaö sendiherra Bandarikjanna i Moskvu, Thomas Watson, heim til Washington til skrafs og ráða- geröa, og til þess aö láta i ljós gremjuyfir herflutningum Sovét- manna til Afghanistan. 1 utanrikis- og hermálaráöu- neytunum hefur komiö fram, aö Washingtonstjórnin hafi nú til at- hugunar i fyrsta sinn aö þiggja boð um aö setja upp herstöövar I Egyptalandi og Israel, sem hing- aö til hefur ekki þótt koma til greina. Washingtonstjórnin hefur þeg- ar boöið Pakistan hernaöaraöstoö og þá fyrst og fremst vopn, en Pakistanstjórn hefur beöiö um nánari greinargerö fyrir þvi, sem boöiö sé upp á. Carter hefur boriö þaö á Brezh- nev forseta, aö hann ljúgi, þegar Brezhnev haldi þvi fram, aö sovéska herliöiö hafiveriö senttil Afghanistan aö bei&ii Afghan- Aigiianisian rætt I ör- yggisráðlnu? Hernaðarihlutun Sovétmanna i Afghanistan verður tekin til um- ræðu i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, eftir þvi sem menn halda i aðalstöðvunum i New York. Þar heyrist að fjöldi rikja hafi i huga að bera málið upp til um- ræðu. Þar á meðal mörg mú- hammeðstrúarriki. Um annað er ekki meira rætt þessa dagana en sovésku hernaðarihlutunina i Afghanist- an, og hér sjást nokkrir „stórir” á málþingi. T.v. Cyrus Vance, utanrikisráðherra, Tapply Bennett, sendiherra USA hjá Nato, og Joseph Luns. Brenndi barnið sitt 20 mánaða gamall drengur berst við dauðann á sjúkra- húsi i New York eftir að móðir hans hellti yfir hann brennandi heitu vatni til þess að særa út úr honum illa anda. Var móöirin að stinga drengnum inn i bakarofninn, þegar lögregluna bar að. Konan veröur kærö fyrir á- rás og látin sæta geörann- sókn. MexíKó hækkar olíuverðiö Mexikó hefur hækkað verð á hráoliu sinni um 30% eða upp úr 24,60 dollurum upp i 32 dollara oliufatið. Mexikönsk hráolia þyk- ir með þeim gæðameiri. Verðhækkunin tekur til fyrstu þriggja mánaöa þessa árs, en Mexikó áskilur sér allan rétt til þess að taka verðið til ákvörðunar og hugsanlegrar enn frekari hækkunar á þeim tima, hvenær sem Mexikönum býður svo við að horfa. Mexikó er ekki aðili að OPEC, samtökum oliuútflutningsrikja, heldur ákveður oliuverð sitt á þriggja mánaða fresti með tilliti til alþjóðamarkaða. Flytur Mexi- kó oliu sina aðallega til USA, Frakklands, Israel, Japan, Brasi- liu, Costa Rica, Spánar, Nicaragúa og Júgóslaviu. úfærð í Júgóslavíu Óttast er um 19 manns, eftir að áætlunarbill, sem rann á hálku á þjóðvegi i miðri Júgóslaviu.hrapaöi of- an i straumharða á. Niu sluppu út um brotna glugga og syntu að bakka Neretva-árinnar, en hinir hafa ekki fundist. Snjókoma hefur gert f jölda vega i Júgósalviu ófæra á siðustu þrem dögum. Þrennt varö úti á gamlárskvöld i bænum Duvno. Flugvöllurinn i Belgrad var loksins opnaður i gær en honum var lokað á gamlárs- dag, þegar DC-10 þota rann út af snæviþakinni brautinni. 361 milljón Indverja ganga að kjörborðinu i dag og hafa á valdi sinu, hvort þeir kjósi til stjórnar að nýju hina 62 ára gömlu Indiru Gandhi. Flestar skoðanakannanir spá kongressflokki Indiru meiri möguleika á að ná meirihluta i Lok Sabha (neðri deild) þingsins i Nýju Delhi, en þar eiga sæti 544 fulltrúar. Kosningabaráttan hefur verið hörð og persónuleg, og hefur aðailega staðið milli þriggja flokka, Kongress, Janata og Lok en sá siðastnefndi fer með bráða- birgöastjórn undir forsæti Charan Singh. Indland er svo viðáttumikið, að tveir dagar eru ætlaðir til kosninganna, i dag og svo á sunnudag. Búast má við fyrstu tölum á sunnudagskvöld. Rúmlega 4.600 frambjóöendur eru I kjöri, en það er tvisvar sinn- um fleiri en 1977, þegar stjórn Indiru var kolfelld. Kosið er á 438 þúsund stöðum. Fresta varð kosningum i tólf kjördæmum Assams og tveim i Maghalaya vegna óeirða siðustu daga, þar sem 30 manns hafa lát- ið lifið. Hefur stjórnin i Nýju Delhi léð fylkjunum um allt land lögreglulið til þess að gæta þess, að kosningarnar fari annarstaðar friðsamlega fram. Hafa menn i þvi efni mestar áhyggjur af Norður-Bihar, þar sem 50 voru drepnir i sveitarstjórnarkosning- unum i júni 1978. Indira ræðir við kjósendur I Nýju Delhi, en hún eygir vonir til þess að komast bæði aftur á þing og jafn- vel einnig I stjórn. Stærstu DingKosn- ingar í heimi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.