Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 11
* * V'
VÍSIR
Fimmtudagur 3. janúar 1980
n
TOTI A HAGBARÐI 00 JODI
IKIRKJUBC SJðTUGIR
Þórarinn Vigfússon, Tóti, til hægri og Jódi, eöa Jósteinn Finnboga-
son, vinstra megin á myndinni.
Við austanverðan Skjálfanda,
■ i skjóllegri hvilft, stendur
þorpið Húsavik undir
I Húsavikurfjalli, eða eigum við
_ ekki annars að segja Húsa-
| vikurbær, þvi bæjarréttindi
■ fékk Húsavik fyrir þrem ára-
| tugum’og nú er ibúatalan að
■ nálgast 2500.
Timi árabátanna og
■ smábúskapur er löngu liöinn, en
| i staðinn komin ein stærsta
■ vélbátaverstöö norðanlands.
| Strákarnir sem dorguðu
■ marhnúta og kola við gömlu
■ trébryggjur Kaupfélags
■ Þingeyinga og verslunar St.
I Guðjohnsen um 1920 eru orðnir
I rosknir menn og eftir farsæl
I fangbrögð við Ægi draga þeir nú
I skip sin i naust hver af öðrum,
I þö enn séu nokkrir eftir sem
I skyggnast til veðurs i morgun-
' skimunni og ýta úr vör, sé veður
I skaplegt.
Tveir þessara drengja hafa nú
I tekið upp á þvi að verða
J sjötugir, og þar sem undir-
I ritaður hefur haft af þeim bæði
löng og góð kynni langar mig til
I að senda þeim fáeinar linur sem
. þakklætisvott.
Jódi i Kirkjubæ, eins og við
I köllum hann oftast, eða Jósteinn
| Finnbogason, fæddist i Jörfa i
■ Húsavik 3. október 1909, sonur
I hjónanna Hjálmfriðar
■ Jóhannesdóttur og Finnboga
| Þorsteinssonar. Var Jósteinn
■ eina barn þeirra hjóna er á legg
_ komst.
Tótiá Hagbarði, eða Þórarinn
I Vigfússon, fæddist að Þorvalds-
| stöðum i Húsavik 18. desember
1909, og þar átti hann heima tii
átján ára aldurs að hann flyst
með foreldrum sinum, Helgu
Þórarinsdóttur og Vigfúsi
Vigfússyni, aö Jörfa sem fyrr er
um getið. Hann var elstur barna
þeirra hjóna.
Vorið 1923 skyldi fermt t
Húsavikurkirkju á hvitasunnu-
dag og þá áttu þeir Tóti og Jódi
að komast i kristinna manna
tölu. En nú kom babb i bátinn.
Þeir Tóti og Jódi voru ráðnir
beitingamenn við vélbát frá
Húsavik, er gera skyldi út frá
Siglufirði þetta vor og kallaði
formaðurinn þá til skips viku
fyrir hvitasunnu ásamt tveim
öðrum jafnöldrum þeirra.
Nú voru góð ráð dýr.
Strákarnir voru kallaöir upp i
kirkju og þar látin fram fara
málamyndaferming þvi hvorki
var messuvinið né obláturnar
komnar á staðinn. Jódi segir
mér að þá fyrst er hann var
orðinn 65 ára hafi hann fengið
smádreitil af messuvini og eina
oblátu með, en Tóti hafi aldrei
fengið neitt, og þvi sé aö sinu
mati ekki búið að ferma piltinn
fullkomlega.
Nokkru eftir Siglufjaröar-
veruna réðst Jósteinn á vél-
skipið Hektor, en það úthald
stóð ekki lengi, þvi Hektor
strandaði við Grimsey i aftaka-
veöri og brotnaði i spón, en
mannbjörg varð. Grimseyingar
hlynntú að skipbrotsmönnum af
sinni þjóðkunnu hjálpsemi og
gestrisni og þar sá Jósteinn
unglingsstúlkuna Þóreyju Sig-
mundsdóttir frá Básum i
Grimsey, er siðar varð eigin-
kona hans. Hún hlúir nú að hon-
um á vistlegu heimili þeirra að
Garðarsbraut 7.
Arið 1932 lendir Jósteinn aftur
i strandi og nú á vélbátnum
Grimi frá Húsavik. Bátinn áttu
bræðurnir Sigmundur
tengdafaðir Jósteins og Óli, en
þeir höföu þá fluttst frá
Grimsey til Húsavikur. Áhöfnin,
fjórir menn, bjargaðist.
Alla tið siðan hefur Jósteinn
sótt sjóinn, ýmist i félagi við
aðra eða á eigin vélbát að þvi
undanskildu að sækja vetrar-
vertiðir til suöurlands, eins og
svo margir húsviskir sjómenn.
Jósteinn var um langt árabil
söngfélagi i Karlakórnum
Þrymi, og þar kynntist ég
honum fyrst að ráði. Hann hefur
lika um áratuga skeið leikið á
harmonikku. Hann er fyndinn
félagi og góður, maður sem
öllum er hlýtt til er hann þekkja.
Vorið 1946 hljóp af stokkum i
reykviskri skipasmiðastöð
fagurt fley er hlaut nafnið
Hagbaröur. Eigandi var
Húsavikurbær. Leitað var til
Þórarins Vigfússonar með að
taka að sér skipsstjórnina. Hag-
barður var 47 tonna skip, svo
sterkbyggður að hann uppfyllti
þær styrkleika kröfur er geröar
voru til 100 tonna skipa. Einnig
var Hagbarður svo fallegur
bátur að athygli vakti hvar sem
hann fór. Þórarinn var
skipstjóri á Hagbarði öll þau ár
sem skipið átti heima á Húsa-
vik, eða átján ár. Aldrei henti
slys eða óhöpp svo heitið gæti
meðan Þórarinn hélt um stjórn-
völinn, en oft fiskaði hann betur
en þeir sem stærri skipum réöu.
t ársbyrjun 1947 var haldið
suður á vetrarvertið á Hagbarði
og róið úr Reykjavik. Man ég
jjkki betur en einu sinni færum
við 53 róöra samfleytt án þess
að nokkur dagur gengi úr. Ég
kom um borð i Hagbarð nýjan
og var þar i skiprúmi nokkur
fyrstu árin. Þórarinn var
löngum fengsæll og var fljótt
kenndur við Hagbarð og
nefndur Tóti á Hagbarði. A
þessum árum réru aö staðaldri
15-20 bátar úr Reykjavik og var
Tóti á Hagbarði oftast i 1. eða 2.
sæti hvað afla snerti.
t ársbyrjun 1948 kemur Jódi
sem vélstjóri um borð i Hagbarð
og þar er hann á vetrarvertiöum
næstu árin. Ég vona að ég særi
engan þó ég telji félaga mina á
Hagbarði, bæði sjó- og land-
mennina, einhverja þá bestu
félaga sem ég hef átt um ævina.
En Tóti á Hagbarði hefur ekki
gengið óstuddur um dagana.
Kona hans, Magda Jensen frá
Nýborg i Danmörku, hefur
staðiö dyggilega við hlið hans
gegnum árin.
Nú er Hagbarður lagstur til
hinstu hvildar fyrir sunnan
tsland. Nokkrir úr áhöfn hans
hafa einnig horfið bak við
tjaldiðmikla. Viðhinirsem eftir
erum yljum okkur viö glæöur
góðra endurminninga i skamm-
degismyrkrinu.
Guðmundur G. Halldórsson. .
Sífellt fleiri sækj
lítinn, traustan c
Við ákváðum þv
stóra glæsibifre
heldur þrjár min
gerð sem á frarr
Honda Civic.Dr
jast nú eftir að eiga
g sparneytinn bíl.
’ að hafa ekki eina
ið í aukavinning í ár
ni. Eftirsótta
tíðina fyrir sér,
égið verður 10. janúar
Þrír
eftirsóttir
bílar
dregnir út
/ • / W /
1 jum
/ SIBS \
VÖRUHAPPDRÆTTI
ARA