Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 24
wMm Fimmtudagur 3. janúar 1980 síminnerdóóll .. ‘ c. ■ • x ... ,.' * .'.v ^ 1 • Forsetakosnlngarnar: ólafur vlii ekkert segja „Ég vil ekki segja eitt einasta orö um þetta”, sagöi Ólafur Jó- hannesson alþingismaður, þegar Vísir spurði hann um hugsanlegt framboö hans i væntanlegum for- setakosningum. Ólafur neitaöi einnig að segja nokkuð um hve- nær slikrar yfirlýsingar væri að vænta af hans hálfu. ólafur er einn þeirra manna sem hvað oftast hafa veriö orðað- ir sem hugsanlegir mótframbjóð- endur Alberts Guðmundssonar. Visir ræddi i gær við nokkra hinna, en engin þeirra vildi segja af eöa á um framboö. — P.M. Vlk I Mýrdal: Enflupskoðun veröl hraðað „Hreppsnefndin hefur óskað eftir þvi við endurskoðendurna að þeir hraði þeirri endurskoðun á bókhaldi hreppsins sem nú fer fram og henni verði lokið i þess- um mánuöi” sagði Jón Ingi Einarsson oddviti Hvamms- hrepps i Vik i Mýrdal er Visir hafði tal af honum. Eins og Visirskýrði frá i byrjun desember fer itú fram „kritísk” endurskoðun á bókhaldi hrepps- ins og lét fyrrverandi oddviti af störfum um mitt siðasta ár. - SG Beðið frekaii gagna trá Keiiavíkurvein Utanrikisráðuneytið á eftir aö fá nánari skýrslur um afskipti varnarliðsins af vegfarendum á Hafnar- og flugvallarvegi skömmu fyrir jól, að þvi er Helgi Agústsson deildarstjóri varnar- máladeildar sagði i samtali við Visi. Varðmaður við skotfæra- geymslu varnarliðsins á Patter- sonflugvelli taldi sig hafa orðiö fyrir skotárás og i framhaldi af þvi stöðvaði varnarliðið vegfar- endur er voru á ferð þar i grennd. Hefur utanrikisráðuneytið bent varnarliðinu á að þvi væri óheim- ilt að framkvæma lögregluað- geröir innan islenskrar lögsögu og boriö fram mótmæli. Málið er til athugunar hjá utanrikisráðu- neytinu. _SG Loki segir Margir stjórnmála- og emb- ættismenn viröast renna hýru auga til forsetaembættisins, ef marka má viðtöl viö þá i VIsi. Alla vega er ljóst, aö furöu margir vilja ekki útiloka möguleikann á framboöi. En margir þeirra munu komast aö þvi, aö þaö er ekki alltaf stutt leiö til Bessastaöa. Engin spor I nýja póstráninu í Sandgerði: LÖGREGLAH ER ENN RÁBÞROTA Lögreglan viröist standa ráö- þrota frammi fyrir endurteknum ránsárásum á Unni Þorsteins- dóttur, póstmeistara I Sandgeröi, en þær eru orönar fastur liöur um áramót. t morgun virtist lögregl- an ekki vera á neinni slóö varö- andi rániö, sem framiö var I gær- morgun. Þá var Unnur barin niður um leið og hún hafði opnað dyr póst- hússins um klukkan hálf niu. Hún missti meðvitund viö höggiö og tók þá ræninginn af henni lykla að peningaskáp, opnaði skápinn og hirti úr honum um 400 þúsund krónur i peningum, er voru þar i sérstökum bauk. Ekki var snert við seðlabúntum og ávisunum sem einnig voru i skápnum. Ræninginn hvarf siðan sporlaust en samstarfskona Unnar kom að henni liggjandi á gólfinu skömmu siðar og var lögreglunni þá gert viðvart. Visir hafði samband við heimili Unnar i morgun en hún var þá sofandi. Hún hafði fengið heila- hristing og taugaáfall við atburð- inn i gærmorgun. Mjög fáir munu hafa verið á ferli i Sandgeröi á þeim tima sem ránið var framið og myrkur ennþá á. Engin vitni hafa gefið sig fram sem hafa séð til grun- samlegra mannaferða á þessum tima og lögreglan ekki á ákveö- inni slóð. Það er rannsóknarlög- reglan i Keflavik sem stjórnar rannsókninni en nýtur aðstoðar Rannsóknarlögreglu rikisins. A gamlársdag 1978 réðist mað- ur að Unni þegar hún var nýkom- in á pósthúsið um morguninn, lýsti framan i hana með vasa- ljósi og hótaöi morði, ef hún opn- aði ekki peningaskápinn. Hann tók tæpa hálfa milljón úr skápn- um og hljóp siðan á brott. Þetta rán hefur ekki veriö upplýst. — SG Veðurspá dagsins Yfir norðanverðu Grænlandi er 1017 mb hæð og hæðar- hryggur norður frá Frakk- landi norður um Norðursjó og Skandinaviu. Um 800 km SV af Reykjanesi er kyrrstæð 982 mb lægð og lægðardrag skammt austur af landinu. Um 1000 km suður af Vest- mannaeyjum er 990 mb lægð sem hreyfist norður. Hiti breytist litið. Suövesturland: A gola og siö- ar kaldi eöa stinningskaldi. Smáskúrir I dag, rigning i nótt. Faxaflói og Breiðafjörður: A gola eða kaldi, þurrt að kalla til landsins i dag, en skúrir á miöum. Rigning öðru hverju i nótt. Vestfiröir: A gola og skýjaö. Noröurland: Hægviðri, bjart meö köflum i innsveitum,ann- ars skýjað, þoka á djúpmið- um. Norðausturland: Breytileg átt, gola eða kaldi, bjart veður i innsveitum i dag en súld á djúpmiðum. Austfiröir og Suöausturland: A gola og siðar kaldi eða stinn- ingskaldi, súld með köflum i dag, rigning i kvöld og nótt. Veðrlð hérog har Veöriö klukkan sex I morgun: Akureyri léttskýjað -r 6, Bergen léttskýjað + 5, Hel- sinki snjókoma -r 5, Kaup- mannahöfn hálfskýjað -f 5, Oslóheiöskirt -r 11, Reykjavlk skýjað 3, Stokkhólmur snjó- koma 6, Þórshöfn rigning 4... Veöriö klukkan átján I gær: Aþena rigning 14, Berlin snjó- koma 0, Chicagoþokumóöa -r 2, Feneyjar heiöskirt 2, Frankfurtskýjaö'O, Godthaab léttskýjað -r 2, London mistur -r 2, Luxemburg skýjað -r 1, Las Palmas skýjað 19, Mall- orca skýjaö 9, New York létt- skýjað 5, París léttskýjað 1, Rómskýjað 5, Malaga skýjað 15, Vin skýjað -í- 1, Winnipeg þoka -r 22... Mikiö annrfki var I bönkum borgarinnar i morgun.er þeir voru opnaöir i fyrsta sinn á nýja árinu. í gær voru bankar lokaöir, en slðast var opiö i tvo tima á gantlársdagsmorgun. Visismynd: GVA. 21 HiwlBlaasmaður Iwlðl mlssl vlnnuna - ef starlsaldursllstar flugmanna hjá flugieiðum hefðu verlð samelnaðlr Loftleiöaflugmenn súpa nú seyöiö af andstööu gegn sam- eiginlegum starfsaidurslista flugmanna Flugleiöa á siöasta ári. Heföi slikur listi veriö til nú liti dæmiö þannig út aö 10 Loft- leiöaflugmenn heföu misst vinn- una en hins vegar 21 Flugfélags- flugmaður, samkvæmt þeim upplýsingunt sem Visir hefur aflað sér. Á liðnu sumri og nú á dögun- um hafa Flugleiðir sagt upp 33 flugmönnum. Frá 1. október var 18 flugmönnum sagt upp störf- um, niu frá hvoru félagi flug- manna. Allir flugmenn Loft- leiðavængsins hafa veriö endur- ráðnir til þriggja mánaða i senn, siðast til 1. april 1980. Að- eins tveir Flugfélagsmenn hafa hins vegar verið endurráðnir. 1 heild hefur 24 Loftleiöamönnum verið sagt upp störfum en að- eins sjö af Flugfélagsvængnum. Samkvæmt upplýsingum Visis er starfsaldur yngstu flug- manna I Flugfélagsfélaginu frá 1977 en af þeim sem eftir verða i hinu félaginu er stysti starfsald- ur frá 1962. Flugleiöir segja að þar sem enginn sameiginlegur starfs- aldurslisti flugmanna Flugleiða sé fyrir hendi hafi uppsagnir nú ráöist af starfsaldri flugmanna er fljúga DC-8 og DC-10 þotun- um. Þá er þess getið að þegar DC- 10 þotan kom til félagsins hafi náöst samkomulag við FIA að tveir af niu flugstjórum þotunn- ar kæmu frá FÍA. Þessu hafi Loftleiðaflugmenn neitað al- gjörlega og Flugleiðir hafi orðið að ganga að kröfum þeirra. Þá hófu FIA flugmenn verkfallsað- gerðir .er stóðu i þrjá mánuöi. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.