Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 8
vtsm Fimmtudagur 3. janúar 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastióri: OaviðGuðmundsson Ritstjórar: olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Rítstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snaeland Jónsson. Frétlastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir. Sæmundur Guðvinsson. Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. Ullit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysmgar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. HLUB M ISLEHDINGUM „Lifiö má aldrei veröa brauöstritiö eintómt og loröaskak um þaö”, sagöi forseti Islands dr. Kristján Eldjárn i áramótaávarpi sinu, en þar lagöi hann áherslu á aö endanlegt markmiö okkar væri freisi og menning þjóöarinnar, fagurt mannllf i landinu. Hætt er við að í amstri daganna og striti manna við að hafa i sig og á, gleymist ýmis æðri sann- indi, sem meira eru virði en kapphlaupið um lífsgæðin. Stjórnmálaþras og umræða um vandamál af ýmsu tagi verður einnig oft og tíðum til þess að skyggja á stefnumið, sem þýð- ingarmikið er að þjóðin missi ekki sjónar af. Þetta hef ur án efa átt sinn þátt í því, að nokkurs vonleysis hefur gætt meðal fólks að undanförnu og vantrúar á að hægt yrði að leysa hinn verald- lega vanda sem við er að fást á vettvangi efnahagslífsins. Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn minntist á þennan upp- gjafartón, sem víða kveður við í þjóðlíf inu í áramótaávarpi sínu á nýársdag. í því sambandi nefndi hann kjörorð Jóns Sigurðssonar „Eigi vikja", sem hann kvað geta þýtt margt, meðal annars, að aldrei mætti láta undan síga í sókn þjóðarinnar að markmiðum frelsis og menningar í þessu landi, á hvaða vettvangi sem væri. „Það merkir einnig" sagði forsetinn „að ekki skuli æðrast og þaðan af síður örvænta, þó að eitthvað gefi á bátinn".' Forsetinn kvað það barnaskap að fara hrakyrðum um þjóð- málabaráttuna frá degi til dags og þá sem í henni stæðu, því að hún væri hluti af lífinu sjálfu og snerist um grundvallarskilyrðin fyrir því að þjóðin fengi búið í landi sínu. En það væri hörmu- legt upp á að horfa, ef svo ætti að fara að vandamál og sundur- þykkja stigmögnuðu hvort annað meðsífelldri víxlverkan, uns allt lenti í úrræðaleysi. Samstaða í erfiðum málum yrði að nást með skynsemi og góðum vilja til þess að treysta þann grundvöll, sem allt hvíldi á. „Þetta er óumflýjanlegt frum- atriði" sagði dr. Kristján Eld- járn, „en í hita dagsins og vanda starfsins má þó aldrei gleymast, að þótt nauðsynlegt sé, er það ekki einhlitt eða endanlegt mark- mið, heldur frelsi og menning þjóðarinnar, fagurt mannlíf í landinu". Með þessum orðum hefur for- setanum án efa tekist að lyfta hugum margra landsmanna á hærra svið á fyrsta degi ný- byrjaðs árs, og draga úr vonleysi og svartsýni um leið og hann hlúði sem þjóðhöfðingja sæmdi að íslendingnum í okkur öllum. Vísi þykir ástæða til þess að leggja áherslu á þessi atriði nú í upphafi nýs árs og áratugar og tekur blaðið heils hugar undir áminningarorð forsetans en í ávarpi því, sem fyrr var vitnað til, tók hann enn fremur svo til orða: „Lífið má aldrei verða brauð- stritið eintómt og orðaskak um það, og landið er ekki eingöngu auðsuppspretta til þess að fæða og klæða þjóðina svo sem best má verða. Það er einnig ættjörð, móðurmold, föðurland, það eina, sem vér munum nokkru sinni eignast. Landið og erfðirnar hafa mótað oss og eru samgrónar til- finningalífi voru og eiga að vera það. Og þjóðfélagið sem vér höfum komið upp er ekki sam- bærilegt viðfyrirtæki, vel eða illa rekið eftir atvikum. Það er sam- félag um islenska menningu, gamlan arf og nýja sköpun, ætlunarverk íslensku þjóðar- innar. Þetta má aldrei úr minni líða, hvort sem árar betur eða verr á sviði hinna daglegu veraldlegu þarfa". „MR SEM FRSMTMI HLER FðLKIHU 99 bókmenntir Hreinn Lofts- son skrifar Kommúnistahreyfingin á ts- landi 1921-1934. Höfundur: Þór Whitehead. Útgefandi: Sagnfræöistofnun Iiáskóla islands og Bókadtgáfa Menningarsjóös. baösem einna helst hefur ein- kennt islenska kommúnista á þvl timabili sem fjallaö er um I Kommúnistahreyfingunni á Is- landi 1921-1934 er alþjóöa- hyggjan. tslenskir kommún- istar áttu sér annaö fööurland en aörir tslendingar, þeirra föö- urland var austur á steppum Ráöstjórnarrikjanna og viö þaö fóöurland sitt eitt bundu þeir hollustu sína og trúnaö. „Hug- tak sem „Islenska þjóöin” var merkingarleysa I þeirra aug- um”. (Bls. 68). Markmiöiö var aö koma hér á fót Ráöstjórnarriki (Sovét-ls- land) sem slöan yröi i raun sameinaö hinu mikla rlki ,,ör- eiganna” Sovétri'kjunum. Jósef Stalin var foringinn sem Is- lenskir kommunistar tignuöu og þaö þrátt fyrir hinar blóöugu „hreinsanir” sem stóöu yfir I „öreigarlkinu”. Raunar má segja aö andi „hreinsananna” hafi svifiö yfir Kommúnista- flokki tslands i formi heiftúö- legra deilna sem lyktaöi meö brottvikningu „hægri” forkólfa flokksins eins og Hendriks Ottóssonar og Stefáns Pjeturs- sonar. (Viö borö lá aö jafnvel Einari Olgeirssyni yröi vlsaö úr flokknum fyrir „hægri” villu!). Tengsl Islenskra kommúnista voru mjög náin viö Kreml I gegnum alþjóöasamband kommúnista, Komintern. Staö- fest er I bókinni aö islenskir kommúnistar voru á fjárhags- legu framfæri Jósefs Stalin og fengu pólitisku linuna beint frá Kreml. Hópar islenskra kommúnista dvöldu langtimum saman I Moskvu og stunduöu „nám” _i Leninskólanum þar. Staöfest er aö íslendingar hafi veriö I skól- anum áriö 1931 og þvi likíegt aö einhver þeirra hafi hlýtt á Manuilsky, einn helsta áróöurs- meistara Ráöstjórnarinnar, flytja hina frægöu ræöu sína i Leninskólanum þaö ár. En Manuilsky sagöi þar orörétt: „Auövaldsríkin rotin og sauö- heimsk, munu hlakkandi sam- starfa oss viö eyöileggingu sjálfra sin. Þeim er tamt aö fagna hverju vinarhóti. En um leiö og slakaö er á vörnum, munum vér láta reiddan hnefa mala þau mjölinu smærra”. (Sjá nánar grein Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, Vestræna menningu og kommúnisma I bókinni Sjálf- stæöisstefnunni, Heimdallur 1979, bls. 56-69). En islenskir kommúnistar uröu aldrei þaö fjölmennir aö af þeim stafaöi nein veruieg hætta. Þó er mjög skiljanlegt aö Is- lendingar hafi veriö tortryggnir I þeirra garö. Vitaö var aö þeir stefndu leynt og ljóst að bylt- ingu, voru meö reglulegar æf- ingar I áflogum og sendu hópa manna til Moskvu I frekara ,;nám” I fræöunum. Meö einangrun sinni og ofsa- trú komu þeir þó sjálfir aö veru- legu leyti i veg fyrir aö þeir yröu eins fjölmennir og þeir töldu sig veröa aö vera til aö geta komiö byltingunni af staö. Brosleg „bolsévisk sjálfsgagnrýni”, sem birt er I viðauka meö bók- inni, er til marks um þaö aö Is- lenskir kommúnistar voru I raun aðeins lltill og hlægilegur sértrúarsöfnuöur. Þaö er athyglisvert hvernig slöara afsprengi Kommúnista- flokks Islands, Alþýöubanda- laginu, hefurtekist aö þvo af sér alþjóöahyggjuna. Sá flokkur hampar mjög „þjóðlegri” stefnu sinni og bringslar öörum flokkum um landráðastarf- semi! Þetta er sérstaklega at- hyglisvert sé þaö haft I huga aö helstu forvigismenn Kommún- istaflokks íslands og trúboöar alþjóöahyggjunnar um margra áraskeiö, þeirEinarOlgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, voru báöir á framboðslista Alþýöu- bandalagsins I slðustu alþingis- kosningum! Annaö atriði er fjárhags- stuðningurinn. Ekkert liggur fyrir um þaö aö honum hafi nokkurntima veriö hætt, heldur þvert á móti. 1 Rauðu bókinni sem inniheldur leyniskýrslur „Sóslalistafélags íslendinga austantjalds ” (Heimdallur 1963) kemur fram aö þá var enn mjög náiö samband milli Is- lenskr akommúnista og Kreml- verja og gegndi Einar Olgeirs- son miklu hlutverki I þvi sam- bandi. Hvaö liggurfyrir um að þessi samgangur sé ekki enn fyrir hendi? Meöbók sinnihefur höfundur- inn, Þór Whitehead, kastaö ljósi á miður þokkalega upphafssögu islenskra kommúnista. Hann hefurunniö þarft verk og komiö I veg fyrir þaö fortlö Islenskra kommúnista yröi látin liggja I þagnargildi. Vinnubrögöin eru vönduö og þaö hlýtur aö vera mikiil fengur aö slikum fræöi- manni viö Sagnfræðistofnun Háskóla Islands. —HL Fjöldi mynda prýöir bókina og þar á meðal er þessi sem tekin var i Moskvu 1931. A myndinni sést Einar Olgeirsson (þriðji frá vinstri) 1 hópi Islenskra kommúnista sem þar voru viö nám.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.