Vísir - 03.01.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. janúar 198»
9
VISIR
- SAGDI FORSETI fSLAHDS I MÝÁRSÍVARPI SlMU
Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn.á sknfstofu forsetaembættisins i gærmorgun.
SAMSTMA í ERFMLEIK-
UHUM VERDUR M NAST
I Hér fara á eftir nokkrir kaflar
I úr ávarpi þvi, sem forseti Is-
' landsdr.KristjánEldjárn, flutti
I til þjóUarinnar á nýársdag.
| Virðingarleysi fyrir
| mannslifum og mann-
- réttindum færist i auk-
| ana
Vér höfum á nýliönu ári
minnst tveggja mikilmenna
I sögu vorrar. Vér höfum rakið
1 fyrir oss lif og starf Snorra
I Sturlusonar af þvi aö nú eru liön-
1 ar átta aldir siöan hann fæddist.
I Slikt var vel viö hæfi, þvi aö I
bókum Snorra reis islensk miö-
aldamenning hæst, sú, sem enn
, er þjóöarstolt vort og hefur bor-
| iöhróöur landsins viöa, og I ævi-
, sögu og örlögum Snorra spegl-
| ast saga þjóöarinnar á afdrifa-
I rikum tfmum, og má enn draga
| lærdóma af þeim umbrotum.
Þó aö Snorri sé ein af aöalper-
| sónum Sturlungu og margt sé
| eftir honum haft, óbeint, er víst
■ fátt eöa ekkert gripiö beint af
I vörum hans annaö en tvisvar
■ sinnum þrjú orö, en þau eru lika
I gulls ígildi og merkilega Uk því,
I aö þau væru meitluö kjörorö. Út
I vil ek, sagöi Snorri, þegar kon-
' ungur bannaöi honum för til Is-
I lands. Hvl skyldum vér ekki
1 vikka merkingu þeirra orða: Ég
I vil heim til Islands, hvað sem
1 þaö kostar, og láta vera eink-
unnarorö I skildi Islendinga.
Eigi skal höggva, sagöi Snorri,
og I þau orö getum vér lagt ís-
. lenska fordæmingu á athæfi
þeirra manna, sem meö sveröi
■ vega og gera sig aö svo miklum
| herrum að taka llf annarra aö
I geöþótta slnum. Þær fréttir ber-
I ast nú dögum oftar úr sumum
m heimshlutum, aö menn séu
■ gripnir og leiddir fyrir aftöku-
sveitir eða lagöir aö velli á ann-
an hátt eins og búfénaöur fyrir
engar eöa ósannaöar sakir. Þaö
er sárgrætilegt aö þurfa aö
minnast þess viö þessi áramót,
aö viröingarleysi fyrir manns-
lifum og mannréttindum færist
enn í aukana I heiminum, ef
nokkuöer. Litlu fáum vér orkaö
gegn þeim ósköpum annaö en
lýsa samstööu vorri meö þeim,
sem gegn sliku vinna, legg ja lóö
vort á vogarskálina, þegar færi
gefst, og stæla viljann til þátt-
töku undir kjarnyröi Snorra:
Eigi skal höggva.
Eigi skal æðrast eða
örvænta
Og vér hSum nýlega minnst
Jóns Sigurössonar forseta, þeg-
ar öld var liöin frá dánardægri
hans, og minnumst vér hans aö
vlsu ár hvert, þvl aö hann er
frelsishetjan, sem varöi lífi slnu
öllu til aö kanna sögu vora og
endurheimta landsréttindi vor,
þau, sem kynslóö Snorra Sturlu-
sonar átti sinn drjúga hlut I aö
rann Ur höndum þjóðarinnar.
Kjörorö Jóns Sigúrössonar
Eigi vlkja, og getur þýtt margt,
meöal annars, aö aldrei megi
láta undan slga I sókn þjóöar-
innar aö markmiöum frelsis og
menningar I þessu landi á hvaöa
vettvangi sem er. Þaö merkir
einnig, aö ekki skuli æörast, og
þaðan af siöur örvænta, þó aö
eitthvað gefi á bátinn. Þaö er
vissulega ekki vanþörf á aö
brýna þetta fyrir sér nú þegar
umræöa um efnahagsmál og
baráttan fyrir aö halda I horfi
þvi hagsældarþjóöfélagi, sem
vér viljum hafa, skyggja svo að
ekki veröur um villst á þau
markmiö, sem I raun og veru
eru öllum æöri. Þaö væri barna-
skapur aö fara hrakyröum um
þjóömálabaráttuna frá degi til
dags og þá, sem í henni standa,
þvi aö hún er hluti af lífinu
sjálfu og snýst um grundvallar-
skilyrðin fyrir þvl, aö þjótán fái
búiö I Jandi sínu. En þaö væri
hörmulegtupp á aö horfa, ef svo
mætti aö fara, að vandamál og
sundurþykkja stigmagni hvort
annaö meö sífelldri vixlverkan
uns allt lendir I úrræðaleysi,
Samstaöa I erfiöleikum veröur
að nást meö skynsemi og góöum
vilja til þess aö treysta þann
grundvöll, sem allt hvilir á.
Þetta er óumflýjanlegt frumat-
riöi, en I hita dagsins og vanda
starfeins má þó aldrei gleym-
ast, aö þótt nauösynlegt sé, er
þaö ekki einhlitt eða endanlegt
markmið, heldur frelsi og
menning þjóöarinnar, fagurt
mannllf I landinu.
Ekki brauðstritið
eintómt
Lífiö má aldrei veröa brauö-
stritið eintómt og oröaskak um
þaö, og landiö er ekki eingöngu
auðsuppspretta til þess aö fæöa
og klæöa þjóöina svo sem best
má veröa. Þaö er einnig ættjörö,
móðurmold, fööurland, þaö
eina, sem vér munum nokkru
sinni eignast.
Landið og erföirnar hafa mót-
aö oss og eru samgrónar tilfinn-
ingalifi voru, og eiga að vera
það. Og þjóðfélagiö, sem vér
höfum komiö upp, er ekki sam-
bærilegt viö fyrirtæki, vel eöa
illa rekiö eftir atvikum. Þaö er
samfélag um Islenska menn-
ingu, gamlan arf og nýja sköp-
un, ætlunarverk islensku þjóö-
arinnar. Þetta má aldrei Ur
minni liða, hvort sem árar betur
eöa verr á sviöi hinna daglegu
veraldlegu þarfa.
Hvaö veldur þá þeim þreng-
ingum, sem vér erum I, og ekki
sér fram úr I bili? Þvl fer sem
betur fer fjarri, aö Islenska
þjóöin sé I einhverjum helgreip-
um, þótt menntali áhyggjusam-
lega þessadagana. En vera má,
aö á leiö vorri frá fátækt til
bjargálnaeöavelþaöhöfum vér
hraöaö oss um of, asinn veriö
helst til mikill. Ef svo er, og vér
horfumst nú I augu við eftirköst-
in, þá eigum vér aö vlsu máls-
bætur,Svo lengi haföi þessiþjóö
þurft aö biöa slns vitjunartíma,
vera öskubuska meöal þjóöa.
Og þarflaust er aö gleyma þvi,
þegar oss finnst öndvert blása,
aö á Islandi hefur mikiö ævin-
týri gerst á einum eöa tveimur
mannsöldrum. Þaö vildi ég
einkum brýna fyrir hinni ungu
kynslóö aö láta sér ekki yfir-
sjást, þvl að hún hefur ekki
nema að litlu leyti horft á þetta
ævintýri gerast og þvl ekki vlst,
aö hún meti þaö aö veröleikum.
A þessu ævintýri á aö veröa gott
framhald á þann veg, aö allir Is-
lenskir menn vilji og geti tekiö
þátt I þvl. Engin ástæöa er til aö
efast um, aö svo megi veröa og
muni veröa, og má ekki láta
villa sér sýn á þessum nýárs-
degi, þó aö óvíst sé um taum-
haldiö I svipinn. Sllkt hefur oft
komiö fyrir áöur, og úr veröur
aö rætast, og mun rætast, þaö
má af reynslunni ráöa, og þaö er
staöföst von vor allra, I trú á
landið, trú á atorku, vit og giftu
þjóðarinnar og þeirra manna,
sem hún hefur trúaö fyrir for-
ystu um málefni sín.
Hef gert það upp við
mig að bjóða mig ekki
oftar fram
Góöir landsmenn.
Langt ernúliöiö á þriöja kjör-
timabil mitt. Þaö er áreiðanlega
á vitoröi flestra, aö ég hef fyrir
alllöngu gert þaö upp viö sjálfan
mig aö bjóöa mig ekki oftar
fram til aö gegna embætti for-
seta tslands. Fyrir nokkr-
um mánuöum skýröi ég for-
sætisráöherra, sem þú var,
frá ákvörðun minni, svo og
formönnum allra stjórnmála-
flokka, ennfremur nýlega
núverandi ríkisstjórn. Og nú
skýri ég yður öllum fra
þessu opinberlega, staöfesti
þaö, sem fáum mun koma á
óvart. Ég neita þvl ekki, aö ég
heföi óskaö aö sitthvaö heföi
veriö I fastari skoröum I þjóðllf-
inu nú þegar ég tilkynni þetta til
þessaö enginn þurfi aö velkjast
i vafa. En stundarástand getur
ekki breytt þvl, sem þegar er
fastákveöiö. Sjálfur tel ég, aö
tólf ár séu eölilegur og jafnvel
æskilegur tlmi I þessu embætti,
og er þaö drjúgur spölur I
starfsævi manns, Og enginn
hefur gott af þvl aö komast á
þaö stig aö fara aö imynda sér,
að hann sé ómissandi. Ýmsar
persónulegarástæöurvalda þvl,
aö ég æski þess ekki aö lengja
þennan tlma, þótt ég ætti þess
kost.
En þetta er ekki kveöjustund.
Enn er nokkuð langt til stefnu.
Seinna kann aö veröa tækifæri
til aökveöja og þakka fyrir góö-
ar samvistir.En I dag þakka ég
samfylgdina á liönu ári hrærö-
um huga. Nú höldum vér öll til
móts við hiö nýja ár og leitum
hamingjunnar hverteftir sinum
leiðum. Vér skulum hefja göng-
una undir merkjum góörar von-
ar, hvert fyrir sig og sína, og öll
sameiginlega fyrir land vort og
þjóð.
Gleöilegt nýár!