Vísir - 16.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 16.01.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. janúar 1980 9 Sjósiöngur og snjómenn Iflandi leifar gamla timans? Snjómaðurinn ógurlegi er ef til vill afkomandi risastóru apamannanna, sem voru uppi á timum forfeðra okkar. Svo segir að minnsta kosti í nýlegri bók, sem heur hlotið miklar vinsældir meðal Amerikana og fleiri þjóða. Bókina skrifaði Alan Landsburg og nefnir hann hana ,,Monsters”, eða „Skrýmsli”. Eftir bókinni hafa verið gerðir sjónvarpsþættir vestra, og hafa þeir slegið í gegn, eins og sagt er. Bókin mun að visu ekki vera ski»ifuð fyrir vantrúað fólk. Henni er fremur ætlað að vera skemmtileg afíestrar. Alan Landsburg telur, að á af- skekktum stöðum á jörðinní séu ljóslifandi leifar frá fortiðinni, þar á meðal sjóslöngur. Eitt „sönnunargagna” höf- undarins er risastór álalifra, sem Teikning af sæslöngu, sem sást sunnariega i Atlantshafi árið 1848. Myndin fræga af Nessý Stórfótur er skepna ein nefnd sem verið hefur af og til á ferðinni i Oregonfylki i Bandarikjunum. Af sporum hennar hafa verið gerðar afsteypur og heldur maðurinn á myndinni á einni þeirra. A innfelldu myndinni má sjá teikningu eins þeirra, sem segjast hafa séð fyrir- bærið með eigin augum. Ein sönnunin: Rússneskur leiðangursmaður með gipsafsteypu af risastóru fótspori frá Pamirfjölium. danska rannsóknarskipið „Dana” sótti i undirdjúpið. Lirfan er 1.84 metra löng og þvi væri vel hægt að imynda sér, að hún yrði að 25 metra löngum áli með tinanum. Hins vegar hefur danskur gagnrýnandi, Kjærgaard, bent á, að vísindamenn hafi fyrir löngu komist að þeirri niður- stöðu, að umrædd lirfa hefði breyst i litinn djúpsjávarál. „Stór börn verða ekki alltaf risar i Goliat-stil,” segir Kjær- gaard. Boðskapur Landsburgs til auðtrúaðra er, að ævintýradýr eins og Miðgarðsormur hafi i raun verið til og jafnvel Frankenstein var raunveru- leiki. Hann fjallar lika um til- raunaglasabörn nútimans, en mælir ekki með slikum tilraun- um, þótt fremur verði þær að teljast til þeirra jákvæðari — auðvitað miðað við annað það, sem hann fjallar um. Til frekari sönnunar birtir Landsburg myndir og er sú nýj- asta frá þvi i ágúst 1979. Hún sýnir rússneskan leiðangurs- mann með afsteypu af fótspori snjómannsins i Pamirfjöllun- um. Einnig er i bókinni mynd af sæskrýmslinu Nessý frá 1. april 1934 en nýjustu kenningar um þá mynd eru að ljósmyndarinn hafi sett saman tvær myndir og hafi önnur þeirra verið af fil á sundi annars staðar i heimin- um. Kannski myndin hafi verið aprilgabb allra tima. — SJ Loðnufiotinn er oft mjög langt frá landinu, og enginn læknir er á miðunum. Ef eitthvað kemur fyrir þarf að sigla til lands. Engin læknisbJónusta um borð í fiskiskipunum: „Hafa margltrekað þá beiðni að hafa lækni í gæsiuskipum” - segir öskar Vigfússon. formaður Sjómannasambands ísiands „Sú eina læknisþjónusta, sem er um boð í veiði- og farmskipum, er frá hendi þeirra manna, sem hafa próf sem yfirmenn skipsins og þá einungis hvað varðar fyrstu hjálp", sagði óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands islands við Visi. „önnur læknisþjónusta er ekki við flotann og enginn læknir um borð i landhelgis- gæsluskipunum, eða öðrum skipum sem eiga að veita flotanum þjónustu. Þetta er að sjálfsögðu eitt af þeim atriðum, sem sjómannasamtökin hafa haft á stefnuskrá sinni á undan- förnum árum. Þau hafa marg itrekað þá beiðni að læknir sé hafður um boð i landhelgis- gæsluskipum. ” „Læknis- þjónusta um borð i skipum er engin”, sagði Jónas Haralds- son, lögfræðingur hjá LICJ. „Það eru til ákveðnar reglugerðir, sem kveða á um nauðsynlegan læknisútbúnað i skipunum, en aðstaða til læknisþjónustu er engin.” Jónassagði að læknisþjónusta væri á verksmiðjuskipum og ýmsum eftirlitsskipum, sem koma langt að, t.d. frá Þýska- landi. Hugsanlegt væri þvi að iandhelgisgæsluskipin hefðu lækni um borð til að sinna áhöfnum islenskra skipa, en það er hægara sagt en gert. Kostnaðurinn yrði mikill og fáir fúsir til slikra starfa. Þvi væri það enn sem áður, að menn leit- uðu til fyrstu hafnar ef eitthvað bjátaði á. — H.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.