Vísir - 16.01.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 16.01.1980, Blaðsíða 7
VtSIR Miðvikudagur 16. janúar 1980. „Held áfram að leika með ðster - seglr Teltur Þórðarson, sem hefur ekkl um annað að velja vegna hve hátl verð Osier vildl fá fyrlr hann „Þaðer ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram að leika með öster hérna i Svlþjóð. Markaðnum I Belgiu var lokað um áramótin og þar sem samn- ingar tókust ekki hjá Antwerpen eða Beershot við öster, þá verð ég að sætta mig við það að geta ekki breytt til eins og ég haföi þó mikinn áhuga á”, sagði Teitur Þórðarson knattspyrnukappi er Vi'sir ræddi við hann I gærkvöldi. Eins og við höfum sagt frá, sjfndu Antwerpen og Beershot mikinn áhuga á þvl aö fá Teit til Belglu, en þaö er nú fyrirsjáan- legt aö ekkert verður úr þvl. „Það var búið að ganga að öll- um minum kröfum og þvl ekkert til fyrirstöðu af minni hálfu aö fara til Belglu”, sagöi Teitur. „En öster vildi fá svo hátt verö fyrir mig aö belglsku félögin gátu ekki gengiö að þvl. Það má segja að ég sitji I sömu súpunni og Jdhannes Eðvaldsson hjá Celtic i Skotlandi og er ég allt annaö en ánægður með hvernig málin hafa þróast. Markaðurinn i Belgiu opnast aftur I júni, en ég veit ekki hvort máliö nær eitthvaö frekar fram að ganga þá. Þótt samningurinn minn viö öster sé runninn út, gat ég ekki ráðiö neinu. Það yar ekki nóg meö að öster heimtaöi meira verð fyrir mig en belglsku félögin sáu sér fært að borga, heldur kom svo Jönköping — þar sem ég lék áöur — og heimtaöi 25% og það varð að sjálfsögðu að bætast við veröið, sem var þó nóg fyrir. Ég verð þvi' aö skrifa undir nýj- an samning viö öster um annaö er ekki að ræða I bili. Eina landiö sem ég hefði getaö farið til án þess að öster gæti gert kröfur, var ísland, en ef ég ætlaöi síöan að fara þaðan, hefði öster sam- stundis verið komið I spilið með kröfur sinar”. — Eru þvi einhver mistök I samningi þinum? ,,Nei ,þettaerubara sænsklög I framkvæmdog ég verö aö hlíta þeim”. gk-. „Allt Dúnlng- unum að kenna” - sagðl Anne-Marie Moser enir að hafa nðð aðelns 2. sæfl f brunmótl World Cup I gær Hanni Wenzel frá Liechten- stein heldur enn forustunni i heimsbikarkeppninni ialpagrein- um á skiðum. Varð hún i þriðja sæti i brunkeppninni i Arosa i Sviss i gær, og nægði það henni. Helstu keppinautar hennar, þær Marie-Therese Nadig frá Sviss og Anne-Marie Moser frá Austurriki, urðu I 1. og 2. sæti I keppninni I gær. Marie-Theres þó i fyrsta sæti með ellefu hundruðustu úr sekúndu betri tima en Anne-Marie. Þessar þrjár berjast um efstu sætin i stigakeppninni þessa stundina, og er ekki reiknað meö aðþeim verðitígnað af öðrum það Anne Marie Moser viU fá annan skíðafatnaö fyrir ólympiuleikana I Lake Placid I næsta mánuði. sem eftir er af keppninni. Anne-Marie kenndi þvl um i gær, að hún hefði ekki náð betri tlma vegna þess, að keppnisbún- ingurinn sem austurríska kvennaliðið væri skyldugt að nota, væri ekki nógu góður. „Þaö er sálrænt ogslæmt aö vita, aö þú sértekkii þvlbesta,sem völ erá I keppni sem þessari” sagði hún. „Ég vona bara að þetta vanda- mál með keppnisbúninginn verði búiö að leysa fyrir ólympiu- leikana”, bætti frúin við og var heyranlega I allt annaö en góðu skapi... —klp— FRÁBÆRT HJÁ FRIÐÞJOFI Friðþjófur Helgason, ljós- myndari Helgarpóstsins og Iþróttaljósmyndari VIsis, var á sunnudaginn útnefndur „Rocky of the year” hjá Golfklúbbi Ness. Fékk hann þá framfarabikar golfklúbbsins, sem veittur er þeim manni, sem mestar framfarir hefur sýnt I Iþróttinni á árinu. Framfarirnar voru svo sannarlega fyrir hendi hjá Friðþjófi, þvl að hann lækkaði i forgjöf úr 21 höggi I 9 á keppnis- timabilinu, og varð auk þess Islandsmeistari I 2. flokki á tslandsmótinu, sem háð var á ölafsfirði i sumar... ■ Leikur Vals og UMFN aö hefjast í gærkvöldi. Jón Otti ólafsson dómari hefur kastað boltanum upp, og það fer ekki á milli mála að leikmenn liðanna einbeita sér að þvl að ná til hans. Vfsismynd Friöþjófur. Sigur Vais ydr umfn f úrvaisdelldinni: ÞRJU UB NU EFST OG JflFN „Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn i þessari viöureign og unnu sanngjarnan sigur”, sagöi Gunnar Þorvarðarson fyrirliði UMFN i körfuknattleik, eftir aö liö hans haföi tapaö fyrir Val 74:85 I Laugardalshöll I gær- kvöldi. „Þeir hittu betur og voru mun ákveönari enda lékum við afar slaklega”, bætti Gunnar við. — Nú eruð þið búnir að tapa niður hinu góöa forskoti, sem þið höföuö náö I úrvalsdeildinni, hvað veldur þvi? „Liöin eru svo jöfn að þótt við nasðum forskoti I upphafi mótsins var litið á þvi að byggja. Ég tel að þrátt fyrir forskotið höfum viö ekki verið meö betri lið en önnur, liöin eru að reyta stig hvert af öðru og svo verður eflaust áfram”. Við sigurinn i gær náðu Vals- menn KR og UMFN aö stigum og er fyrirsjáanleg grimmdarbar- átta þessara liða I úrvalsdeildinni i vetur, og hugsanlega gætu IR-ingar blandað sér I hana. En það er löng leiö framundan — 10 umferðir — og ómögulegt aö segja fyrir um framvindu mála. Ef við snúum okkur að leiknum I gærkvöldi, þá er skemmst frá þvi að segja aö Valsmenn höfðu meiri yfirburöi heldur en úrslita- tölurnar gefa til kynna. Þeir tóku forustuna strax I slnar hendur, komust I 14:7 og mest varö for- skot þeirra I fyrri hálfleiknum 14 stig. Staðan i leikhlé 43:31. Njarövfkingarnir skoruðu fyrstu fjögur stigin I siðari hálf- leik, en þá tóku Valsmenn aftur við, komust mest 21 stig yfir og sigur þeirra varö minni en út leit fyrir um tima. Valsmenn léku þennan leik mjög yfirvegaö, svæöisvörn þeirra sterk og liðið beitti mikiö hraðaupphlaupum með góðum árangri. Liöið var mjög jafnt, en mesta athygli vakti stórleikur Jóns Steingrímssonar, sem lék sinn besta leik fyrir Val. Þá var Tim Dwyer góður svo og þeir Torfi Magnússon og Kristján Agústsson. Um liö Njarðvikur er þaö aö segja að þaö var ólikt þvl sem er, þegar þvi' tekst sem best upp. Hittnin var nánast engin hjá lið- inu, vörninopnaðist oft illa og yfir liöinu nær öllu var eitthvert slen. Þeir einu, sem voru virkilega eitthvað likir sjálfum sér voru Gunnar Þorvarðarson og Guð- steinn Ingimarsson, en það dugði skammt. Stigahæstir Valsmanna voru Tim Dwyer 36, Torfi 13, Kristján og Þórir 10, en hjá Njarövik Gunnar með 23, Guðsteinn og Ted Bee 17 hvor. gk-. STABAN Staöan i úrvalsdeildinni I körfu- knattleik er nú þessi: Valur — UMFN ................85:74 KR ..............10 7 3 828:758 14 Valur............10 7 3 865:825 1 4 UMFN............ 10 7 3 839:815 14 1R.............. 10 5 5 965:896 10 Fram............. 9 2 7 797:750 4 1S............... 9 1 8 751:820 2 Næsti leikur er á milli IS og Fram og fer hann fram annaö kvöld f iþróttahúsi Kennarahá- skólans kl. 20 og eftir þann leik er keppnin I úrvalsdeildinni hálfnuö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.