Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 2
VISIR Fimmtudagur 17. janúar 1980. __________ ____________________________________________________________________________________2 Ef þú værir væntanlegur faðir, vildir þú þá vera viðstaddur fæðinguna? Helgi Skj. myndlistarnemi: Já, alveg eindregiö. Fe&ur eiga aö taka þátt i þvi aö „eiga barn”. Baidur Kristjánsson Iþróttakenn- ari: Já, gjarnan. Þaö er ekki sjálfsagöur hlutur, heldur eölileg- ur. Bjarni ólafsson framkvæmda- stjóri: Já, þaö vildi ég gera, enda viöstaddur fæöingu um svipaö leyti i fyrra. örn Petersen sölumaöur: Já, þaö mundi ég vilja. Þaö er lærdóms- rikt aö ganga gegnum þaö eins mikiö og mögulegt er. Birgir Helgason verslunarstjóri: Já, eindregiö. M Málflutnlngur I Gelrfínnsmálinu: NO vil éq segja ALLAN SANNLEIKANN - sðgðu sakborningar stundum við yfirheyrslur en breyttu svo framburði sínum daginn eftir pí ,,Frumrannsókn stóð fram á árið 1975, hún var hávaðasöm en árangur að sama skapi rýr" sagði Þórður Björnsson ríkissak- sóknari þegar hann hóf að reifa Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í gær. Það er rétt hjá saksóknara að nokkur hávaði var við frumrannsóknina en það var þó nánast hvísl miðað við lætin sem urðu á árinu 1976 þegar hrikti í dóms- kerfinu undan þeim hörðu umræðum er spruttu út af Geirfinnsmálinu og fleiri mál komu þar við sögu. Ekki verður sú saga rifjuð upp hér en eflaust verður árið 1976 lengi í minnum haft vegna Geir- finnsmálsins er fjórir menn sátu yfir 100 daga i gæsluvarðhaldi, saklausir bendlaðir við málið. Stjörnuvitnið Framan af árinu var Erla Bolladóttir talin einskonar stjörnuvitni i Geirfinnsmálinu. Hún haföi opnaö máliö, oröiö fyrst til að benda á hina „seku” og framburöur hennar studdur framburöumSævarsCiesielski og Kristjáns Vi&ars. Hinir „seku” voru hnepptir i gæsluvaröhald sem stóö mánuö- um saman. Allan þann tima og raunar lengur héldu Erla, Sævar og Kristján Viðar þvi fram aö „Klúbbmennirnir” heföu veriö i Dráttarbrautinni i Keflavlk kvöldiö sem Geirfinnur hvarf. Þaö var ekki fyrr en i mai- mánu&i sem fjórmenningunum var sleppt og þá sagöist Erla hafa skotiö Geirfinn meö riffli sem Sævar rétti henni. Sá framburöur var si&an borin til baka og nú sfö- ast heldur Erla þvi fram aö hún viti ekkert um Geirfinnsmáliö. Rannsóknaraöilar hafa svo sannarlega ekki gegnt öfunds- ver&u hlutverki. Manndráp og rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu eru Sævar, Kristján Viðar og Guöjón Skarp- héöinsson ákæröir fyrir mann- dráp og Erla, Sævar og Kristján ákærö fyrir rangar sakargiftir. Saksóknari rakti i upphafi máls sins um Geirfinnsmáliö hvarf Geirfinns og árangurslausa leit aö honum. Geirfinnur fór aö heiman frá sér þriöjudagskvöldiö 19. nóvember 1974 laust fyrir klukkan 22. Kunningi hans kom til hans þetta kvöld og vildi fá hann meö sér i bió en Geirfinnur kvaöst þurfa aö hitta mann við Hafnar- búöina klukkan 22. Hann sagöist ekki vita hver eöa hverjir þaö væru en þaö heföi veriö hringt til sin og hann beðinn aö koma einn og gangandi. Sagöi Geirfinnur I grini aö ef til vill væri vissara aö hafa barefli meöferöis. Kunninginn ók Geirfinni aö Hafnarbúöinni þar þeir skildu. Geirfinnur kom aftur heim skömmu siöar. Um klukkan 20 minútur yfir 22 var hringt heim til Geirfinns. Sonur hans fór I slm- ann og segir aö dimmraddaður karlmaöur hafi spurt um fööur hans meö fullu nafni. Geirfinnur fór i simann og heyröist segja: „Ég er búinn aö koma”. Síöan sagöi hann: „Ég kem”. Geirfinnur sagöist þurfa aö skreppa út og fór hann þá ak- andi á bil sinum. Billinn fannst viö Vikurbraut, skammt frá Hafnarbúöinni, en tií Geirfinns spuröist ekki. Afgreiöslustúlkur i Hafnarbúö- VISIR riéftmluJogwi 2*. jámla*<3 tbi. ht. irn. Er „Leirfinnur" ioks kominn bak við lás og slá? Stöðugar yfirheyrslur í Geirfinnsmálinu l i l ( Hót Frétt Visis um handtöku fjórmenninganna v * sím^nA'- Höfnin I Keflavlk var slædd stuttu eftir hvarf Geirfinns. inni báru fyrir lögreglunni I Keflavik aö þangaö hefði komiö ókunnur maöur umrætt þriöju- dagskvöld og fengiö aö hringja. Þær báru ekki kennsl á manninn en gerö var fræg leirmynd af manni sem talinn var likjast þeim er kom i búðina. Geirfinnur haföi veriö i veit- ingahúsinu Klúbbnum sunnu- dagskvöldiö 17. nóvember meö vinnufélögum sinum og þar sást hann á tali viö einhvern mann er þeir þekktu ekki. Eftirgrennslan bar engan árangur og máliö virtist lognast út af er leiö á áfið. « „Ég er hrædd við þrjá menn" 1 nóvember áriö 1975 sátu þau Sævar og Erla i gæsluvaröhaldi vegna fjársvika. Erla losnaöi úr varöhaldinu þann 20. desember. Um mi&jan janúar 1976 kom Erla til lögfeglunnar og sagöist vera hrædd út af dularfullum sim hringingum til sin. Aö kvöldi þess 21. janúar kom hún til viðtals viö rannsóknarlögregluna og fór þaö fram i húsakynnum Siðumúla- fangelsis. Þar sagöi hún nánar frá sim- hringingum þar sem sá er hringdi segði ekki orö en legöi á. Einu sinni haföi sá sem hringdi þó spurt hana hvort ekki væri komiö nóg og aö hún skyldi vara sig. Hún var margspurð viö hverja hún væri hrædd. „Ég er hrædd við þrjá menn” svaraöi Erla og nefndi nöfn Einars bróöur sins, Sigurbjarnar Eirikssonar og Jóns Ragnarssonar. Hún var spurö hvers vegna hún væri hrædd viö þá, og svaraöi þvi til aö það væri vegna Geirfinnsmálsins. Þetta var upphaf aö þvi aö þessi nöfn og siöan fleiri komu inn i máliö. Sævar nefnir þá sömu Þegar þetta var sat Sævar enn i gæsluvaröhaldi og var honum skýrt frá þvi a& Erla væri hrædd Sæmundur Guövinsson bla&amaöur skrifar viö einhverja menn og hvort hann vissi hverjir þaö væru. Sævar taldi upp sömu nöfn og sagöi þetta tengjast Geirfinnsmálinu. Formleg skýrsla var tekin af Sævari 22. janúar og af Erlu dag- inn eftir. Þá var komiö fram að Kristján Viðar tengdist eitthvaö málinu og auk þess komu upp nöfn Magnúsar Leopoldssonar og Valdimars Olsen til viðbótar hin- um. Klukkan sex a& morgni 26. janúar voru þeir Einar, Magnús og Valdimar handteknir á heimil- um sinum og úrskurðaðir i gæslu- varöhald. Þaö var framlengt nokkrum sinnum og staöfest af Hæstarétti. Samtalssátu þeir inni i 105 daga. Sigurbjörn var hand- tekinn nokkru seinna, eða 10. febrúar. I júli 1976 kom hingaö vestur- þýski rannsóknarma&urinn Karl Schutz og var hér þar til rannsókn málsins lauk snemma á árinu 1977. Málið var sent saksóknara 8. febrúar þaö ár og ákæra gefin út 16. mars.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.