Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 22
Fimmtudagur 17. janúar 1980. TILKYNNING frá FISKVEIDASJÓDI ÍSLANDS um umsóknir um lón á árinu 1980 A árinu 1980 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði Islands til eftirtalinna framkvæmda i sjávar- útvegi: 1. TIL FRAMKVÆMDA I FISKIÐNAÐI. Einkum verður lögð áhersla á framkvæmd- ir er leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fisk- vinnslustöðva, eða auka verulega afkasta- getu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í byggðarlaginu. 2. TIL FISKISKIPA. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauð- synlegt og hagkvæmt. Ekki verða á árinu veitt lán til kaupa á skipum frá útlöndum, en einhver lán til nýbygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sinum á þar til geröum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tek- in til greina (eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs, Austurstræti 19, Reykjavík). Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1980, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Lansloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, jjj aóur en framkvæmdir eru hafnar. Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar er- lendis á árinu 1981 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Félagsmálaráðuneytið 15. janúar 1980. ÁSKRIFENDUR! Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar, þá vinsamlegast hringið í sima 86611: virka daga til kl. 19.30 laugardaga til kl. 14.00 og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess að blaðið berist. Afgreiðslo VÍSIS sími 8661 i__________ Dlaóburóarfólld óskast! LANGHOLTSHVERFI Laugarásvegur Forystumenn ASt kynntu forystumönnum vinnuveitenda kröfur sinar á mánudaginn var. „Þeip reyna aö tefia samningavlöræður” - seglr Ásmundur Stetánsson. framkvæmdastiórl ASÍ, um vlðbrögð Vlnnuveitendasambandslns „Mér finnst þessi sending frá Vinnuveitendasam- bandi Islands nokkuð mótsagnakennd og ber kannski fyrstog fremst keim af því að VS( er að reyna aðtef ja fyrir eðlilegum samningaviðræðum", sagði Ás- mundur Stefánsson framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Islands í samtali við Vísi um afstöðu Vinnu- veitendasambandsins til endurnýjunar kjarasamn- inga. „Það kemur kannski fyrst og fremst fram i þvi að þeir bjóða upp á samningaviðræður, en segja jafnframt að þeir geti ekki fallist á að byrja samningavið- ræður um sameiginlega kröfu- gerð Alþýðusambandsfélag- anna meðan heildarkröfurnar liggja ekki fyrir. Þeir taka það fram að þær umræður komi ekki til með að verða til neins fyrr en hver einasti aöili skili sérkröf- um.” Asmundur sagði að reynslan frá undanförnum árum væri sú aö það sé óhjákvæmilegt að reyna að vinna stóru málin, hvað sem liði kröfugerð um ýmis önnur atriði frá hverjum og einum. Það væri fráleit byrj- un að senda frá sér yfirlýsingar af þessu tagi. Kannski sé ekki á stæöa til að taka þær allt of al- varlega. „Mér finnst framsetningin, eins og hún hefur verið af þeirra hálfu, býsna blekkjandi. Þeir tala um að ekki sé tilefni til að auka kaupmátt, og krefj- ast i reynd meiri kjaraskerö- ingar en við höfum nokkurs staðar séð áður. I stuttu máli er verið að leggja til að visitölukerfið veröi af- num>ð. Tæplega helmingur verðhækkana yröi bættur og það á sex mánaða fresti, en verð- bætur greiðast á þriggja mán- aða fresti nú. Það er þvi alls ekki veriö að tala um aö fram- lengja tilvist þess kerfis sem við búum við, heldur aö draga mjög úr visitölubótum. Varðandi viðskiptakjara- breytingar er VSí meö kröfur um að frádráttur verði aukinn og verði verulega uinfram það sem þjóðartekjur lækka vegna Ásmundur Stefánsson. rýrnandi viðskiptakjara. Þetta eru i fyrsta lagi viö- brögð til að tefja og i öðru lagi kröfur um óhugnanlega kjara- skerðingu sem er það rosaleg, að ég held að það sé ekki ástæöa til að taka, það sem raunveru- lega meiningu þeirra sem i hlut eiga. -4iP. „Krðfugerð ASI er feluleikur” - segir Þorstelnn Pálsson. iramkvæmda- stjörl Vlnnuveitendasamúandslns „Við getum ekki rætt þessar fyrstu sameiginlegu kröfur ASI, fyrr en við höfum fengið heildarkröfur f rá öllum félögum og sérsamböndum. Við verðum að sjá aTlan pakkann", sagði Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands í sam- tali við Vísi um afstöðu VSI til endurnýjunar kjara- samninga. „Við leggjum áherslu á það að kröfugerð Alþýðusambandsins er feluleikur. Annars vegar sameiginleg kröfugerð í launa- jöfnunarátt og hins vegar sér- kröfugerð, sem gengur i launa- gliönunarátt. Viö bendum einnig á að á sama tima og þjóðartekjur á mann minnka, þá er ekki hægt aö auka kaupmátt launa. Þar af leiðir að viö getum ekki fallist á grunnkaupshækkunarkröfu Alþýðusambandsins. Við teljum einnig raijgt að láta verðbólg- una raska umsömdum launa- hlutföllum, eins og gert er ráð fyrir með tillögum þeirra um nýtt verðbótakerfi. Settar hafa verið fram okkar tillögur, sem byggjast á því að kjarasamn- ingar verði endurnýjáðir til tveggja ára án grunnkaups- hækkana, en þó þannig að kaup- liðirnir verði endurskoðaðir i lok þessa árs miðað við þróun þjóðartekna. Þá verði tekiö upp nýtt verðbótakerfi sem miði að Þorsteinn Pálsson. þvi að draga verulega úr vixl- hækkunum milli kauplags og verðlags.” Vinnuveitendasambandið hefur farið fram á þrihliða við- ræður, milli launþega, vinnu- veitenda og rikisvaldsins, til þess að finna sameiginlega lausn. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.