Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 17. janúar 1980 gNEpgf^pntssiasss síminnerðóóll DHHHmi eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suövesturland. veðurspá S dagsins S GeirflnnsmállO: KOMA TÝNDU MáLS- SKJðLIN I LEITIRNAR? Þegar Geirfinnsmáliö var flutt fyrir undirrétti á sinum tima, kvörtuðu verjendur undan þvi að ýmis skjöl úr rannsókn málsins hefðu horfið. Þar var ekki sfst um að ræða ýmis gögn úr frumrannsókninni, sem framkvæmd var I Keflavik. Allmiklar eyður eru i þeim gögnum, sem safnað var i byrj- un í rannsókn málsins og viröast tugir skjala hafa týnst eða horf- ið. Sömuleiöis vantaði nokkuð af gögnum frá rannsóknarlögregl- unni i Reykjavik, er málið var flutt i undirrétti. Þar á meðal má nefna skjal úr Guömundar- málinu. Tryggvi Rúnar hafði dregið upp mynd af herbergis- skipan að Hamarsbraut 11 við yfirheyrslu, en sú teikning fannst ekki, þegar málið var flutt. Menn biða nú spenntir eftir að vita, hvort þessi horfnu gögn séu komin I leitirnar og verði lögð fram i Hæstarétti, en þau er ekki að finna i þeim gögnum, sem verjendur hafa fengið. Málfiutningur i Geirfinnsmál- inu hófst aftur fyrir Hæstarétti klukkan 10 I morgun og verður haldið áfram til klukkan 17 I dag. Þá er búist við, að saksókn- ari hafi lokið ræðu sinni, en I morgun sagði hann þaö ekki ljóst, hvort svo yrði. Fyrstur verjenda á mælendaskrá er Páll Arnór Pálsson, verjandi Krist- jáns Viðars Viöarssonar. Þeir Sævar Ciesielski og Kristján Viðar hafa verið við- staddir málflutninginn siðan hann hófst á mánudagsmorgun, en aðrir sakborningar ekki. —SG Búist er við stormi á Vest- fjaröamiðum. Klukkan sex var vaxandi 983 mb lægð 600 km V af Reykjanesi á hreyfingu A. Norðanlands fer aö kólna, fyrst á annesjum. Suövesturland til Breiðafjarð- ar: SA 4-5 og rigning i fyrstu, en skúrir eða slydduél, þegar liður á daginn. Vestfirðir: SA 4-5, rigning i fyrstu, en A 5-6 og slydda norðan til, þegar liður á dag- inn. Norðurland: SA 3-5 og dálitil rigning vestan til. Norðausturland: S 2-4, þykknar upp siðdegis. Austfirðir og Suöausturland: S 3-4 og sums staðar skúrir i fyrstu, SA 4-5 og rigning er á daginn liður. veðrið hér og par Klukkan sex i morgun: Akureyri alákýjaö 2, Helsinki snjókoma -10, Kaupmanna- höfn léttskýjað 4-6, Osló þoka i grennd 4-7, Reykjavík rigning3, Stokkhólmur skýjað 4-1, Þórshöfn hálfskýjað 5. Klukkan átján I gær: Aþena skýjað 15, Berlin heiðskirt 4-3, Chicago alskýjað 8, Fen- eyjar þokumóða 4, Frankfurt mistur 4-1, Nuuk skýjað 4-7, London skýjaö 3, Luxemburg skýjað 2, Las Palmas létt- skýjaö 18, Mallorca léttskýjaö 7, Paris heiöskirt 4-1, Róm rigning 10, Malaga skýjað 9, Vín snjókoma 4-5. Loki seglr Svavar vann Ragnar á hlut- kesti, þegar ákveðið var, hvor þeirra skyldi hafa forystu um stjórnarmyndunarviðræður Alþýðubandalagsins. Sagt er, að Lúðvik hafi átt fimmtiu- kallinn. Menn voru önnum kafnir viö aö reka niður stálþil við Sundahöfn I morgun. Lengdin á þilinu, sem rekið verður niöur núna, er 140 metrar og er þaö hluti af svokölluöum Kleppsbakka, sem veröur samanlagt 180 metrar. Samkvæmt samningi viö verktaka á verkinu aö ljúka I mai. Visismynd: BG Lýsi eftir ungri konu á Seifossi Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Lovisu Sigfúsdóttur, Laughaga 5, Selfossi, sem fór að heiman frá sér um klukkan 18 I gær. Lovisa er 33 ára gömul, ljós- skolhærð og 174-5 cm. á hæð. Hún var klædd brúnni hettuúlpu, ljós- brúnum flauelsbuxum og i svört- um kuldastigvélum. Þeir, sem kynnu aö hafa orðið varir við feröir Lovisu eftir klukkan 18 i gær, eru beðnir aö láta lögregluna á Selfossi vita tafarlaust. —sg Saksóknari laiar í 17 kiukkustundir: Ræöan mæid í möppuml Búist er við, aö Þóröur Björns- son, rlkissaksóknari, ljúki sóknarræðu sinni fyrir Hæstarétti siðdegis I dag og hefur hann þá talaö I einar 17 klukkustundir. Ljóst er að hér er um eina lengstu ræðu, sem haldin hefur verið i opinberu máli hérlendis. Þórður sagðist I samtali við VIsi vita, að Valdimar Stefánsson, sem var saksóknari, þegar Oliu- málið varflutt, hafi þá talaö dög- um saman. Einnig hefði mál- flutningur út af atburðunum 30. mars 1949 staðið mjög lengi, en Hermann Jónsson hrl. var skip- aður sækjandi i þvi máli. Þetta munu vera lengstu ræður i Hæstarétti, að minnsta kosti þar til nú. Þórður Björnsson hafði talað i 12 klukkustundir, er hlé var gert i Hæstarétti klukkan 17 i gær og var engin þreytumerki á honum að heyra eða sjá. Forseti Hæstaréttar, Björn Sveinbjörnsson, spurði Þórð, er þinghaldinu var frestað ,i gær, hvað hann ætti langt mál eftir. Þórður kvaðst nú ekki mæla þetta i klukkustundum, heldur möpp- um. Hann væri búinn með einar fimm möppur og nokkrar væru eftir. Vakti svariö nokkra kátlnu meðal viðstaddra. —SG Torfusamtökln biðja um niðurfelllngu fastelgnagjalda: „Sorglegi strandaöi „Það væri sorglegt, ef þetta mál strandaði á fasteigna- gjöldunum og ég trúi þvl ekki að óreyndu”, sagði Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, formaður Torfu- samtakanna i samtali við VIsi I morgun. Torfusamtökin tóku Bernhöfts- torfuna á leigu á siöasta ári og tóku þau þá jafnframt aö sér að greiöa allan kostnað af húsunum. Sá fyrirvari var þó hafður af hálfu samtakanna. að fasteigna- gjöld yrðu annað hvort felld niður af húsunum, eða samtökin fengju styrk, sem þeim næmi. Engin ákvörðun hefur verið ef mállð á Dessu” tekin um fasteignagjöld þessi i borgarstjórn ennþá, en borgarráö visaði málinu i siðustu viku til meðferðar við gerð fjárhags- áætlunar. Guðrún Jónsdóttir sagði, að Torfusamtökin stæðu nú i samningum við ýmsa aöila sem vildú taka húsin á leigu til at- vinnurekstrar. Þar væri um að ræöa sölustarfsemi af sérstakri gerð og veitingarekstur. Landlæknishúsið veröur gert upp fyrst húsanna og munu við- gerðir á þvi utanhúss hefjast bráðlega. -SJ Lýst eftir dr. Jónl Gísiasynl Ekkert hefur spurst til dr. Jóns Gíslasonar, fyrrverandi skólastjóra, sem hvarf að heim- an frá sér i fyrrakvöld. Hefur lögreglan lýst eftir Jóni, en i morgun hafði það engan árangur boriö. Jón býr að Úthlið 5 i Reykja- vik. Hann er sjötugur að aldri, gráhærður og lágvaxinn, geng- ur, venjulega álútur og nokkuö stifur i baki. Þeir, sem geta gefið upp- lýsingar um feröir Jóns Gisla- sonar eftir klukkan 22 á þriðju- dagskvöldiö, eru beönir aö láta lögregluna vita. sg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.