Vísir - 22.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 22.01.1980, Blaðsíða 9
vtsm Þriðjudagur 22. janúar 1980 Hér verða hinar nýju deildir I húsi Eimskipafélagsins. Veröur starfsemi félagsins nú skipt upp I sjálfstæðar flutningadeildir sem flytja vöruna alla leið til móttakanda. Breytl skipuiag hlá Eimsklp: v,!“m,ndGVA Þessi deild annast, eins og nafnið bendir til, flutninga til og frá Norðurlöndunum, Eystra- saltslöndunum og flutninga I reglubundnum strandsiglingum innanlands. Skip deildarinnar halda uppi reglubundnum áætlunarsiglingum til eftirtal- inna hafna erlendis: Bergen, Kristiansand, Moss, Gauta- borgar, Helsingborgar, Turku, Helsinki, Valkom, Riga, (Jdynia og Kaupmannahafnar. Innan- lands er haldið uppi reglu- bundnum siglingum til Isa- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar og HUsavikur. Deildin hefur yfir að ráöa sjö skipum. Sveinn A skipuriti þessu sést hvernig hina nýju skipulagi Eimskips er háttað og hverjir eru við stjórn i hverri deild. Stofnaðar sjálfstæðar fiutningadelldir Innra skipulag Eimskipa- félagsins hefur verið til endur- skoðunar á undanförnum mánuðum og hefur nýtt skipu- lag nú verið mdtað. Tók það gildi i öllum aðalatriðum I gær, 21. janúar. Er starfsemi félags- ins samkvæmt hinu nýja skipu- lagi skipt i þrennt, flutninga- svið, fjármálasvið og tækni- deild. Framkvæmdastjóri flutn- ingasviðs er Valtýr Há- konarson,sem verið hefur skrif- stofustjóri Eimskips. Fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs er Þórður Magnússon rekstrar- hagfræðingur en hann var áður framkvæmdastjóri Fríhafnar- innar á Kefiavikurflugvelli. Yfirmaður tæknideildar er Viggó E. Maack yfirverk- fræðingur. Hvað breytist? Meginbreytingarnar, eins og þær snúa aö viðskiptamönnum félagsins eru þær, að starfandi verða þrjár flutningadeildir, sem hver um sig annast ákveðn- ar flutningaleiðir. Koma þær i stað einnar deildar áður. Að auki er komið á fót sérstakri viðskiptaþjónustudeild. Frá og með 21. janúar er fyrra deildar- skipulag lagt niður, þ.e. inn- flutningsdeild, útflutningsdeild og strandflutningadeild. Færist starfsemi þessara deilda að mestu til flutningadeildanna þriggja. Starfssvið flutninga- deildanna nýju veröur þvi mun viðtækara en verið hefur i fyrri flutningadeild. Viðskiptaþjónustudeild ann- ast m.a. alla almenna af- greiðslu vegna innflutnings á svipaðan hátt og verið hefur. Hún mun einnig á svipaðan hátt nú annast alla afgreiöslu vegna útflutnings. Norðurlönd — Eystra- salt Ólafsson er forstöðumaður hennar og aðstoðarforstöðu- maður Jóhannes Agústsson. Bretland — meginland Evrópu. Flutningadeildinsér um hinar vikulegu siglingar til og frá Norðursjávarhöfnum, þ.e. Hamborgar, Rotterdam, Ant- werpen og Felixstowe auk sigl- inga til Weston Point hálfs- mánaðarlega. Þessi deild veitir einnig allar upplýsingar og sér um flutninga frá löndum eins og t.d. Italiu, Austurriki, Sviss, Frakklandi, Spáni og Portúgal. Sex skip halda nú uppi áætlunarsiglingum á þessu markaðssvæði. Forstöðumaður er Birgir Harðarson og aö- stoðarforstöðumaður Reynir Guðmundsson. Norður-Amerika — stórflutningur Flutningadeildin annast reglulegar siglingar til Ports- mouth á austurströnd Banda- rikjanna auk annarra tilfallandi flutninga til hafna á austur- ströndinni eða i Kanada. Þessi deild annast jafnframt alla svo- nefnda stórflutninga en það eru þeir flutningar sem ekki til- heyra reglubundnum siglinga- leiðum og/eða eru i heilum eða stórum förmum. Hún sér m.a. um alla frystiflutninga og aöra flutninga á sjávarafurðum eins og á mjöli og sild. Hún annast einnig timburflutninga, flutn- inga á byggingarefni, fóðri og áburöi þegar um er að ræða flutninga i heilum förmum. Til þessara flutninga hefur deildin yfir að ráða 13 skipum. For- stöðumaður deildarinnar verður Arni Steinsson og að- stoðarforstöðumaður Garðar Þorsteinsson. Sjálfstæðar rekstrar- einingar t þessu nýja skipulagi er hver flutningadeild rekin sem sjálf- stæð rekstrareining. Hefur hver deild ákveðin skip til umráða og annast rekstur þeirra. Forstöðum aður hverrar flutningadeildarsér um bókanir á þau skip sem hann hefur til umráða og semur hann við viðskiptamenn að öllu leyti. Þó mun framkvæmdastjóri flutningasviðsins annast sam- ræmingu á milli flutningadeild- anna og ennfremur við vöruaf- greiðsluna i Reykjavik. Einnig annast hann samningagerö vegna meiri háttar flutninga- samninga. Sem dæmi um verkaskipting- una má nefna aö sú deild sem annast innflutning vörunnar frá ákveðnum stað erlendis, sér einnig um framhaldsflutning vörunnar innanlands, ef ákvörðunarstaöurinn er annar en Reykjavik. Gildir það sama um útflutning. Sú deild sem flyt- ur vöruna utan sér einnig um að koma vörunni utan af landi. Þá er ógetið viðskiptaþjón- ustudeildar, en hún sér um stefnumótun i markaösmálum og samvinnu við forstööumenn flutningadeilda. Undir þessa deild heyrir almenn afgreiðsla félagsins. Afgreiðslustjóri er Björn Másson eins og verið hef- ur. Veitir afgreiðslan allar al- mennar upplýsingar sem viðskiptavinir kunna að þurfa á aö halda. Loks hefur verið leitast við til þægindaauka að hafa allar fram angreindar deildir flutningasviðs á sama staö i Eimskipafélagshúsinu. Eru þær allar á 2. hæð. Þá mun almenn afgreiðsla viðskiptaþjónustu- deiidar flytja i mars nk. i nýjan afgreiöslusal á jarðhæð hússins og mun það hafa i för með sér bætta aðstöðu fyrir viðskipta- vini og starfsfólk. Þess má geta að starfsmannafjöldi Eimskips breytist ekki vegna þessara skipulagsbreytinga. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.