Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 29
vism
Laugardagur 26. janúar 1980
Viö s prenginguna fór us t 4 menn og s kipiö laskaöis t mikiö. Eldur inn s á s iöan um þaö sem eftir var
Maóurinn sem bjargaði efnahag Angóla:
Var 3 daga einn um borð t
brennandi oltuskipi
og lagði sig t mikía hættu
Cabinda í Angóla er friðsæll hitabeltishafnarbær. Eina
nóttina var kyrrðin skyndileqa rofin af gífurlegri
sprengingu! Enskur sérfræðingur i olíuskipalestun sem
aðsetur hafði í bænum nærri kastaðist úr sæti sinu þar
sem hann varvið vinnu. Það var 16. ágúst, klukkan 21.45.
Allt bæjarstæðið var upplýst af eldi sem brotist hafði út í
35.269 tonna olíuskipi, loannis Angelicossis.
I olíuskipinu voru 220.000 tunnur af hráolíu sem það
hafði lestað úr oliubauju á skipalæginu. Cabinda er aðal-
útflutningshöfn olíu fyrir Angóla en olian er nánast eina
tekjulind þessa hrjáða lands í Vestur-Afríku.
Nigel Dalton sem reyndi af öllum mætti aö bjarga Ioannis Ange-
licoussis frá glötun einn sins liös . Þaö lánaöist ekki en þó tókst Dalton
að bjarga Angóla frá meiriháttar efnahagskreppu. Þó Dalton væri f
mikilli hættu tók hann llfinu meö ró og baö m.a.s. um myndavél sem
hann tók mcö hinar meöfylgjandi myndirnar.
Enski sérfræðingurinn hét
Nigel Dalton og fyrstu viöbrögð
hans voru mjög ensk, hann sagði:
,,0h boy! ” Hann vissi hvað myndi
gerast ef eldurinn breiddist úti
oliugeymana við höfnina, allt
myndi springa i loft upp! Hann
tók þegar til sinna ráða.
Hann gerði áhöfnum oliubáta
þegar viðvart en það eru sterkir
og traustir bátar. Þeir hröðuðu
sér út að oliuskipinu, átta milur i
burtu, tóku i leiöinni skipbrots-
menn upp úr sjónum. Leitarljós
frá þyrlum fundu hina óttaslegnu
sjómenn.
Mikillar varúðar var þörf er
nær dró skipinu. Logarnir teygðu
sig hátt til himins, hitinn var grið-
arlegur og mikil hætta á frekari
sprenginguvf',. Dalton var engu að
siður staðráðinn i að reyna að
bjarga þvi sem bjargað varð, losa
skipið frá leiðslunum i baujuna,
freista þess siöan að koma skip-
inu út á opið haf og sökkva þvi
þar, eða bjarga eftir atvikum.
„Ég bað sjálfboðaliða að
fylgja mér um borð en enginn
vildi koma. Þú hlýtur að vera
bandbrjálaður, þetta drasl
springur i loft upp, sögðu þeir. Þá
stökk ég einn um borð, tók með
mér sleggju en varö þess strax
var að skipið var farið að hallast.
Þvi var ómögulegt að aftengja
oliuleiðslurnar á vanalegan hátt.
Svo ég byrjaði bara að berja með
sleggjunni einsog ég lifandi gat á
leiðslurnar i von um að brjóta
þær. Eftir tvær klukkustundir
brotnaði sleggjan en mér hafði
ekki enn tekist ætlunarverkið og
var auk þess dauðþreyttur. Ég
ætlaði mér samt ekki að gefast
upp”, sagði hann. Hann sendi
skilaboð til dráttarbáts og bað um
nýja sleggu — og myndavél!
Loks tókst honum að losa skip-
ið. tók inn dráttartaugar og drátt-
arbátar byrjuðu að draga það til
hafs. I dögun kannaði Dalton
skemmdirnar og reyndi að finna
leið til að slökkva eldinn. Þá tók
hann eftir undarlegri holu á
skipshlið. „Ef sprengingin hefði
orsakað þessa holu hefðu jaðrar
hennar átt að vindast út á viö. Svo
var ekki. Holan var éinsog eftir
eldflaug eða eitthvað þvilikt.”
Enginn gat heldur skýrt hvers
vegna eldurinn kviknaði eða
hvers vegna hann breiddist út
með þeim feiknahraða sém raun
bar vitni.
Fleiri sprengingar urðu nú i
skipinu er eldurinn breiddist út i
fleiri oliugeyma þess. Þá uröu
dráttarbátarnir að forða sér og
einn þeirra varð fyrir griðarstóru
stykki sem kastaðist frá oliuskip-
inu en enginn lét þó lifið.
Dalton var þá einn og einasta
undankomuleið hans var árabát-
ur. Eldurinn breiddist óðfluga út
og hallinn jókst stöðugt. Stórt
björgunarskip var á leið frá Suð-
ur-Afriku en óvist hvort það kæm-
ist i tæka tið.
„Ég ákvað að reyna að koma
vélunum i gang, þá hefði ég dá-
litla möguleika á að stýra skipinu
og e.t.v. berjast við eldana. Mér
tókst að starta vélunum og var
kominn á skriö þegar skipið allt i
einu bókstaflega tættist i sundur,
hver sprengingin fylgdi annarri,
ég fann það liðast i sundur undir
fótum mér. Ég flýtti mér i björg-
unarbátinn en var i dálitlum
vanda, brennandi olia var allt um
kring og þar sem báturinn var of
stór til að ég gæti róiö honum varð
ég að sitja og biöa”.
Sem betur fór fylgist einn drátt-
arbátanna með og færði sig nær
Dalton i bátnum. Linu var kastað
til hans og tókst þannig að bjarga
honum, þá hafði hann verið næst-
um þrjá daga um borö i brenn-
andi oliuskipinu. Eldurinn fór
hamförum og enginn möguleiki á
aö bjarga skipinu menn gátu ein-
ungis beðiö endaloka þess.
Ioannis Angelicoussis sökk ekki
fyrr en 19 dögum siöar en hvarf
þá i hafið. Með skipinu fór svariö
við gátunni — var það eldflaug
skæruliða sem kveikti eldinn sem
hefði svo auðveldlega getað eyöi-
lagt allar oliubirgðir Angóla, riðið
landinu að fullu og skapað öng-
þveitiá oliumörkuðum heimsins?
Endalokin. Eltir margra daga baráttu viö dauöann hvarf Ioannis Angelicoussis loks l hatió.