Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 16
vísni Laugardagur 26. janúar 1980 16 „Hvernig lisí ykkur núá þetta? (Sýnir úrklippu úr Morgunblaðinu frá 5. janúar). Varðskip flytur hrút fyrir bóndann á Laugabóli í Arnarfirði til ánna í Geirþjófsfiröi! Ærnar eru þarna í skóglendi, sem Landgræðslusjóður keypti. Þessi greiði Landhelgisgæslunnar varöar því við lög og væri mál- ið tekið upp/ eins og sýslumaðúr Isafjarðarsýslu ætti að gera ótil- kvaddur, þá væri óhjákvæmilegt að dæma bæði bóndann og Land- helgisgæsluna í fésektir". Hákon Bjarnason/ fyrrverandi skógræktarstjóri og fyrrverandi formaður Landgræðslusjóðs, er ekki þekktur fyrir að fara í laun- kofa með skoðanir sínar og hefur meðal annars oft skotið á sauð- fjárbúskap Islendinga. Af þeim ástæðum hefur hann af sumum verið nefndur óvinur sauðkindarinnar á islandi númer eitt. Kindurnargangaá 8 rakvélablöðum — Er þér illa við sauökindina? „Mér er illa vi6 ofbeit. Mér er illa við að sjá að á mörgum stöðum er land aö blása upp vegna ofbeitar, það hlýtur að vekja alla skynsama menn til umhugsunar. Þegar of margt búfé er i högum, eyðist bæði gróður og jarðvegur. Þaö er ekki nóg með að féð biti heldur er eins og kindurnar gangi á átta rakvélablöðum — klaufirnar eru svo beittar, eöa svo segja Þjóðverjar. Auk þess efast ég um aö sauðfjárhald borgisigá Islandifrá þjóðfélagslegusjón- armiði. Ég hef haldið þessu fram frá fyrstu tið, minnir að ég hafi skrifað grein um þetta I timarit árið 1942. Siðan hef ég verið talinn yfirlýstur fjandmaður sauð- kindarinnar, en ég var svo heppinn að Gylfi Þ. Glslason og fleiri menn komu fram með svipaðar kenningar og deildu þessu stöðutákni með mér. Sjáðu til. Ég hef lesið, að i Skotlandi sé borgaö eitt pund með hverri kind I styrki og að þetta eina pund sé eini gróðinn af kindunum. — Sem sagt er fjárrækt I Skot- landi ekki hagkvæm s tyr kjalaus, hvað þá á tslandi! " — Bitur sauðfé tré og runna? ,,A vissum timum ársins, svo sem á vorin og haustin, leitar féð á tréin, það er ekki umdeilanlegt. Það var sauðkindin semkenndiokkur aðklippa birki i lim^irð- ingar, þvi einhverjir fallegustu birkipuðar sem sjást eru beitarpúöar. Það getur verið I lagi að beita fé i skóg- lendi, en með mikilli gætni, og þar sem er ungviði þarf að halda beitinni niðri". Skögræktarstjóri í 40 ár Hákon er þekktastur fyrir skógræktar- störf sín, enda vai- hann skógræktarstjóri I ein 40 ár. „Ég tók við af Kofoed-Hansen 1935 en danskir menn voru upphafsmenn skóg- ræktar á Islandi. Ryder nokkur, skipstjóri á einu skipi Sameinaða félagsins sigldi hingað I mörg ár. Honum óaði alveg við þvl, hvað landið var berangurslegt og skóglaust. Hann fékk leyfi Alþingis til að reisa girðingu á Þingvöllum ár iö 1898 og ár ið eftir hófs t þar fyrsta plöntun til skógar hér á landi. Sá staður er nú kallaður Furulundur. Arið 1900 var ráðinn hingað lærður skógræktarmaður, Flensborg að nafni. Meðan hann var hér var flallormsstaöa- skógur friöaður og Vaglaákógur keyptur. Ar ið 1907 tóku s kógr æktarlögin s vo gildi og Kofoed-Hansen var ráðinn skógræktar- stjóri. Skógræktarmenn vitringar álítni sér- A þessum árum voru skógræktarmenn litnir hornauga, taldir hálfgerðir sérvitr- ingar. Fólk trúði ekki á skógrækt, á Is- landi gæti aldrei vaxift skógur, og barrtré gátu — aö þeirra áliti — alls ekki vaxið i landinu. En skógrækt hefur vaxið fylgi meö ár- unum, enda hefur árangurinn verið ágætur á mijrgum stöðum. Það er enginn vandi að rækta nytjaskóga á völdum stöð- um á Islandi, ef tr jáfræiö er sótt til þeirra staða, sem hafa svipað veðurfar og hér er. Við gætum framleitt 90% af öllum viði, sem þjóðin þarfnast og skógrækt gæti skapaðóhemjuvinnuisveitunum.þá þyrfti landbúnaðurinn minni styrki. Ég vil I þvl sambandi benda á, að timburverðkemur til með að hækka geysi- mikiö næstu árin og áratugina. Það er tal- ið, að timburþörf V-Evrópubúa muni þre- faldast á næstu tuttugu árum, og verð- hækkunin muni verða I réttu hlutfalli viö það". Tekur 40 ár að koma upp nytjaskógi Arið 1938 var plantað lerki I einn hekt- ara lands I Hallormsstaöaskógi og kölluð- um viö reitinn Guttormslund. Nú eru tréð orðin 15-16 metra há og úr þessum litla lundi er búið að taka meira en átta þúsund girðingastaura. A þessu sjáum við, að það tekur aðeins 40 ár að koma upp nýtjaskógi á tslandi, ef heppileg svæði eru valin. I Fljótsdal er kominn 60-70 hektara bændaskógur og hefur hann verið gróður- settur á tiu undanförnum árum. Skógur þessi er kominn vel á leið þrátt fyrir að hann hafi orðið fyrir skaða vegna ágangs hreindýra og sauðfjár. Það er mikill munur að sjá þetta svæði núna, þvi áður var þetta ófr jótt og snautt land en er nú allt að gróa upp meö fegursta barrskógi. Það eru þo enn til ýmsir menn, sem eru á móti skógrækt, þó undarlegt sé. Það var til dæmis einn ágætur maður, sem ég hitti á mannamóti. Hann kom til min og sagði formálalaust: mótfallnir skógrækt vegna greindar- skorts. Og i þriðja lagi eru þeir til, sem eru á móti skógrækt bæði vegna fákunn- áttu og heimsku"." Birkiðer landnámsplanta Þetta sagði Hákon, en ekki vildi hann gefa upp nafn viðmælanda sins. — Var Island viði vaxið milli fjalls og fjöru þegar það var humið? ,,Já, ég trúi þvi, að þar sem ekki var of blautt og ekki nýrunnið hraun, að þar hafi landið verið viði vaxið. Birki I einhverri mynd hefur „dóminerað" allan annan gróður um það leyti sem land var numið. Þetta sér maður vlða ennþá, þar sem ekki hefur verið um ofbeit að ræða. Til að nefna dæmi, þá nær birki frá sjávarmáli hátt upp I fjallshlíðar I Vatnsfirði i Barða- strandarsýslu. Við Siglufjar ðarskarð nær bir kikr æða upp i efs tu gr ös, og þegar far ið er frá Húsavik austur I Kelduhverfi er birkið mjög áberandi og nær upp i ^00 metra hæð. Það er greinilegt, að þar sem friðunar nýtur er birkiö fyrsta plantan, sem nemur nýtt land ásamt fáeinum öðrum. Það er viða mjög nauðsynlegt aö friða landið, þvl náttúran er svo viðkvæm á ís- landi. Tökum Aðalvlk til dæmis. Þar var landið illa farið og gróöur tætingslegur orðinn. Nú hefur ekki verið búið þar um skeið og Aðalvlk er nú orðin einn fallegasti staöur Vestfjarða. I Af byggöastefnu Það er nú annars þessi byggöastetna, sem er að ríða okkur á slig. Það má ekki sjástsvo grasstrá að ekki sé þegar rokið til og sett upp sauðfjárbú. t litlum þorpum sem byggðust I kringum smábátaútgerð, „Ég hef verið talinn yfirlýstur fjandmaður sauðkindarinnar, en ég var svo heppinn að Gylfi Þ. Gislason og fleiri menn komu fram með svipaðar kenningar og deildu þessu stöðutákni með mér", segir Hákon Bjarnason, sem hér blaðar i einni af mörg- um liókiiiii sinum. „Þaðer ekkinógaðhlaupa útlgarðog gróður ingu," segir Ihikoii, sem hér sést ásamt k< >»• ,. eru a mc vegna fákunti „Ég er á móti skógrækt! ". Og ég spuröi hvers vegna hann væri að segja mér þaö. „Mér fannst ég veröa að segja þér það". Og ég svaraði honum: „Menn hafa fullan rétt á þvi að vera mótfallnir skógrækt ef þeir vilja. Þaö eru til þeir menn, sem eru á móti skógrækt vegna þess að þeir hafa ekki kynnt sér málin og ekkert lesiö um skógrækt á ís- landi. 1 öðru lagi er u til þeir menn s em er u þangað eru skyndilega komnir stórir skuttogarar sem mokta fisknum upp og skilja ekkerteftir. Það þotti ekki.búmann- legt I eina tið aö slátra snemmbæru! Það er nefnilega gallinn viö byggða- stefnuna, að hún er ekki byggð uþp á nátt- úrulegri vistfræði. Nú, svo þegar sauðfjárbúiðer komið, þá þarf að leggja vegi, sima. Þá þarf lækni, kirkju, og skóla með sinum skólastjóra, kennara ogsálfræðingi. Þegar alltþetta er komið, þá er venjulega búið að bita siðasta grasstráið og aílt fer i eyði". — Hvenær fékkst þú áhuga á skóg- rækt? „Þetta kom svona smatt og smátt. Ég ólst upp á Laufásveginum og i nágrenninu var bæðigróðrarstöð og býli og við strák arnir vorum alltaf aö flækjast þarna. Ein- ar Helgason, sem stýrði gróörastöðinni; Texti: Axel Ammendrup

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.