Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 8
vísm Laugardagur 26. janúar 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjðri: DaviðGuðmundsson Ritstjórar: olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elías Snaeland Jónsson. Fréttastjdri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. ,Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldor R&ynisson, Jónina Michaelsdóttir. Kafri Pálsdottir, Páll Magnússon, Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L, Pálsson. Ljðsmyndir: Gunnar V. André'sson. Jens Alexanrjprsscn. Utlit og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Magnus Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Oreifingarstjbri: Sigurður R. Pétursson. I Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4. simi 86611. Ritstjðrn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Nauðsynlegur menningarþáttur Kvikmyndagerð hefur fram á síðustu ár verið vanrækt listgrein á Islandi. Afleiðingarnar hafa verið þær, að innlendir kunnáttu- menn á þessu sviði 'haf a att örð- ugt með að nýta sér þennan tjáningarmáta nútímans. Brautryjendur íslenskrar kvik- myndagerðar unnu þrekvirki á sínum tíma við erf iðar aðstæður, en í þessu sem ýmsu öðru hefur fjárskortur verið mönnum fjötur um fót. Styrkir Menningarsjóðs til nokkurra kvikmyndagerðar- manna voru merki þess að tekið væri að rofa til á vettvangi kvik- myndagerðarinnar. Þeir urðu til þess, að hleypt var af stokkunum nokkrum kvikmyndaverkefnum, er annars hefði verla verið ráðist í. Þáttaskil urðu svo varðandi grundvöll íslenskrar kvikmynda- gerðar er Alþingi samþykkti f rumvarp um Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasafn vorið 1978. Að- dragandi þess máls var orðinn falsvert langur, en er það komst í höfn var ákveðið á Alþingi að verja 30 milljónum króna til Kvikmyndasjóðsins og fimm milljónum króna til Kvikmynda- safnsins. Þótt þessar f járhæðir haf i ekki verið ýkja háar var afgreiðsla þessa máls merki þess, að kvik- myndagerðin væri viðurkennd Kvikmyndin „Land og synir", sem frumsýnd var i gærkveldi er hin fyrsta þriggja leikinna islenskra kvikmynda, sem geroar voru á síöasta ári. Sá gleðilegifjörkippur.sem kvikmyndagerOin hefur nú tekio hér á landi ætti að veroa mönnum hvatning til þess að skapa þessari listgrein nauosynleg vaxtarskilyroi i landinu. sem nauðsynlegur þáttur í menningu þjóðarinnar. Styrkir Kvikmyndasjóðs urðu verulega hærri en styrkir Menningarsjóðs. Sá hæsti, níu milljónir króna, var einmitt veittur til framleiðslu á kvik- myndinni „Land og synir", sem frumsýnd var í gærkveldi í Reykjavík og á Dalvík, en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Tvær aðrar leiknar kvikmyndir fyrir kvikmyndahús hlutu einnig styrki og verða f ullgerðar á f yrri hluta þessa árs. Að þessum verkefnum vinna djarfhuga menn með óbilandi trú á kvikmyndinni og hafa þeir lagt eignir sínar að veði til þess að geta lokið verkefnunum, því að styrkirnir hrukku einungis fyrir hluta útgjaldanna þegar til kast- anna kom. Kostnaður við kvikmyndina „Land og synir" er til dæmis á- ætlaður um 60 milljónir króna en framleiðendur þeirrar myndar haf a bent á, að bankakerf ið, sem yfirleitt hefur ekki fengið sér- stakt hrós, hafi fleytt því verk- efni yfir mestu erfiðleikana með lánum. Ef vel tekst til með þær þrjár íslensku kvikmyndir, sem nú eru að koma fyrir almenningssjónir, er ekki að ef a, að aðsókn að þeim verður góð, og fjárhagslegur grundvöllur þeirra tryggður. En til frekari átaka á sviði kvikmyndlistarinnar er þörf á eflingu Kvikmyndasjóðs, þannig að hann geti staðið undir stærri hluta kostnaðar við gerð þeirra mynda, er styrktar verða, en verið hef ur á meðan verið er að koma fótum undir þessa ungu listgrein. Sömuleiðis er þörf á til- hliðrunum varðandi greiðslu söluskatts af kostnaði kvjk- myndagerðarinnar á þessum að- lögunartíma, því að öf ugsnúið er að framleiðendur „Lands og sona" þurfi að greiða nærri helmingi hærri upphæð til ríkis- ins í söluskatt af kostnaðarverði myndarinnar en sem nam styrknum frá Kvikmyndasjóði. Sá fjörkippur, sem íslensk kvikmyndagerð tók síðastliðið sumar bendir til þess, að endur- reisn hennar sé hafin. Með góðum vilja, og stuðningi jafnt opinberra aðila sem al- menningser hægt aðskapakvik- myndagerðinni þau vaxtarskil- yrði, er hún þarf til þess að verða snar þáttur ¦ listum og menningarlífi þjóðarinnar. Sýnið miskunn - í guðanna bænum sýnið miskunn Geysilegur vandi hlýtur fréttamönnum oft að vera á höndum, er þeim er gert að greina frá þvi sem i kringum okkur skeöur, vega og meta, hverju beri að halda til haga og hverju leyfa að sogast burt i þagnardjúp gleymskunnar. Já, oft hlýtur vandinn að vera mik- ill, en sjaldan meiri en þá, er frá sorgaratburðum skal greint. Nú, er hraði og taugaveiklun þjóöfélagsins eykst, standa fréttamenn oftar og oftar fyrir framan þennan vanda, æ oftar reynir á kunnáttu þeirra og mat, hæfni þeirra t.þ.a. greina hismi frá kjarna. Þvi minni ég á þettanií,aðæoftar birtast mérí fjölmiðlum fréttir, sem vekja mér viðbjdð, og ég skil ekki, hverium tilgangi eiga að þjóna. Tökum dæmi: Umferöarslys verður og ökumaður og farþeg- ar láta Hfið. Hvaða fullvita manni verður þaö til skiln- ingsauka á þessari frétt að birta honum mynd af bílflakinu, og útleggingu á því, hvernig llkam- ir hinna látnu hafi festst eöa kramizt í hræi bllsins? Ef slikt er ætlaö ökumanninum til á- minningar um gætilegri akstur, þá m in ni ég á, aö hann er lá tinn. Ef sllkt er hugsað sem hvatning til annarra ökumanna um gætni, þá hygg ég, aö ökuföntum verði það til litils skilningsauka þó þeim sé sýnd mynd af Pétri eða Pálusundur krömdum. Það helgarpistUl Séra Sigurður Haukur Guðjónsson skrifar er of mikil krafa til gáfnafars ökufantsins, að ætlast til þess af honum, að hann hafi skilnings getu til að draga lærddm af því sem aðra hefir hent. Hefðu slCk- irmeðalvit, þáhefðu þeir þegar bætt keyrslulag sitt. Ef ég ætti mér einhvern kæran, sem yrði fórnarlamb i slysi, þa bæðistég undan bvi' að lýsingar á þvi, hvernig limlestingin varö yröu tlundaðar I mlneyru eða kæmu fyrir minar sjónir. Annað dæmi: Maður verður sjiikur og ræður öðrum bana. Sjúkum heila hans veröur það engin refsing þó fréttamaður tl- undi I smá atriðum, hvernig voðaverkiö var unnið. Harmur- inn ni'stir aðeins brjóst þeirra sem hinum sjUka unna.Hann á kannski maka ogbörn, saklaus eru þausetti plnubekkinn og lif- andi nöguð þar með oröum, sem engum tilgangi þjóna öðrum en þeim að særa þá sem eftir standa. Þessi dægrin standa yfir rétt- arhöld végna voðaverka, sem unnin vorufyrir nokkrum árum. Hvaöa tilgangi þjónar sú frétta- mennska að lýsa I smá atriðum hvar fornarlömbin voru barin, hvernig i þau var sparkaö, eða hvernig með þau var farið eftir að þau voru látin? Meira að segja er gefið I skyn, að kannski hafi einn ekki verið barinn til dauðs heldur kviksettur. Hverju þjónar slikur frétta- flutningur? Vantar eitthvað I þennan harmleik, til þess að gera hann æsilegan? Voðaverk- in verða ekki bætt með þvi að kjamsaö sé á hugsanlegum að- ferðum, þegar þau voru framin, slikur „kjaftakerlingarháttur" veröur aðeins til þess að tæta brjóst þeirra er fórnarlömbun- um unnu, og þeirra, er þeim sem voðann frömdu unna. Ætti ég mér einhvern kæran, ööru- hvoru megin I slíkum harmleik, þá væribyrði min nógu þung, þó ég hefði ekki við eyra froöufell- andi slUður-munna mataða af fjölmiðlum dag eftir dag. Minn- ið svikur sjaldan þann er i brjósti á rúst hruninna vona. Vist veit ég, að fréttamónnum er mikill vandi á hóndum. Frá- sagnir þeirraeigaaðkoma i veg fyrir að sjUkum slUöursálum takist að gera hryllingssógur Ur atburðunum, og jafnvel að tengja þá saklausu fólki. Þetta veit ég, en oft mættu þeir spyrja sig: Geta orðin mln orðið fóður þeirra sem nautn hafa af þvi að kvelja náungann, saklausan náungann sem eftirstendur? Ég hygg, aðfréttamönnum yrði það góður skóli, 'ef þeir kynntust skelfingunni sem gripur um sig, i hugum sumra manna og kvenna, eftir lestur eða sjón á voðaatburðum lífsins, kynnast þessari skelfingu inná skrifstof- um presta og lækna. Á veginum meö okkur er fjöldi manna og kvenna, sem eru með brjóstin fu 11 af ótta, ótta við það, a ð þeim takistekkiað lifa sem heilbrigð- ar manneskjur.stjórnlaust æðið gripi þau og leiði þau til voða- verka. Lýsingar á ööru fólki, sem æðið náði völdum á, verka sem sogandi straumur á þau systkin okkar er með óttann burðast lífsins stig. Báran er sjaldan stök, oftast ýtirhún öðr- um af stað meðan hún er að lognast útaf sjálf. Sýnið misk- unn — í guðanna bænum sýnið miskunn. Sig.Haukur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.