Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 26.01.1980, Blaðsíða 2
2 vlsm Laugardagur 26. janúar 1980 Það er árviss viðburður að blöð og aðrir f jölmiðlar birta langa lista yfir það fólk sem af einhverjum ástæðum fær hengda á sig hina íslensku fálkaorðu. Forseti Islands veitir fálkaorðuna og þykir mönnum jafnan nokkur virðingarauki samfara því að vera meðal hinna útvöldu hverju sinni. En hvaða reglur gilda um þessar orðuveitingar? Visi þótti ómaksins vert að kanna þau mál ofurlítið. FálkaorBan er veitt sam- kvæmt forsetabréfi frá 1944 og i upphaflegri iltgáfu bréfsins er fyrsta grein svohl jóöandi: „Oröunni má sæma þá menn, innlenda og erlenda, og þær konur, sem öörum fremur hafa eflt hag og heiöur fósturjaröar- innar eöa unniö afrek i' þágu mannkynsins”. Þótt flestum hafi veriö ljóst aö fæstir 'oröu- hafar stóöu undir slikri umsögn, þá gilti þessi regla i' oröi kveönu allt fram til 1978, en þá var henni breytt i: „Oröunni má sæma innlenda menn eöa er- lenda fyrir velunnin störf i þágu islensku þjóöarinnar eöa á al- þjóöavettvangi”. Til eru fjögur almenn stig af fálkaoröunni og tröppugangur- inn er þessi: riddari, stórridd- ari, stórriddari meö stjörnu og ær og hvernig skuli bera hana, aö henni skuli tafarlausf skiiaö viö andlát oröuhafa og fleira i þeim dilr. Upphaflega teikningin af orö unni var gerö af Hans Tegner, prófessor i Kaupmannahöfn, en útliti hennar varbreytt áriö 1944 samkvæmt teikningu Baldvins Björnssonar gullsmiös. Frá þvi 1935 hefur oröan veriö smiöuö hjá Kjartani Asmundssyni, gullsmiö i Reykjavik. Viö höföum samband viö Birgi Möller, forsetaritara og ritara oröunefndar, og spuröum hann fyrst hversu margir hafa fengiö oröuna frá þvi aö veiting- ar hófust. „Oröuveitingar hafa veriö Fyrir hvað fær fólk fálkaorðuna? Óskar Kjartansson vinnur að gerð orðunnar. Við hlið hans situr Asdis Hafsteinsdóttir gullsmiðanemi. „Vel unnin störf í þágu íslensku þjódarinnar eöa á alþj óöavettvangi ’ ’ stórkrossriddari. Störmeisfari oröunnar, sem er forseti lands, ber auk þess gullna kei um hálsinn, og er keöjan ása stórkrossstjörnunni æösta s oröunnar og hlotnast engum lendingi öörum en forseta. St meistari getur hins vegar sæ þjóöhöföingja annarra ri'k þessu stigi. Uppástungur um oröuveitin ar koma frá svokallaöri ort nefnd og sitja fjdrir menn þeirri nefnd, skipaöiraf forse til sex ára i senn. ForsetariU er fimmti maöur i nefndinni > jafnframt ritari hennar. Ýmsar fleiri reglur eru I gildi um fálkaoröuna, svo sem hven- Hin ýmsu stig fálkaorðunnar. Frá vinstri: riddarakross, stórriddarakross, stórriddarastjarna og stjarna stórkrossriddara. „Meira stolt en ágóöasjónarmiö” 1 þessum ofni er „emeleringin” gljábrennd, en þaö ér vandasam- asti hluti orðus miðinnar. „Fálkaoröan hefur veriö smiöuö hérna á verkstæöinu a 11- ar götur frá þvi 1935 og ég geri þetta meira af stolti en ágóöa- sjónarmiöi”, sagöi óskar Kjartansson gullsmiður, i spjalli viö Visi en hann sér nú um smiöi oröunnar. Óskar er sonur Kjartans heitins As- mundssonar, þess er fyrstur smiöaöi oröuna hérlendis og læröi fagiö af honum. Óskar kvaö oröusmiöina vera timafreka vinnu, en þaö væri þó dálitiö mismunandi eftir hinum ýmsu gerðum oröunnar. Hann er fljótastur meö riddarakross- inn eöa um fjóra tima, sex til átta með stórriddarakrossinn og tiu til tólf tima meö stjörn- una. — Hvernig gengur smiöin fyrir sig og hváöa efni eru not- uö? „Þaö er notaö silfur i oröurn- ar og fyrst er þaö klippt niöur, pressaö i mótin og sagaö út. Þá er komiö aöemeleringunni og er þá krossinn fylltur, slipaöur og loks gljábrenndur. Siðan er hann hreinsaöur meö efni sem kallast cyan -kalium og burstaöur meö glerbursta. Siöasta stigiö er svo gyllingin, en hún er úr 24ra karata gulli. Viökvæmasta stig smiöinnar er emeleringin, en krossarnir eru gljábrenndir viö allt að 950 gráða hita, sem er nálægt bræöslumarki silfurs. Þá er hætt viö aö misvinding komi i efniö sem leiöir til þess aö emeleringin springur viö kóln- un. Auk þess verður aö gæta mikils hreinlætis viö þetta, þvi áferöin veröur aö vera skjanna- hvit”. — Hvaö kostar svo eitt stykki fálkaoröa? „Þaöer dálitiö erfitt aö henda reiður á kostnaöinum vegna þeirra gifurlegu veröhækkana sem hafa oröiö á silfri. Ég get nefnt sem dæmi aö kilóiö af silfri sem i vor kostaði um 80 þúsund krónur, er nú komiö upp i 510 þúsund. Lauslega áætlað kostar stór- riddarakrossinn núna um 45 þúsund krónur, en i hann eru notuð 77 grömm af silfri fyrir utan rýrnun sem veröur á efni. 1 riddarakrossinn eru notuö 50 grömm þannig aö hann er eitt- hvað ódýrari”. Texti: Páll Magnússon, blaðamaður Myndir: Jens Alexandersson, ljós myndari. 4-,335 frá upphafi, en sumir ein- staklingar hafa fengið fleiri en eitt stig og eru þá taldir oftar en einu sinni. Þessar veitingar skiptast á eftirfarandi hátt: 351 stórkrossriddari, 531 stórridd ari með stjörnu, 1090 stórridd arar og 2363 riddarar. Fjöldi oröuveitinga er mjög breytilegur f rá ári til árs og fer mikiö eftir þvi hvort þjóðhöfö- mgjaheimsóknir eru tíöar, en við slik tækifæri er hefö aö veita mikiö af oröum”. — Nú hafa heyrst sögusagnir um aö fálkaoröan fáist keypt á uppboðum erlendis. Er mikiö um aö oröur fari á „vergang”, til dæmis eftirilát oröuhafa? „Þaöersembetur fer litiö um þaö, en þó kemur þaö fyrir. Yfirleitt skila oröurnar sér nokkuö vel, en þaö eru ekki allir sem þekkja þessar reglur þann- ig að stundum þarf aö skrifa ættingjunum”. — Nú virðast ekki allir þeir sem oröuna fá vera sérstakir af- reksmenn. Er þaö ekki svo, aö ákveönar oröur tiiheyra ákveönum embættum fremur en aö verið sé aö verölaunaiéin staklingana, sem viö þeim taka? „Þetta er vissulega til i dæm- inu og nefna má sjálft forseta- embættið I þessu sambandi. Einnig tiökast það aö biskupinn yfir Islandi beri orðu af hárri gráöu, og sendiherrar erlendra rikja fá ákveðna oröu viö brott- fór, hafi þeir starfaö hér I minnst þrjú ár. Þaö má segja að I þessum til- fellum, og f leiri slikum, séu ein- staklingarnir verölaunaöir fyrir það sem gerir þaö að verkum, aö þeim er treyst fyrir viökom- andi embættum.” —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.