Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 3
V.ÍSIR Föstudagur 8. febrúar 1980. Fjarvarmaveitan á isaflrði verður ð ný að nolasl við gasolíu: GEKK ADEINS í 10 DAGA FYR- IR SVARTOLÍU Tilraunin til að keyra dieselvéiina við nýjufjar- varmaveituna á (safirði á svartolíu, hefur ekki reynst sem skyldi, að sögn Kristjáns Pálssonar, verk- stjóra í rafstöðinni. Hefur þetta valdið Vestfirð- ingum miklum vonbrigðum, þvi að á þeim 10 dögum, sem vélin gekk fyrir svartolíu spöruðust 8 milljónir i eldsneyti. Þessi dieselvél er fjögra ára gömul og hefur hún alla tið geng- ið fyrir gasi, þar til að reynt var að keyra hana á svartoliu þann 11. janúar sl. 1 tiu daga gekk vél- in'fyrir svartoliunni og i tiu daga var hún biluð. Varð þvi aftur að hverfa til brennslu gasoliu, eftir að vélin komst aftur i lag sl. sunnudag. Kristján sagði ástæðuna fyrir biluninni vera þá, að útblásturs- loki hefði brotnað. Við nánari at- hugun á vélinni kom svo i ljós, að allir stimpilhringir voru ónýtir og voru margir þeirra fastir eöa slitnir. Sparnaðurinn við það að nota svartoliu er 800 þúsund á dag, en kostnaðurinn vegna breytinga fyrir s vartoliukerfiö, sem ein- ungis var að leggja nýjár leiðsl- ur að vélinni, nam um 12-15 milljónum króna. Þá eru ekki tekin með i reikninginn vara- hlutakaup, sem ekki er enn vitað hve mikilli upphæð námu. Kristján sagði ennfremur, að á þeim tiu dögum, sem dieselvél- in var biluð, hefði verið notast við allar aðrar dieselvélar á svæðinu, auk þess sem vötnin i Mjólká voru keyrð niður. Sérfræðingur EMD-fyrirtæk- isins sem seldi vélina, er vænt- anlegur nú um helgina, og er beð- ið eftir áliti hans á þvi hvort að vélarbilunin geti stafað af svart- oliukeyrslunni, en liklegt þykir að svo sé. —HS Flestlr íbúar vlb vesturberg Það getur bæði veriö dálitið fróðlegt og skemmtilegt að skoða pappira þá sem Hagstofa ts- lands gaf út fyrir skömmu um mannfjöldadreifingu i Reykjavik eftir götum. Þetta eru nýjustu tölur, frá 1. desember 1979. Þar kemur fram að Vestur- berg er fjölmennasta gata i Reykjavik, þar búa 1562. 1 öðru sæti er Langholtsvegur með 1010 ibúa, og i þriðja sæti Alfheimar með alls 923 ibúa. Er mikill mun- ur á ibúafjölda gatna i borginni. 1 sjö götum er t.a.m. aðeins einn skráður. Þetta eru Austur- stræti, Dugguvogur, Funahöfði og Stekkjarbakki, en þar búa ein- ungis karlmennj^augarmýrarbh ettur og Pósthússtræti, en þar búa konur einar. — H.S. Það fer að siga i seinni hluta þorrans og blótum fer að Ijúka. Þorrablót hjá Rangæingum Þorrablót Rangæingafélagsins i Reykjavik verður haldið i Domus Medica laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Að loknu borðhaldi með þorramat verður til skemmtunar einsöngur og kór- söngur og að venju verður heiðursgeti austan úr Rangár- þingi boðið til samkomunnar. Að dagskrá lokinni verður dansað fram á nótt. Samkomusalurinn i Domus Medica hefur nýlega verið stækkaður og er nú hægt að taka á móti fleiri matargestum en i fyrra. Miöasala verður i Domus Medica miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17- 19. NfJUSTU LflDfl- BÍLARNIR SVNDIR Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. halda bilasýningu að Suöur- landsbraut 14, laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. febrúar nk. frá kl. 2-6 e.h. Fyrsta Lada bifreiðin kom til Islands árið 1972. Á sýningunni verða sýndar nýj- ustu árgerðirnar af Lada. 3 Viðræðum tslendinga og Portúgaia um aukin viðskipti þjóðanna lauk i gær. Aö sögn Sveins Aöal- steinssonar, sem áttisæti i islensku viðræðunefndinni, voru þetta almennar viðræður og engar ákvarð- anir teknar. Oliuviðskiptin við Portúgali, sem nú hafa lágst niður, voru tveir þriðju hlutar allra vörukaupa tslend- inga i Portúgal, og vilja þeir nú að islendingar kaupi aðra vöruflokka I staðinn. Lögðu fulltrúar Portúgala m.a. til, að islendingar létu Portúgali smiða fleiri skip fyrir sig, eða þá að þeir fengju að taka þátt i einhverjum stórframkvæmdum á islandi. Myndin er tekin i boði sem Portúgalar héldu eftir að viðræðunum lauk. stúdentaráð i Hættum vlð ðátttðku í Dlympíulelkunum Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælir harðlega fyrirhuguð- um Olympiuleikum i Moskvu 1980, segir i samykkt, sem ráðið hefur gert. Telur ráðið óeðlilegt aðleikar þessir skulihaldnir i riki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Striöir slikt á móti grund- vallarhugsjón ólympiuleikanna. Endurtökum ekki skyssuna frá 1936 og með þátttöku i heims- meistarakeppninni 1977 i Argen- tinu. Ráðið leggur þvi til að tslend- ingar hætti þegar i stað við þátt- töku i leikjum þessum. Með sliku getum við sýnt öðrum frelsisunn- andi þjóðum gott fordæmi og lagt mannréttindabaráttu um allan heim gott lið. VEGGSAMSTÆÐUR f fjölbreyttu úrvah Opið laugardag kl. 10-12 HUSGA GNA VERSL UN, SIÐUMULA 23 - SIMI 84200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.