Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 11
vísm Föstudagur 8. febrúar 1980. Myndin er tekin, þegar stjórnarformaður Höfða tekur við 5.000.000 kr. gjöf úr hendi forseta Kiwanisklúbbsins Þyrils. A myndinni sjást, talið frá vinstri: Sitjandi: Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi og Hilm- ar Danielsson, umdæmisstjóri Kiwanis á lslandi. Standandi: Jóhannes Ingibjartsson, stjórnarformaöur Höfða, Gylfi Svavarsson, forstöðu- maður Höfða og Aðalsteinn Aðalsteinsson, forseti Þyrils. Klwanlsklúbburlnn á Akranesl stórtækur: Gaf fimm milljónlr til dvalarheimilis Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi minntist 10 ára afmælis sins á dögunum með hádegisfundi á Hótel Akranesi, sem er hinn venjulegi fundarstaöur klúbbsins. Fundinn sóttu 70 manns, 40 Þyrilsfélagar og 30 gestir. A þess- um hátiðafundi voru Dvalar- heimili aldraðra að Höfða afhent- ar kr. 5.000.000 að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Þyrli og veitti formaður stjórnar Dvalar- heimilisins Höfða fénu viðtöku. Þegar litiö er yfir þessi 10 ár i sögu klúbbsins, sést, að viða hef- ur verið borið niður, til stuðnings menningar- og liknarmálum i byggðarlaginu. Fyrsta gjöfin var til dagheimilisins. A eftir fylgdu gjafir til sjúkrahússins, barna- skólans, Slysavarnadeildarinnar Hjálpin, Iþróttafélags fatlaðra, kirkjunnar og fleiri aðila. A þjóð- háttiðarárinu var Kútter Sigur- fari keyptur frá Færeyjum og gefinn Byggðasafninu að Görð- um. Ýmsa sjálfboðaliðsvinnu hafa Þyrilsfélagar innt af hönd- um, svo sem við hreinsun Langa- sands, byggingu Höfða, reist ára- mótabrennur, haldið skemmtanir fyrir aldraða og ýmislegt fleira. Kiwanisklúbburinn Þyrill þakkar ibúum Akraness og sveit- anna sunnan Skarðsheiðar fyrir dyggan stuðning á undanförnum 10 árum og vonast til þess að njóta sömu vináttu og stuðnings áfram, segir i frétt frá klúbbnum. Rauðakrossdeild Borgarfjarðar og Fljótsdalshér- aðs, hefur nú keypt nýjan sjúkrabil af Citröen gerð, sem verður i þjónustu Egilsstaðaspitala, fyrir Egilsstaði og nágrenni, og var bifreiðin afhent formlega af Glóbus hf. siðastliðinn föstudag. A myndinni má sjá, talið frá vinstri, Valdimar Benediktsson, umboös- j mann Glóbus hf., Einar Haraldsson, framkvæmdastjóra Egilsstaða- spitala og ólaf Guðmundsson, sölumann hjá Glóbus. Visismynd: JA. Nýr sjúkrabíii tll EgilsstaDa Rauðakrossdeildin hefur hing- að til notast við Scout jeppa og Volvo sjúkrabíl, en nýi billinn mun koma I stað Volvo bifreiðar- innar. Citröen sjúkrabillinn er ýms- um kostum búinn og má þar nefna framhjóladrif og mögu- leika á þvi að hækka og lækka bif- reiðina. Kostaði billinn 7 milljón- ir, eftir aö búiö var að fella niður alla tolla og aðflutningsgjöld, sem er leyfilegt, þegar um er að ræða sjúkrablla eða annan mikilvægan tækjakost. Telur ólafur Már Guðmunds- son, sölumaöur hjá Glóbus, að þetta sé i fyrsta skipti, sem að sjúkrabill komi innréttaður sem slikur hingaö til lands, en áður höfðu bilarnir alltaf verið innrétt- aðir sem sjúkrabilar hérlendis. —HS. P/CASSO GSAMSTÆÐA AMIGO SIÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 IMT AF kYÍ IbSTÁ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.