Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 14
Föstudagur 8. febrúar 1980. 'JL - 18 i Framsóknar- ■ ritstjóri ■ tréttamaður , siónvarpsins Elllutlaus á Akureyri ■ skrifar: | Mig langar til að biðja Visi að _koma eftirfarandi fyrirspurn á Jframfæri við fyrirsvarsmenn IRikisútvarpsins: Er það eðlilegt samkvæmt Ióhlutdrægnisreglum Rikisút- varpsins, að ritstjóri flokksmál- Igagns Framsóknarflokksins á Akureyri sé jafnframt frétta- Imaður Sjónvarpsins á staðn- um? ISjálfum finnst mér þetta mjög óviðeigandi og hef heyrt marga Jmenn hér nyrðra lýsa undrun ‘sinni á þessari ráðstöfun. Hermann Sveinbjörnsson ■ Til skammar j hvernig ■ llokkurinn fer J með Gunnari IÞórður Jónsson Hólm- garði 60 hringdi: | ,,Ég er undrandi á þeim um- Imælum sem forysta Sjálfstæðis- flokksins hefur haft um Gunnar IThoroddsen upp á siökastið. Ég er fylgjandi þvi að Gunnar Ireyni stjórnarmyndun og þvi finnst mér koma úr hörðustu átt Iþegar Geir Hallgrimsson er með þessar vfirlýsingar i hans garð, þar sem honum sjálfum tókst ekki að im nda stjórn með þeim sömu miinnum og Gunnar reynir nú stjörnarmyndun með. i->að er mál !il komið að ein- hver reyni að mynda stjórn þvi svona getur það ekki haldið áfram. Mér tinnst þvi að þing- flokkur Sjálfsta'ðisflokksins eigi að styðja Gunnar i þessum til- raunum hans nl stjórnarmynd- unar fremur en hitt. Ég er alveg jain-míkill sjállslæðismaður og áður en það er hreint út sagt til skammar hvernig flokkurinn hefur komið fram við Gunnar og skora ég þvi a alla sjálfstæðis- menn að fylkja sér um Gunnar svo að endir verði bundinn á óstjórn og vitleysu. I Gunnar Thoroddsen „Paradís verkamanna” hlutleysisbrot j Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Ég fæ ekki betur séð en að sjónvarpið hafi brotið hlut- leysisregluna með sýningu þáttarins um „daglegt lif i Moskvu" a laugardagskvöldið. Þarna var þvi blákalt haldið fram að Moskva væri „paradis verkamanna”. Þátturinn var augsýnilega geröur i áróðurs- skyni vegna væntanlegra Olympiuleika, en það er smekk- laust að sýna slikan áróöur á þessum tima þegar Sovétrikin eru nýbúin að sýna sitt rétta andlit, meö innrás i hlutlaust smárfki og með þvi að senda Sakharov i útlegð. Þaö er opinbert leyndarmál aö nú þegar eru hafnir stór- kostlegir flutningar „óæski- legs” fólks frá Moskvu, fólks sem valdsmenn alræðisrikisins óttast að geti haft of náið sam- band við þá vestrænu gesti sem munu koma til Moskvu i sumar að fylgjast með Ólympiuleikun- um. Dæmið um Sakharov er aöeins litill hluti af miklu um- fangsmeiri flutningum af þvi tagi. Ein aðferðin sem valds- mennirnir beita er sú, að segja hinum „óæskilegu” upp vinn- unni. Þeir eru látnir ganga at- vinnulausir nokkra stund. Siöan eru þeir heimsóttir af fulltrúum valdstjórnarinnar og þeir spuröir hvað þeir hafi að at- vinnu. En þar sem rikið er eini atvinnurekandinn veröur fátt um svör. Atvinnuleysi er bannaö i stjórnarskrá Sovét- rikjanna og þá sem ekki hafa at- vinnu er skylt að senda I vinnu- búðir. Það eru þvi hæg heiman- tökin fyrir alræðið að losna við þá „óæskilegu”. A meðan þessir atburðir eru að gerast er siöan sýnd þessi I mynd frá Moskvu, glansmynd * sem framleidd er af sovésku I valdstjórninni eða fyrir hana til 1 að breiða yfir glæpi hennar gegn I mannkyninu. Þessi mynd er að þvi leyti eins og áróðursmyndir | nasista frá árunum fyrir striðið, _ fjöldafundirnir og glysiö var | notað til að hylja alla glæpina. . Ég vil hvetja þá sjónvarps- | menn til að hafa slikt i huga viö ■ val á „fréttamyndum” frá | Sovétrikjunum. Þeir ættu ■ raunar að muna lýsingu eins is- I lensks sjónvarpsfréttamanns ■ frá Moskvu, sem sýnd var fyrir I nokkrum árum, en það var ferð ■ Eiðs Guðnasonar. Þar kom I fram að bak við slétt og fellt ■ yfirborö þeirrar hliöar sem m sovéskir valdsmenn sýna um- I heiminum leynist rotiö og spillt I alræðisvald sem svífst einskis. I Með þökk fyrir birtinguna, ■ I Gunnar Thoroddsen á viðræðufundi við fulltrúa Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins ÞJÓÐIN MÁ VERA STOLT i Eftir þessari mynd að dæma virðast menn vera býsna ánægðir I „paradisinni” AF GUNNARITHORODDSEN i Vegna ummæla formanns kjördæin isráðs Sjálfstæðis- flokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra, frú Svanhildar Björgvinsdóttur i Morgunblað- inu (i. þ.m. þykir mér rétt að eftirfarandi komi fram: Það eru margir sjálfstæðis- menn hér á Dalvik sem styðja Gunnar Thoroddsen i stjórnar- myndunartilraunum hans af heilum huga og bera til hans ' óskorað traust i hvívetna. Persónulega finnst méraö þjóð- in megi vera stolt af þvi að eiga þó nokkra menn sem þora að hugsa og framkvæma sjálf- stætt. Mér finnst Gunnar Thorodd- sen hafa komið fram fyrir þjóö- ina með glæsilegri reisn og skörungsskap i gegnum árin og verið Sjálfstæðisflokknum hinn þarfast maður. Þess vegna styð ég hann nú sem almennur kjós- g andi og margir fleiri hér um ■ slóðir. Trúi ég þvi að hann sé að | gera rétt fyrir land og þjóð. Það er rétt að geta þess að I yfirlýsing þessi er ekki til- ■ komin af pólitiskri undirróðurs- I starfsemi, heldur af hreinskiln- " islegum umræðum manna undir 1 beru lofti i norðlensku hrein- " viðri þessa þorradaga. Hjálmar Júliusson Dalvlk I sandkom Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar Apahopp á Sigió Siglfirðingar liafa nokkrar s^yggjuraf þróuninni I dans- mennt bæjarbúa eins og fram kemur i frétt i Degi, þar sem segir meðal annars: „Meðlimir hjónaklúbbsins ætla að dansa annað kvöld. Það veldur mönnum áhyggj- um að með sama áframhaldi verða Siglfirðingar að fara til Akureyrar eða Reykjavikur til að dansa gömiu dansana. Nú cr ekki boðið upp á annað en diskómússik og frumstætt apa- hopp og það es, afturför”. veðup hér og par Ahugi á veðurfréttum er mikill hérlendis og mjög margir fylgjast meö veður- fréttum útvarps og sjónvarps þótt afkoma þeirra byggist ekki á veðri og vindum ef svo má segja. Þessi áhuginær ekki aðcins til veðurs hér á landi og þvi hefur það mælst mjög vel fyrir að einn veðurfræðinga sem fram koma i sjónvarpi, Borg- þór H. Jóusson, iætur þess jafnan getiðhvert hitastigið er i nokkrum borgum i nálægum löndum. Þá hafa.ýmsir lesenda Visis látið i ljós ánægju sina meö daglegar veðurfréttir blaösins jafnt heinia sem heiman. • Leikföng Sumir ameriskir bilar eru með sérstökum útbúnaði sem slekkur inniljós bilsins skömmu eftir að ökumaöur hefur yfirgefið bilinn. Reykvikingur sem á svona bil steig út úr honum á bila- stæði I miðbænumiog gekk i átt að nálægri verslun. Hjón sem gengu þarna hjá stöðvuðu hann og konan sneri sér að ökumanni: — Þú hefur gleymt að slökkva Ijósið inni ibílnum. — Þakka þér fyrir, sagði bil- eigandinn, sneri sér I átt að bílnum og kallaði til hunds sins sem beið i bilnum: — Slökktu ljósið. Ljósið siokknaöi samstundis og hjónin stóðu agndofa þar til konan sagði við mann sinn: — Þu meö þinn danska hund sem ekkert skilur. Elllmörk Það eru greinileg ellimörk þegar karlmenn horfa bara á matinn, cn ekki stúlkuna sem ber hann á borö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.