Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 08.02.1980, Blaðsíða 4
VÍSLR Föstudagur 8. febrúar 1980. 4 B«HHHBlHBHHHMBHHnnnnraiHnignraiSIIBHnBDffiE!E!] Verðlaunapeningar Minnispeningar Félagsmerki Lyklakippur SEUA .Skílií ••• GRENsAsvEc.no mrevkjav/k s/mmm ULM M M M 1 KAUPUM SELJUM ÓDÝRT BÆKUR BíO€> PLOTUR ÚLYMPÍULEIKAR PðLITÍSKT VOPN Það má ekki blanda saman íþróttum og pólitík, eftir þvi sem margir iþrótta- menn segja, sem fyrir engan mun vilja missa af Moskvuferðinni. En saga ólympiuleikanna sýnir það skýrt, að íþróttamót eru ófeimið notuð pólitiskt. Hvort sem þaðer til þess aðafla ákveðinni rikisstjórn viðurkenningar annarra ríkja, eða til þess að auglýsa ágæti einhvers heimsveldisins fram yfir annað. Þegar Carter Bandaríkjaforseti hótað að sniðganga ólympiuleikana í Moskvu, ef Rússar kalli ekki herlið sitt heim frá Afganistan, er það staðfesting á því, að íþróttum er einnig beitt sem pólitisku vopni. Það er ekki heldur nein nýlunda, að sovéskar innrásir marki umræður um ólympiuleikana. Þær gerðu það lika ólympiuárin 1956, 1968 og núna 1980. Þegar sovéskar hersveitir gráar fyrir járnum réðust inn fyrir landamæri annarra ríkja til þess að tugta ibúana, sem ekki þóttu nógu undirgefnir við Moskvulín- una. Það er orðið nokkuð útjaskað slagorð, að aðalatriðið sé ekki endilega að vinna einhverja sigra á ólympíuleikunum, heldur fyrst og fremst að vera með. Og ein af aðalröksemdunum sem slegið er fram gegn hótun Carters um að hundsa Moskvuleikana, er sú, að bandarískar íþróttastjörnur mundu gera meira gagn með því að fara og bursta Rússana á heimavelli til þess að sýna fram á yf irburði lýðræðisþjóðar yfir kúguðum lýð. Þarna stangast eitthvað á. Greinilega er aðal- atriðið að vinna. Menn hafa verið vitni að því að.í æ ríkara mæli dubba lönd upp á íþróttastjörn- ur til þess að nota þær fyrir þjóðartákn og helst sönnun fyrir ágæti síns stjórn- kerfis. Austur-þýsku „íþrdttaverksmiðjurnar", landsliö Argentínu i heims- meistarakeppninni í knattspyrnu í fyrra, og stjörnumót Rúmena.eru aðeins örfá dæmi þar um. iþróttirnar eru pólitískar og hafa af þeim sökum leikið æ stærra hlutverk í heimsmálapólitikinni. Áróðursgildi fyrir Hitler 1936 fékk Þýskaland aö halda Ólympluleikana. Þeir leikar mörkubu þáttaskil I sögu i- þróttanna. 1 fyrsta sinn í sög- unni voru Ólympfuleikarnir notaöir gagngert i pólitisku á- róöursskyni. Hitler vildi sýna meö Ólympiuleikunum, hvilikt yfirburöaþjóöfélag Nasista-- Þýskaland var, hvort sem um væri aö ræöa einstaklingsafrek eöa glæsilega uppsetningu leik- anna. Þaö eina, sem skyggöi á gleöina, var blökkumaöurinn eini iþróttamaöurinn sem hlaut fjögur gullverölaun. Yfir heildina séö þóttu Ólym- piuleikarnir snilldarverk í á- róöurssýningu til framdráttar nasismanum. — Söguskýrend- ur telja sumir, aö sagan heföi kannski oröiö ööruvisi, ef þjóö- ir heims heföu sýnt Hitler og nasismanum fyrirlitningu sina meö þvi aö sniöganga leikana. Hann heföi alla vega ekki blekkst til aö halda aö þjóöern- isjafnaöarstefnan nyti fylgis meöal annarra þjóöa, og aö inn- rásarherjum hans yröi tekiö sem frelsurum. 2. heimsstyrjöld Japan fékk leikana 1940, en vegna japansk-kinverska striösins svipti Alþjóöa-ólym- piunefndin Japan réttinum til þess aö halda leikana. Þeir voru i staöinn færöir til Finn- lands, en siöari heimsstyr jöld- in kom i veg fyrir aö nokkuö yröi úr. Aflýsa varö leikunum aftur 1944 vegna styrjaldar- innar. 1948 voru leikarnir haldnir i Lundúnum, en Þýskaland fékk ekki aö taka þátt i þeim vegna striösglæpa sinna. Sovétrikin tóku heldur ekki þátt i leikunum. Enda höföu þeir ekki gert þaö eftir któber- byltinguna. Þaö þótti ekki sæma sósialistariki aö taka þátt i Iþróttamótum meö hinum kapitalíska heimi. Þarna var pólitik meö I spil- inu, en þó má segja aö leikarnir i Lundúnum hafi veriö sigur fyrir iþróttahugsjónina. Heim- urinn haföi lært af Berlinar- leikunum, aö ekki var unnt aö þola, aö leikarnir væru notaöir sem áróöurssýning. Éftir þetta skýtur upp nýrri tegund póli- tiskrar iblöndunar viö iþróttir. Nefnilega kraftasýningu stór- veldanna. Sovétríkin með Þegar Ólympiuleikarnir voruhaldnir iHelsingfors 1952, blönduöu Sovétrússar sér i leikinn, ásamt fleiri bræöra- lagsþjóöum. En kalda striöiö setti svip sinn á leikana, og Austur- Evrópuþjóöirnar völdu aö halda sér afsiöis i ólympiuþorpinu og blanda ekki geröi viö hina þátttakendurna. Þar höföu þeir sina eigin stiga- töflu , og höföu allan hugann viö, hvernig Austur-Evrópu- mönnum gekk á leikunum, en færöu naumast inn á töflurnar árangra hinna. Leikarnir 1956 voru haldnir i Melbourne og þá fór pólitikin aö mæða á hinum ólympiska anda. Um vorið höföu Sovétrikin ráð- ist inn I Ungverjaland og eftir uppreisnina i Búdapest drógu Holland og Spánn sig út úr leik- unum. Um leið blossaði upp Sú- ezdeilan, svo að Egyptar og Libanir létu ekki sjá sig i Mel- bourne. Eftir að fáni Formósu- Kina hafði veriö dreginn að húni innan um fána annarra þátttökurikja dró Rauða-Kina sig i hlé. Ólympiuleikarnir voru orön- ir pólitiskur vettvangur. Grið i Aþenu Hvort það var i sérstöku heiðursskyni við Grikkland, fósturjörö ólympiuleikanna, eða hvað réði, vita menn ekki, en leikarnir I Aþenu 1960 foru fram án nokkurrar áberandi pólitiskrar þrætu. Þaö sama varö hinsvegar ekki sagt um leikana i Tokyo 1964. Norður-Kórea og Indó- nesia voru útilokuð frá þátttöku vegna framkomu sinnar i garö Israels á fyrri iþróttamótum. Eftir leikana útilokaði svo al- þjóöa ólympiunefndin Suður- Afriku frá þátttöku vegna stefnu S-Afrikustjórnar i kyn- þáttamálum. Mexikó 1968 Aödragandi ólympiuleik- anna iMexikóvar ekki beinlinis UDDÍifgandi fyrir þá, sem enn predika aö pólitik veröi ekki blandað viö iþróttir. Eftir stúd- entaóeiröir I landinu komu fram háværar kröfur um, að maklegra væri aö nota útgjöld- in viö undirbúning leikanna ibú- unum til góða en i bruðl og hé- góma. Mörg hundruð létu lifiö i átökum hermanna og mótmæl- endahópa. Leikarnir fóru sjálfir ekki tiðindalaust fram. Þegar bandariski þjóðsöngurinn var leikinn, hófu tveir blökkumenn kreppta, hanskaklædda hnefa á loft (merki Black Power-hreyf- ingarinnar) til þess að minna á kynþáttamálin IUSA. Þeim var siöan visaö úr landsliöi USA. Kátu leikarnir Þegar Vestur-Þýskaland fékk aö haida leikana 1972, átti al- deilis að má út minningu Hitl- ersleikanna og þeir áttu að brenna mönnum i muna sem „Kátu leikarnir”. Enfyrir leikana var Ródesia neydd til þess að draga áig út úr þeim, og ólympiunefndin úti- iokaði Suöur-Afriku. Munchenleikanna veröur þó fyrst og fremst minnsbárásar hryöjuverkamanna Palestinu- araba á israelsku Iþrótta- mennina. Ellefu Israelsmenn létu lifið. Mörgum þótti sem þetta hlyti að riöa ólympiuleikunum aö fullu, en þeir liföu þessa at- buröi af. Næstu leikar uröu 1976, en nú þótti þörf sliks ör- yggisviöbúnaöar, aö minnti mest á stranga vörslu lög- reglurikis. Egyptaland og 29 Afríkulönd hættu viö þátttöku vegna þess, að þeim þótti viöskiptabanninu á S-Afr Iku ekki nógu s tranglega framfylgt. Taiwan var flæmt fr á þátttöku og USA hætti næs t-' um við vegna þessa máls, en þvi var afstýrt á siöustu stundu. Það þýöir þvi ekki aö bera á móti þvi, að Olympiuleikarnir hafi verið pólitiskir i meira lagi. b sm bb mi ms ESK H!3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.