Vísir - 16.02.1980, Side 2
Laugardagur 16. febrúar 1980.
I
2
Ég hef alltaf veriö einstaklega heppinn og ánægöur meö lffiö”.
Sigldi yfir
Atlantshafid
liggjandi
á bakinu
— Rabbaö viö Sigurð Þorsteinsson, skipstjóra
aö ég hafi eitthvað að segja
rður Þorsteinsson, skip-
jr inn í hótelherbergið
lustlegt, eins og maður-
kti athygli árið 1969 er Sigurður tók sig upp
iginkonu og sex börnum 6—14 ára gömlum, seldi
bil, keypti Sæbjörgina af Slysavarnarfélaginu,
uy hélt i heimsreisu. Nokkrum árum síðar keypti hann
varðskipiö Albert, og nú er gamia, trausta varðskipið
gert úr sem oliurannsóknarskip!
En hvað rekur miðaldra mann til að taka sig upp og
fara með átta manna f jölskyldu eitthvað út i buskann
á gömlum trébáti?
■
„Ég var búinn aö vera skip-
stjóri hér á tslandi i ein tiu ár,
lengst af á tankskipinu Hafern-
inum. en mér fannst ekkert vera
fyrir mig aö gera hér, þaö voru
erfiöir timar, hálfgert kreppu-
ástand. Viö ákváöum þvi aö flytj
ast úr landi — hvert vissum viö
ekki — en fyrst ætluðum viö að
njóta lifsins og ráöa okkur sjálf
eins lengi og peningar entust.
Ég hef lika alltaf átt mér þann
draum aö vera algerlega sjálfs
min herra og gera þaö sem mér
sýndist, þegar mér sýndist. Ég
veit aö margir þrá þetta frelsi,
en flesta vantar hugrekkið til aö
koma sér af stað.
Ég og fjölskylda min höfum
aldrei átt önnur eins hamingjuár
og á Bonny, en það skiröum viö
Sæbjörgina. Hver dagur var öör-
um betri og frelsiö var algert.
Ég vildi bara, aö ég heföi hæfi-
leika til að lýsa þessu,til aö miöla
samborgurum mínum af ánægju
okkar og lifsnautn.
Amerika nær
Pólanna á milli!
Ferðin var aldrei skipulögö,
okkur var sama hvert viö fórum
og hvenær. Ef við nenntum
ekkert aö s igla einn daginn — eöa
ef veöriö var ekki eins og best
var á kosið, nú þá sigldum viö
ekki neitt.
Konan min haföi aðeins meiri
áhyggjur af þessu. Eins og
þegar viö sigldum til Ameriku i
lok ferðarinnar, þá fanns henni
ég taka lifinu með helst til mikilli
ró: „Ertu viss um aö stefnan sé
r étt? ”, spurði hún nokkrum
sinnum.
' Ég svaraði þvi til, aö Amerika
næöi pólanna á milli, svo aö þaö
væri ekki hægt að missa af henni.
Þaö má segja aö ég hafi siglt
yfir Atlantshafið á bakinu!
En viö sigldum einna mest viö
Afrikustrendur og við sigldum
reyndar i kringum Afriku. Þá
vorum viö mikiö i Miöjaröarhaf-
inu og komum til flestra land-
anna viö það. Alls sigldum við
um 37 þúsund milur i þessari
ferö.”
— Lentuö þiö aldrei i neinum
ævintýrum?
„Feröin i heild var nú hálfgerö
ævintýraferö, en við lentum
aldrei i raunum eöa „havarii”.
En það gerðist ýmislegt óvænt.
Til dæmis var mér boöin vinna
sem skipstjóri á hafrannsóknar-
skipi daginn eftir að við komum
til Marokkó. Tveir Frakkar
komu aö tala við mig, þar sem ég
var i Sæbjörginni og gerðu mér
tilboö, sem ég gat ekki hafnaö.
Ég vann við þessar hafrann-
sóknir næstu sjö mánuðina og
eignaöist dr júgan skilding. En ég
er með göt á báöum vösum og
mér helst illa á peningum.
Ætlaöi að kaupa málningu
— var gerður að skip-
stjóra!
Nokkru seinna vorum við enn
á ferö til Marokkó. Við komum til
borgarinnar Safi og þar i höfn-
inni var stórt farþegaskip —
Appollo. Skipið var hvitt, eins og
Sæbjörgin, og þvi fór ég um borö
til aö reyna að fá ódýra máln-
ingu. Tveimur timum seinna var
ég oröinn skipstjóri þessa
skips!
Eigandi skipsins var Ron
Hubbard, stofnandi og aðalmað-
ur „Church of Scientology”,
Hann og konan hans eiga nú yfir
höfði sér dóm vegna hlerana sem
þau stóðu að á landsþingi
Repúblikanaflokksins. Church of
Scientology er einkennileg hreyf-
ing, sem þrátt fyrir nafnið a
ekkert skylt við trúmál.Ahang-
endur þessarar hreyfingar
skipta milljónum og hefur hún
breiöst til annarra landa, svo
sem til Noröurlandanna.
Skipiö var notaö fyrir kaup-
sýslumenn, sem hreyfingin haföi
lofað aö „endurhæfa”. Þetta
voru yfirleitt menn, sem áttu
fyrirtæki sem römbuöu a barmi
gjaldþrots- Þeimvar lofað.aö eft-
ir endurhæfinguna færi alit aö
ganga betur — ég held aö þeir
hafi hreinlega veriö heilaþvegnir
— en staðreyndin var sú, að
árangurinn af þessu öllu var
geysimikill.
Mikið elskast
Nú, ég var skipstjóri á Appolo
i tvo mánuði, en þá vildi konan, að
ég hætti. Þetta var dálitið
spaugilegur timi. Viö sigldum
um og ég haföi 20—30 menn i
vinnu, en enginn þeirra kunni
neitt til verka nema vélstjórinn.
Þegar ég gaf einhverjar fyrir-
skipanir, hlupu þeir i hringi,
rákust saman og gerðu nákvæm-
lega ekkert af viti. Þetta var eig-
inlega hreinn farsi — tómt grin.
En þegar þessir tveir mánuðir
voru liönir, haföi mér þó tekist
aö kenna mönnunum grundvali-
aratriöin i sjómennsku.”
— En hvernig likaði þér viö
félagsskapinn?
„Bara vel. Það var engin
óregla um borö og þaö met ég
mikils, þvi aö ég er einn af þess-
um leiðinglegu, sem ekki
bragða vin, mér finnst ég vera
nógu vitlaus fyrir. Það voru
heldur engin læti, nema þá
kannski i ástarmálunum. Þaö
var elskast hvar sem var, hve-
nær sem var og hvernig sem
var.
Mér likaöi þetta ágætlega, þó
ekki hafi ég sjálfur stundaö þetta
frjálsa ástarlif. Mér finnst þaö
yndislegt, þegar fólkgetur komiö
sér saman um að láta sér liöa
vel. Þetta var aölaöandi og
skemmtilegt fólk”.
Koparkanónan
„Ef þið nennið að hlusta þá
skal ég segja ykkur eina sögu,
sem er alveg sönn.
Ég var skipstjóri á Hvitanes-
inu i 13 mánaða tima og sigldum
viö mest erlendis, fórum meöal
annar 90 milur upp Ama-
zon-fljótiötilaösækja kjörviö, en
þetta landsvæði var að mestu
ókannaö. Nú, þaðkemur sögunni
ekkert við.
Við áttum eitt sinn að sækja
saltfarm til Ibiza og lögðumst
fyrir akkeri i vikinni La Canal,
þar sem höfnin var ekki nógu
stór. Það tók langan tima aö
lesta og hafði áhöfnin ekki mikið
að gera. Tveir hásetanna voru
góöir kafarar og köfuöu mikið i
vikinni. Þar fundu þeir gamla
fallbyssu. Við drógum hana upp
á strönd og skoðuðum hána vel,
skófum utan af henni kóral, kisil
og annað drasl. Þá kom i ljós, að
þetta var koparkanóna, ein af
þeim alfyrstu, sennilega fra 15.
eöa 16. öld.
Kanónan lá þarna á ströndinni
i viku og þegar skipið var full-
lestað, ætluðum viö aö leggja af
staö heim. Þá stakk Henrý Hálf-
dánarson sem var farþegi, upp á
þvi aö við tækjum kanónuna meö
okkur heim. Sagöi að hún hafi ör-
ugglega verið notuð viö Tyrkja-
rániö heima á tslandi og þvi rétt-
mæt eign okkar. Viö gætum gefiö
hana Dvalarheimili aldraöra
m THSH j :vl j
f í 1 L
Slguröur (I miöjunni) ásamt Bjarna vélstjóra og Viggó stýrimanni fyrlr framan Sebjörguna ábur en lagt var af stab Iheimsreisuna Iseptember 1969.